Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 34

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 34
34 Landaþekking breiðslu, nokkrir af mentuðu stjettunum lesa þær, ef þær eru alþýðlega skráðar, en allur múgurinn sjer þær aldrei og mundi heldur ekki kæra sig um að lesa þær. Pað er vandaverk að þekkja aðrar þjóðir svo gagn sje í, þeir sem ekki ferðast eiga allörðugt með að gera sjer grein fyrir hinum mörgu fyrirbrigðum mannlifsins af bókum einum. Hvað þekkjum vjer íslendingar til annara landa og þjóða?, það er óhætt að segja að það sjé harla lítið1). Oss veitir oft nógu örðugt, að kynna oss það grandgæfilega sem næst er, þó vjer vitjum annara landa. Margir stúdentar og embættismenn, sem dvalið hafa lang- vistum í Kaupmannahöfn, þekkja t. d. mjög lítið til borg- arinnar. Peir kynnast yfirborðslífinu, en vita fátt um stjórnarfar bæjarins, hinar óteljandi stofnanir, verksmiðjur, fjelagsskap og hina margbrotnu líknarstarfsemi. Pað er nú ekki heldur hlaupið að því að kynna sjer rækilega stóra borg, hún er eins og heill heimur með margvísleg- um fyrirbrigðum verklegum og andlegum, sem aðkomu- maður getur ekki komist í fullan skilning á nema með töluverðri fyrirhöfn. Svo er fólkstjöldinn svo mikill og störf manna og háttalag svo margbreytilegt. Á Norður- brú einni í Kaupmannahöfn býr fleira fólk en á öllu ís- landi. Nú er Kaupmannahöfn að eins borg í stærra lagi, hverníg geta menn þá búist við að fá þekkingu um stórbæi eins og London, Berlin, Paris, New York á fám dögum, er menn dvelja þar á gistihúsum. Af þessum *) Mikil vanþekking um önnur lönd, jafnvel um nágrannalönd vor, kemur stundum í ljós í íslenzkum blöðum. Gott sýnishorn stóð nýlega í »Tímanum« 28. janúar 1918; þ.nr er mjög villandi grein um »Hægri og vinstri« á Norðurlöndum, hún skýrir alveg skakt frá stjórnmálaskoðunum beggja þessara flokka. Það er hin mesta furða að höf. skuli ekki vera betur að sjer, og að skólagenginn ritstjóri skuli taka slíka endaleysu í blaðið. íslendingar kvarta rjettilega undan því, að íslenzk nöfn sjeu oft bjöguð í útlendum blöðum og bókum, en í íslenzkum blöðum eru útlend nöfn líka stundum skökk og skæld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.