Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON SF. ÚRA- & SKARTGRIPAVERZLUN BANKASTRÆTi 12 - SiMI 14007. Stækkarar í úrvaii, bæðí fyrir fít og svarthvht BESELER framköfíunarefni ANALYSER Framköfíunartankar Tímarofar FILMUR QG VELAR 5.F. Skólavörðustfa 41 — Sími 20255 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í smíði stagbúnaðar úr stáli. Verkið er hluti af byggingu 132 kV línu, Suðurlínu. Magn stáls um 83 tonn. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 21. desember 1981 og kosta kr. 100 hvert eintak. Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins fyrir kl. 14 föstudaginn 8. janúar 1982 og verða þar opnuð. Tilboð sé í lokuðu umslagi merkt „RARIK— 81030" eða póstlagt í ábyrgðarpósti merktum „RARIK—81030" sannanlega fyrir opnun tilboða. UFSJATNING Lffsjátning — Endunninningar Guðmundu Elfasdóttur söngkonu. Skráiott af lnB6H i Margeirssyni. Útgafandi: Iflunn. Þar hefur sögu, að Guðmunda rifj- ar upp sína fyrstu æviminningu. Minningu, sem hún á sameiginlega með svo mörgum öðrum börnum á íslandi. Heimilisfaðirinn ferst á sjó og fjölskyldan er svipt fyrirvinnunni. Og síðan er stiklað á fjölda atburða í lífi Guðmundu. Myndir væri líklega réttara að nefna lýsingar Guðmundu því að bókina í gegn er frásögnin ákaflega myndræn. Og það sem meira er — þar fyrirfinnst vart hend- ing út í hött. Allar litlu myndirnar falla saman í eina stóra mynd líkt og bitarnir smáu í myndþraut. Lýsing Guðmundu á atburðum og samferða- fólki er hispurslaus og að því er best verður séð, sannferðug. Atburðum sem Guðmunda segir frá er lýst á mjög svipaðan hátt hjá öðrum, sem atburðina upplifðu. Árásin á Shell- húsið er til að mynda gott dæmi um slíka lýsingu þar sem frásögn Guð- mundu virðist bera saman við frá- sagnir annarra af atburðinum. Ég minnist í því tilviki nýlegs blaðavið- tals við eitt af börnunum sem lifðu af mistakaárásina á Franska skólann á Friðriksbergi. Ein er sú lýsing Guð- mundu samt, sem mér þykir með ólíkindum. — Drykkjuskapur skip- verja á Gullfossi á siglingu haustið 1937. Það hefur löngum verið sagt að slíkur drykkjuskapur hafi alls ekki liaf'isi fyrr en í stríðinu. Arið þrjátiu og sjö var enn slegist um hvert pláss á millilandaskipum og menn umsvifa- laust reknir fyrir drykkjuskap á sigl- ingu milli hafna. En stríðið átti eftir að breyta því. Svo hafa að minnsta kosti menn sagt, sem sigldu á þeim árum. En svona eitt og eitt tilvik breyta engu um að frásögn Guðmundu er heillandi, hispurslaus og umfram allt skemmtileg. Hún dregur hvergi undan og dettur síður en svo í hug að fegra sjálfa sig eða upphefja á annarra kostnað. Bókmenntir Eyjólf ur Melsfed Mestur fengur er í þeim þáttum sem snerta söngferil Guðmundu. Ég man fyrst eftir að hafa heyrt hana á Syngjandi páskum og varð yfir mig hrifinn. (Var einfaldlega of uppnum- inn af þeirri stórkostlegu upplifun að sjá óperu til að hugsa út i hver væri hver á bak við gervin i Rigoletto og Guomunda Elíasdóttir. stend raunar við, að betri sýningu á Rigoletto en í Þjóðleikhúsinu á sinni tíð hafi ég enn ekki séð þótt miðað sé við frægari óperuhús.) En Guðmunda nýtur þeirrar sérstöðu að hafa getað skoðað sönglíf þessa tíma- bils frá sjónarhóli útlendingsins um leið og hún var einn þeirra söngvara, sem voru bara íslenskir. Hvergi hef ég séð það sett fram á napurlegri hátt, hvernig íslenskir söngvarar voru meðhöndlaðir allt fram undir þennan dag. Hvernig þeir voru sýknt og heilagt lítillækkaðir með því að fá út- lendum gestasöngvurum í hendur stjörnuhlutverkin meðan þeim var ekki treyst fyrir öðru en undirtyllu- rullum. Og svo bæði muna menn og hafa jafnvel hljóðritanir því til sönn- unar að þeir gátu sungið, ekki síður en aðrir, sem þekktari nöfn báru. Vert er líka að minnast að án þessarar lítillækkuðu söngvarakynslóðar, stundum uppnefndir „násöngvarar" vegna þess að þeir höfðu gjarnan jarðarfarasöng sér til lífsviðurværis, ættum við ekki þann söngvarablóma, sem er á landinu í dag. Þótt þeir hafi ekki verið nógu fínir til að syngja stjörnuhlutverkin á sinni tið gáfust ekki allir upp og þeirra merkasta starf liggur í kennslu. Það hefur sem- sé komið í ljós, sem margir raunar vissu, að þeir gátu miðlað nemendum sínum sama góða skólanum og hinir, þessir fínu útlendu, sungu. Það er ekki síður athyglisvert að fá að kynnast þeim lífsþætti Guð- mundu. Þ.e.a.s. kennslunni, var- færnum sporum á fjölunum á ný og árunum með Sverri. Þætti, sem Guðmunda Iýsir af sömu heillandi einlægni og hispursleysi og öðrum í lífshlaupi sínu. Þáttur Ingólfs Margeirssonar verð- ur ekki auðgreindur við Iestur þessar- ar heillandi bókar. Allan tímann er það Guðmunda, sem segir lifandi frá, án þess að vera nokkurn tíma skýrslukennd. Ingólfí tekst að draga upp mynd af Guðmundu með kost- um og göllum í trúverðugri frásögn af bóhemlífi, sem mörgum smáborg- aranum virtist víst erfitt að skilja, hvað þá að viðurkenna sem gott og gilt lífsform. Kannski eru það bestu meðmælin með verki Ingólfs að þess verður eiginlega hvergi vart að hann komi yfirleitt við sögu í gerð þessarar bókar nema á titilblaði og kápu. En Iíkast til hefur Ingólfur samt ekki ver- ið sér þess fullmeðvitaður að hann var að skrá fagurlega sungna ævi- serenöðu. Og söngurinn í þeirri serenöðu gefur ekkert eftir raunveru- legum söng Guðmundu eins og menn muna hann, meðan hann var og hét. -EM. Hugþekkar og f róðlegar minningar séra Jóns Skagan Jón Skagan: STING ANDISTRA Mtnningar af ýmsu tagi. PrantsmÍDJan Loiftur 1981. Séra Jón Skagan er iðinn við kolann þótt aldinn sé orðinn og sendir enn frá sér bókarkorn með minningum, að þessu sinni ,,af ýmsu tagi". Hann kailar kverið Slíngandi strá, svo að ekki er yfirlætinu fyrir að fara, gæti jafnvel bent til að um smámuni, sem teknir hefðu verið til handargagns, væri að ræða. Svo er þó raunar ekki þegar betur er að gáð, heldur er meginefnið útvarpserindier hann flutti fyrir nokkrum árum þar Bókmenntir Andrés Krístjánsson sem hanri rakti minningar frá menntaskólaárum. Þessi erindi þóttu fróðleg vel og haglegar frasagnir. Þegar hinum eiginlegu mennt- skólaminningum sleppir tekur við stutt einkar skemmtileg frásaga sem heitir „Bjarni frá Vogi og grískan", og er þó ekki allt grískt í henni. Þetta er skilrík smámynd af Bjarna og gott að Jón skyldi halda henni til haga. Frásögn um björgun frá drukknun í Markarfljóti 1927 er af öðrum toga en hin liðlegasta og mjög greinileg. Ferðasaga sem Jón Skagan ritar eftir Jennýju konu sinni um gönguför kvenna milli landsfjórðunga er dálítið óvenjuleg og um leið for- vitnikveikja, enda munþað varla hafa verið algengt, jafnvel fyrir hálfri öld, að ungar skólastúlkur færu gangandi sunnan úr Borgarfirði norður á Skaga. Þá er sagt frá strandi hollensks skips á Skaga 1908 og á- tökunum um rússneska drenginn við Ólaf Friðriksson í Suðurgötunni 1921. Það er ekki nýnæmi nema að því leyti, að séra Jón lýsir atburðum sem sjónarvottur svo að þetta má kalla trúverðuga heimild um þennan sögulega viðburð. Síðast í bókinni eru nokkrar hugþekkar fuglasögur, þar sem presturinn hefur gripið til nokkurra hrekkjabragða eftir kenningunni um að tilgangurinn helgi meðalið en hlotið ofurlítið samviskubit af. Þess- ar minningar mundu vel hæfa í dýra- sögusafni. Stingandi strá séra Jóns Skagan er engum óhollur lestur, og frásagnarhátturinn er svo nærfærinn og ylríkur að hann veitir lesanda rósama skemmtun, en auk þess er hér er um ágætan fróðleik að ræða, bæði um mannlíf fyrr á tíð og blæ- brigði daganna á langri ævi. -A.K. Jón Skagan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.