Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 50
5°
Frá írlandi
að ef einhver af foringjum þeirra giftist dóttur eða systur
innborins konungs, gat hann að lögum komið syni sínum
til valda hjá hlutaðeigandi flokki. Um viðskifti Kelta og
hinna eldri landsmanna er nú lítið kunnugt.
Hitt er aftur víst að Keltar komu skipun sinni á
þjóðfjelagið á írlandi, og tunga þeirra varð smátt og
smátt landsmál; en margir siðir og venjur hinnar eldri
þjóðar hjeldust aftur á móti. A írlandi nutu nú Keltar
friðar fyrir árásum annara þjóða í ellefu aldir og náðu
þar mikilli andlegri menningu og þroska. Pjóðfjelag þeirra
skiftist í ættbálka eða flokka (klan) og var höfðingi
eða konungur (ri) fyrir hverjum ættbálki og rjeð yfir
honum. Ættbálkarnir skiftust aftur í fjölskyldur, (sept).
Hver ættbálkur átti venjulega sjerstakt land fyrir sig, og
höfðu þeir ásamt höfðingja sínum fullkomið sjálfstæði inn-
an landamæra sinna. Upphaflega var land hvers flokks
sameign hans, en síðan var því skift á milli fjölskyldn-
anna og áttu þær hver sitt land í fjelagi, en hver maður
ræktaði þá jörð, sem hann hafði til ábúðar. Ættbálkarnir
voru misstórir, og fóru metorð þeirra eftir stærð þeirra
og áhrifum. Sumir þeirra voru eigi sjálfstæðir og ætla
menn að f þeim hafi einkum verið þeir menn, sem áttu
kyn að rekja til hinnar eldri þjóðar á írlandi. Peir áttu
eigi sjerstakt land, en þær jarðir, sem þeir höfðu til
ábúðar, áttu konungar hinna sjálfstæðu ættbálka. fó
höfðu ættbálkar þessir töluvert sjálfstæði, því að þeir
rjeðu fyrir sínum eigin flokksmálum.
Allir írar höfðu samskonar lög og rjettarfar, en land-
ið alt var þó aldrei ein ríkisheild, enda höfðu þeir aldrei
komist undir veldi Rómverja og kyntust eigi stjórnar-
skipun þeirra. Framkvæmdarvaldið skiftist á milli ætt-
bálkanna, og rjeði venjulega hver þeirra algjörlega innan
landamæra sinna. í hverjum ættbálki var höfð tala á
öllum fjölskyldum og búendum, sem höfðu rjett til að