Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981.
33
Jólasteinn - Vfsnavinir:
Hressileg
jólalögá
smáskífu
Nýlega kom út smáskífa með fér
lögum úr Vísnavinum, heitir hún
Jólasteinn. Á henni eru tvö lög,
„Jól”, lag eftir Bergþóru Árnadótt-
ur, sem hún jafnframt syngur og
„Lítil saga um jólasteininn”, sem
Eyjólfur Kristjánsson syngur, textinn
er eftir Aðalstein Ásberg Sigurðs-
son.
Bæði eru lögin falleg og minnir hið
síðarnefnda óneitanlega á jólin, þar
sem klukknahljómur heyrist. Blokk-
flautusóló Gísla Helgasonar fellur
þar vel inn í. Þetta sama lag er þekkt
undir nafninu „Ég sá mömmu kyssa
jólasvein” og er því mjög gaman að
heyra nýja útsetningu á því.
„Jól” er sérstakt lag, að því Ieyti
að það er rólegt að undanskildum
'hressilegum kaflainni í því miðju.
Það er frekar hratt sungið og grípur
maður þvi ekki textann í fyrstu. Þetta
er Ijóð eftir Stein Steinarr. Finnst mér
endir á ljóði hans lélegur að kveikja í
stofunni og éta sóknarprestinn. Tel
ég það vera kost að textar fylgja með
plötunni.
Vísnavinir mættu gjarnan vinna að
stórri jólaplötu. Þessi smáskífa lofar
góðu. R.R.
EUfærin:
Geimsteinn
sendirfrá
sérnýja
ævintýra-
plötu
— Gylfi Ægisson semur
tónlist vid æ vintýri
H.C. Andersen
Út er komin ný hljómplata úr
ævintýraflokknum. Ævintýrið sem
nú er tekið fyrir er eftir H.C. Ander-
sen í nýrri og frábærri útfærslu.
Öll lög og textar eru eftir Gylfa
Ægisson en effektar og önnur til-
brigði eftir Þóri Baldursson. Margir
landsfrægir listamenn koma fram i
hinum ýmsu hlutverkum, m.a. Her-
mann Gunnarsson, Július Brjánsson,
Þórir Baldursson, Ingibjörg Björns-
dóttir, Gylfi Ægisson, Rúnar Júlíus-
son og fl.
Útgefandi er Geimsteinn, en Stein-
ar sér um dreifingu. Ernst Bachmann
hannaði umslagið.
Adam og maurarnir
Prince Charming—Adam and the ants:
Glysgjarnir maurar
Platan Prince Charming er þriðja
LP plata hljómsveitarinnar Adam
and the ants. Áður hafa komið út
plöturnar Dirk wears white sox, ágúst
’79 og Kings of the wild frontier,
ágúst ’80. Adam og maurarnir eins
og hún er kölluð hér á landi var
stofnuð árið 1978. Áður hafði Adam
Ant sjálfur eitthvað verið að gaufa
einn, en lítið sem ekkert gengið.
Jæja, það gekk heldur ekkert með
hljómsveitina heldur fyrr en í byrjun
PLÖTUR
ár» 1980 að Adam hitti Marco nokk-
urn Pirroni, fyrrum vin Sid Vicious
ög gítarleikara hljómsveitarinnar
Souxsie and the Banshees og þá
komst sú liðskipan á hljómsveitina
eins og hún er í dag, þ.e. Adam Ant,
söngur Marco Pirroni, gítar, Kevin
Monney, bassi, Merrick, trommur og
Terry Lee Miall, trominur.
'PIatan Kings of the wild frontier
fékk mjög góðar viðtökur, bæði i
Bretlandi sem og annarstaðar og var
lengi á vinsældalistum. Tónlistin á
þeirri plötu var samansett af ýmsum
stefnum, t.d. tónlist Apache indíána í
Ameríku og tónlist Zulu-negra í suð-
austur Afríku, en eitthvað virðast
Clint Eastwood og James Bond, sem
þeir Adam og Marco halda mikið
upp á, stigið þeim til höfuðs. Áhrif
indíána og Zulu-negra eru svo til
horfin, en í staðinn komin svona
vestra og njósna melódíur og spænsk
málmblásturstónlist. Allir textar eru
eftir Adam og öll lög eftir Marco,
semsagt, þeir eru alráðir.
Eins og áður fjalla textar Adams
um kynlíf og er það lofað óspart og
einnig að líta vel út og vera ekki
hræddur við að sýna hvað í hverjum
og einum býr og svo textar um hitt og
þetta og það venjulega. Heldur finnst
mér þeir vera farnir að ganga einum
of langt í glysgirninni og tónlist
þeirra hreint út sagt leiðinleg og tóm
vitleysa, fyrir utan sárafá Iög. Þeir
spila tónlist sina ágætlega en eru dá-
lítið einkennilegir, það gera án efa
trommusettin tvö. Lögin eru: The
scopios, Picasso visita el planeta de
los simios, Prince Charming (áður út
gefin á smáskífu), 5 guns west, That
voodoo, Stand and deliver (áður út-
gefin á smáskífu), Mile hig club,
Ant rap, Mowhok og S.E.X. Svo er
eitt aukalag sem er nýútsetning á lag-
inu Los rancheros sem var á plötunni
Kings of the wild frontier, en á því
má sjá að þeir eru eitthvað að dandal-
ast íHawai-tónlist.
Prince Charming er plata sem er al-
veg óhætt að sleppa, það eru fleiri
helmingi betri í verzlunum núna t.d.
stórgóðar nýjar islenzkar plötur.
TOUtmn«ottror,1m
\i\jWitWtn
iWÚ
Þið fáið jólagjöf veiði
mannsins hjá okkur
A\
m
rT'rtnvm*.'
Dafwa
MITCHELL
Grensásvegi 50 — 108 Reykjavík — Sími 31290
Miðvangi 41 — Hafnarfirði — Sími 52004
-
mm I®.. . i
m
I
I_________
® I
.
1| 1
Já gæöin sem þau háfa Sharp
myndsegulböndin eru alveg meö
eindæmum. Tökum til dæmis
þetta tæki Sharp Video 8300
sem hefur hvorki meira né
minna en 7 daga minni,
myndleitara þar sem
spójaö ér á tí- |j
földum hraöa,
og svo ótal
marga fleiri
hluti. ..
IIIIIIIX
□ 0 ö □□ □□□□□□□