Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 34
34
Landaþekking
breiðslu, nokkrir af mentuðu stjettunum lesa þær, ef þær
eru alþýðlega skráðar, en allur múgurinn sjer þær aldrei
og mundi heldur ekki kæra sig um að lesa þær.
Pað er vandaverk að þekkja aðrar þjóðir svo gagn
sje í, þeir sem ekki ferðast eiga allörðugt með að gera
sjer grein fyrir hinum mörgu fyrirbrigðum mannlifsins af
bókum einum. Hvað þekkjum vjer íslendingar til annara
landa og þjóða?, það er óhætt að segja að það sjé harla
lítið1). Oss veitir oft nógu örðugt, að kynna oss það
grandgæfilega sem næst er, þó vjer vitjum annara landa.
Margir stúdentar og embættismenn, sem dvalið hafa lang-
vistum í Kaupmannahöfn, þekkja t. d. mjög lítið til borg-
arinnar. Peir kynnast yfirborðslífinu, en vita fátt um
stjórnarfar bæjarins, hinar óteljandi stofnanir, verksmiðjur,
fjelagsskap og hina margbrotnu líknarstarfsemi. Pað er
nú ekki heldur hlaupið að því að kynna sjer rækilega
stóra borg, hún er eins og heill heimur með margvísleg-
um fyrirbrigðum verklegum og andlegum, sem aðkomu-
maður getur ekki komist í fullan skilning á nema með
töluverðri fyrirhöfn. Svo er fólkstjöldinn svo mikill og
störf manna og háttalag svo margbreytilegt. Á Norður-
brú einni í Kaupmannahöfn býr fleira fólk en á öllu ís-
landi. Nú er Kaupmannahöfn að eins borg í stærra
lagi, hverníg geta menn þá búist við að fá þekkingu um
stórbæi eins og London, Berlin, Paris, New York á fám
dögum, er menn dvelja þar á gistihúsum. Af þessum
*) Mikil vanþekking um önnur lönd, jafnvel um nágrannalönd vor,
kemur stundum í ljós í íslenzkum blöðum. Gott sýnishorn stóð nýlega í
»Tímanum« 28. janúar 1918; þ.nr er mjög villandi grein um »Hægri og
vinstri« á Norðurlöndum, hún skýrir alveg skakt frá stjórnmálaskoðunum
beggja þessara flokka. Það er hin mesta furða að höf. skuli ekki vera
betur að sjer, og að skólagenginn ritstjóri skuli taka slíka endaleysu í
blaðið. íslendingar kvarta rjettilega undan því, að íslenzk nöfn sjeu oft
bjöguð í útlendum blöðum og bókum, en í íslenzkum blöðum eru útlend
nöfn líka stundum skökk og skæld.