Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. messaíBú- Ballett, leikur, Ijóðalest s“,o: ur og samtalspredikun Fjölskynjunarmessa fór fram í Bústaðakirkju í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Fjölskynjunarmessa er nýjung í messugerð hér á landi en að henni stóð starfshópur á vegum Skálholtsskóla og Kirkjurits- ins. Við upphaf messunnar sýndi leikmenntahópur frá Skálholts- skóla kirkjuleik en að því búnu var almennur söngur i kirkj- unni undir stjórn Odds Alberts- sonar. Þá var kirkjugestum boðið brauð. Áhugahópur um kvennaguð- fræði fjallaði um syndafallið og Örn Guðmundsson og Guð- munda Jóhannsdóttir sýndu ballett. Sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, sr. Bernharður Guðmundsson og sr. Heimir Steinsson fluttu samtalspredik- un. Á meðan á messunni stóð máluðu nemendur úr Handíða- og myndlistaskólanum á stórt veggspjald í kirkjunni margvís- leg tákn. Það vakti athygli við messuna að meirihluti kirkju- gesta var ungt fólk. -ELA Mikifl fjölmenni var samankomifl i Bústaðakirkju f gær eins og sjá'má á myndinni. Í bakgrunni sjást nemar úr Handifla- og myndlistaskólanum mála ástórt veggspjald. ^ \i * Breytingar á Þjóðleikhúsinu Sett upp lyfta fyrir fatlaða Nú er í ráði að gera umtalsverðar breytingar í Þjóðleikhúsinu í þágu fatlaðra. Er meðal annars fyrirhugað að setja upp lyftu í byggingunni. „Það fékkst leyfi fyrir hluta af fjárveitingu í þessu skyni í fyrradag,” sagði Svcinn Eir.arsson Þjóðleikhús- stjóri í viðtali við DV. „Frarn- kvæmdaáætlun liggur því ekki fyrir ennþá. En það er komið grænt Ijós á framkvæmdirnar, svo ég vonast til að hægt sé að hefjast handa við þetta mikla fyrirtæki á næsta ári.” Sveinn kvaðst sem minnst vilja tjá sig um framkvæmdirnar fyrirhug- uðu. Embætti Húsameistara ríkisins hefði átt hugmyndina að því að setja upp lyftu. Engin slík væri nú til fólksflutninga í byggingunni. Hug- myndin hefðu verið rædd í viðkom- andi ráðuneytum meðofangreindum árangri. Samkvæmt henni yrði sett upp lyfta, sem gengi milli fjögurra hæða. Með því móti gæfist hreyfi- hömluðum kostur á að kynna sér það sem til boða stæði í Þjóðleikhúsinu öllu. kjallaranum þar meðtöldum. Ekki náðist í Húsameistara ríkisins í gær, til að fá hjá honum nánari upplýsingar um framkvæmdirnar.JSS Listdans þeirra Guflmundu Jóhannsdóttur og Arnar Guðmundssonar vaktl verðskuldaða athygli. f lok messunnar gengu gestir til altaris. Á myndinni má sjá sr. Aufli Eir VII- hjálmsdóttur og dr. Gunnar Kristjánsson sem þjónafli fyrir altari. — DV-myndirS. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Fjörutíu kálflausar kýr Gunnar Bjarnason, ráðunautur, liefur loksins látið verða af því afl skrifa sina útgáfu af svonefndum Hóiamálum, en hann var skamman tíma skólastjóri á Hólum í Hjaltadal og var hrakinn úr starfi með heldur smánarlegum hætti, mest vegna þess afl þeir sem áttu afl hlífa honum réttu honum afleins pennann til undir- skriftar á afsögn. Er þessi þáttur í ævisögu Gunnars glöggur vottur um, hvernig fer fyrir mönnum, sem hafa of mikifl trausl á pólitískum stuðn- ingi i máli, sem var pólitískt frá upp- hafi. Úttekt á Hólastað, sem lá þó fyrir í landbúnaflarráfluneytinu í af- riti þann tima, sem Gunnar átti í sinu skólastióraUríAí ->J—! * j___vai uiuiei opnuo, og varla Ijóst fyrr en nú við útkomu á Líkaböng hringir, hver ósvinna það var fyrir Gunnar að þurfa að taka við staflnum i því ástandi sem hann var. Til viflbótar því sem talin var eyösla og óráðssia Gunnars kom svo upp- steytur nemenda, sem munu hafa talifl sér óhætt að taka þátt í leiknum, þegar Ijóst var afl engar varnir voru hafflar uppi fyrir hönd Gunnars, og Ijóst er afl hann skildi ekki þá hvert stefndi fyrr en um seinan. Auðvitað stendur Gunnar Bjarna- son jafnréttur eftir þessa orrahrífi, en aldrei þó réttari en nú, þegar bók hans um rnálið er komin út. Hún er lexía í stjórnmálafræði, og ætti afl kennast í skólum, eða a.m.k. dæmi dregin af henni, og hún er afl sinu leyti ekki minni pólitík en þær bækur, sem nú er verifi afi gefa út eftir merkilega menn á stjórnmála- sviðinu. Glöggt kemur fram að byggingar og búfénaflur á Hólum var í ólestri, þegar Gunnar kom þangað. Búið átti fjörutíu kýr, en þær voru allar kálf- lausar nema ein. í skápum og skotum voru lekabyttur af því lagnir í skóla- landbúnaðarráðherra eins og aflra ráðherra. Látifl var heita svo, að landbúnaðarráðherra sæti uppi með ómögulegan og eyflslusaman skóla- stjóra á Hólum, og þegar búist var við andsvörum komu engin. Það var allt í lagi á Hólum nema Gunnar. Þetta var slík einföldun, að jafnvel þeir sem stóðu afl árásunum gengu fram af hálfum huga, vegna þess að þeir bjuggust alltaf vifl skýringum, sem gátu orðið þungar í skauti. Þær komu aldrei frá andstæflingum. Gunnar var látinn fara, eins og til staðfestingar á því afl stjórnarand- staðan hefði rétt fyrir sér í öllum aflalatriflum, og má segja afl þar hafi önnur bönd haldið en þau sem áttu að halda Hólum saman. Hólamálið var einnig erfitt með- ferðar vegna þess að Gunnar er nú þannig maflur, að ekki er hægt að sækja að honum af pólitískri heift og hörku. Þafl voru þá einkum flokks- bræður hans, sem gerðú honum lífið leitt. Má vera afl bændasamtökunum hafi súrnað í augum afl fá þennan „galgopa” í landbúnafli að Hólum, þótt flestar tillögur hans í landbúnaði hafi nú komið fram með einum efla . tt Jt-« aa! E3______íl-í « ..í.i »/« oorum næm. t-n svo miHiu er visi, au aðförin að Gunnari kom mikið harð- ar niður á Hólum en skólastjóranum, og mun staðurinn ekki hafa náð sér enn eftir þann viðskilnafi, enda varla furða, því úttektin, þegar Gunnar kom, heyrir víst enn til meiriháttar rikisleyndarmálum. En þafl er gott þegar mál upplýsast þótl seint sé og þögull liefur Gunnar verifl úr hófi allan þennan tíma. Stjórnarandstaðan frá tima viðreisn- ar hefur dregið sig í hlé. Svarthöfði. husinu voru ónýtar. Frárennsli af cfri hæðum vall upp um eldhúsgólf í kjallara, og vegna vatnsaga mátti rífa sig með hníf í gegnum steypta veggi. Ekkert af þessu kom i Ijós meðan á málarekstri stóð og mátti því segja, að þeir sem hömuðust mest í málinu gegn Gunnari byggðu einungis á háif- sagflri sögu og er það hvergi gott. Svo stóðu mál að Framsókn barflist í stjórnarandstöðu gegn viðreisnar- stjórn og var auðvitað hvert tækifæri notað til að reifa óþurftarmál við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.