Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 39
Landaþekking
39
og hefur þeim orðið töluvert ágengt. Enn fremur hefur
margt verið þýtt á dönsku, og íslenzkir rithöfundar í
Höfn hafa í sögum og leikritum drepið á margt,
sem snertir þjóðlíf íslendinga, einnig hafa miklu fleiri
Danir ferðast á íslandi á þessari öld, en nokkurn tíma
áður. íslandi er því nú miklu meiri gaumur gefinn í
Danmörku, en í nokkru öðru landi, og hefir sú breyting
til batnaðar einkum gerst á þessari öld. Pað eru nú
komin út svo mörg rit um ísland í Danmörku, að það er
hægt fyrir hvern þann er vill, að fá allgóða fræðslu um
land og þjóð. ?að sjest þó á blöðum og bókum, að
misbrestur er alloft á þekkingunni, en það er vanalega
að eins kæruleysi rithöfundanna að kenna. Blaðamenn
og aðrir ritarar, sem lifa á pennanum, rubba vanalega
upp greinum sínum og ritsmíðum í mesta flýti og tefja
sig ekki á því að vera að leita upplýsinga. Lík fyrir-
brigði munu ekki heldur ókunn á íslandi, fremur en ann-
arsstaðar.
Pað ber þó enn þá oft við í Kaupmannahöfn að ís-
lendingar eru spurðir kjánalega um ýmislegt er snertir
ísland, meginþorrinn af fólki les aldrei neitt nema mis-
jafnar skáldsögur og blöðin og gleymir þeim jafnóðum,
og svo hefur allur þorri íbúa í Höfn — einsog í öðrum
stórbæjum — ekki áhuga á eða gaman af öðru en leik-
húsum, kvikmyndum, trúðlistum, sporti, veðreiðum og
öðru þesskonar. Upp til sveita lesa menn meira. Yfir-
leitt má þó segja, að þekking almennings í Danmörku
um Island sje framar vonum, þó henni sje ábótavant í
mörgu. Að minsta kosti munu ómentaðir Danir, sem al-
drei hafa komið til íslands, vera viðlíka fróðir um ísland
einsog íslenzkir almúgamenn, sem aldrei hafa farið utan,
um Danmörku. Á íslandi hefi eg oft heyrt ýmislegt
skrítið um Danmörku og Dani, sem yrði of langt að
telja. Allir lærðir og leikir segja t. d. að Danmörk sje