Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. 11 Englabamið Kristy McNichol Kristy McNichol er aðeins 18 ára en hefur þegar tekizt að komast á forsíðu tímaritsins Time. Hún byrjaði að leika í sjónvarpi 7 ára gömul og hefur haldið sig við þann fjölmiðil þar til nú. En eftir allt það hrós sem hún hefur fengið fyrir fyrsta stóra kvikmyndahlutverkið sitt má bú- ast við að sjá hana oftar á hvíta tjald-. inu. Myndin er Englabörnin og þar lék Kristy á móti hinni frægu táninga- stjörnu, Tatum O’Neil. Sagt er að Tat- um hafi þarna alveg horfið í skuggann af Kristy. Táningastjörnur eru nú mikið tizkufyrirbrigði í Bandarikjunum en bakgrunnur Kristy McNichol er þó töluvert frábrugðinn bakgrunni þeirra Kristy McNichol. IfLaJCita. Rafmagns- handverkfæri tiljólagjafa, ótrúlega hagstœtt verð. paiH| ÞÚRP SlMI bieoo ArmOlati stallsystra hennar, Brooke Shields, Jodie Foster og Tatum O’Neil. Móðir hennar var aðeins 22 ára gömul er hún skildi við föður hennar og stóð unga konan þá ein uppi með 3 ung börn á framfærisinu. Hún fékk vinnu sem ritari en drýgði tekjurnar með því að taka að sér auka- hlutverk í kvikmyndum. Hún hafði Kristy og eldri bróður hennar, Jimmy, oft með sér í kvikmyndaverið og fyrir börnin var það stórkostlegur ævintýra- heimur. Verðiauna- leikkona Börnin voru ekki nema 7 og 8 ára> gömul er farið var að nota þau í auglýs- ingamyndum og síðan hefur Kristy haldið sig við sjónvarpið. Móðir henn- ar var henni snjall ráðgjafi og tókst brátt að ná mjög góðum samningum fyrir hana. En eftir leik sinn í Englabörnunum hefur tilboðunum rignt yfir Kristy og fá kvikmyndahúsagestir brátt að sjá hana í aðalhlutverki i myndinni The Night The Light Went Out ln Georgia. Mynd- in er byggð á söngtitli og meðleikarar Kristy eru Dennis Quaid og Mark Hamil. Sá síðarnefndi er þekktur fyrir hlutverk sitt í Star Wars. Jimmy og Kristy hafa líka sungið inn á plötur, en það er tvimælalaust innan kvikmyndanna sem hæfileikar Kristy njóta sín bezt. Hún hefur þegar hlotið Emmy verölaunin fyrir sjónvarpsleik og nýtur hún aðdáunar margra frægra leikara eins og t.d. Burts Reynolds, sem hefur krafizt þess að engin nema Kristy leiki dóttur hans í mynd sem nú er í undirbúningi og á að heita The End. Enn einu sinni hefur SHARP komið heiminum á óvart. Nú með þessum frábæra plötuspilara, með innbyggðu kassettu- og útvarpstæki. Þú setur plötuna í plötuspilarann, upp á rönd, og plötuspilarinn sér um aðspila hana báðum megin. Þú snýrðsem sagt plöt- unni aldrei við og ferð betur með hana þar að auki. SHARP plötuspilarinn endurspilar líka sama lagið fyrir þig ef þú vilt, einu sinni eða oftar. Þetta er það sem við köllum hárfína gæðatækni, sem stenst engu snúning. og spilar hana uppá rönd VZ-BOOOH aGL*. hljómtækjadeild KARNABÆR HVERFISGÖTU 103. SÍMI 25999 LAUGAVEGI 66, SÍMI 28766

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.