Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 86
86
Frá Irlandi
O’Moore af Leix, hinn vandaðasti maður, gerðist foringi
uppreistarinnar. Enska þingið tók þessum tíðindum þegar
svo illa og óviturlega, að það gerði alt, sem það gat,
til þess að ófriðurinn yrði gjöreyðingarófriður. Eftir reikn-
ingi W. Pettys voru þá (1641) 1466000 manna á ír-
landi, en 1652 voru 616000 manna fallnir bæði fyrir
vopnum og af sulti og seyru; af þeim voru 504 000 írar,
en r 12000 Englendingar og Skotar. 1659 var mann-
fjöldinn á írlandi að eins um 500000 manna, og af þeim
voru 86000 Englendingar.
í ágústmánuði 1649 fór Cromwell sjálfur að fyrir-
skipun enska þingsins með her til írlands, og vann þá
fyrst Drogheda, bæ nokkurn á austurstönd Irlands, skamt
fyrir norðan Dyflinn. Ormond landstjóri Karls 1. Englands-
konungs hafði skipað þar setulið, um 3000 manna, og
voru það mest Englendingar. Peir gáfust upp eftir hrausta
vörn, er þeim hafði verið heitið greiðum; en er Crom-
well hafði náð borginni á sitt vald, ljet hann í fimm
daga höggva niður og drepa bæjarmenn, og var engum
hlíft, hvorki konum nje börnum, svo að alls ljetu þar um
4000 manna lífið. Eins fór Cromwell að í Vexford, sem
hann hertók í októbermánuði. Allar þessar aðfarir hans
voru þeim mun ljótari, þar sem hann var jafnan með
guðs orð á vörunum, og þóttist vinna þetta guði til veg-
semdar. Sló nú ótta á íra, og gáfust margar borgir
þegar upp.
Cromwell ætlaði sjer að »reka hina írsku uppreist-
armenn út í Atlantshafið* og »að gjöreyða athvarfi páfa-
trúarinnar og heiðninnar«. Kaþólskum mönnum skipaði
hann að fara »til Kunnakta eða til helvítis*. írland alt er
talið 20150000 enskar ekrur, og af þeim ljet Cromwell
gera upptækar 11000 000 enskar ekrur. Landsmenn þeir,
er lífi hjeldu í Ulster, Leinster og Munster, urðu að flytja
til Kunnakta eða til Clare, sem er næsta sýsla fyrir