Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 8
„Vindum víndum vefjum band" í Handíð er bæði mikið og gott úrval vandaðra vef- stóla frá Lervad, Bergaa og Normalo. Alltfrá litlum borðvefstólum, sem eru heppilegir fyrir aldraða og sjúkraþjálfun, til fullkominna gagnbindingarstóla með allt að 140 sm vefbreidd og 12 sköftum. Höfum einnig myndvefstóla með 100 sm vefbreidd en getum útvegað með stuttum fyrirvara myndvefstóla með allt að 240 sm vef- breidd. ítarlegir leiðbeiningabæklingar fylgja stólunum okkar. Bjóðum einnig vefgrindur með og án skila og skeiðar og skyttur fyrir bandvefnað, auk allra ann- arra nauðsynlegra fylgihluta. DAGBLADID& VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. Utlönd Útlönd Útlönd t Varsjá safnaðist fólk saman og hrópaði ökvæðisorð að hermönnum þegar þeir umkringdu háskölabygginguna i brynvotð- um bilum. Mynd þessi var tekin i byrjun siðustu viku og er ein af fáum sem borízt hafa frá Póllandi eftir að herlögin tóku gildi. Pólskur sendiherra sótti um hæli „Get ekki átt samneyti við yf irvöldin pólsku," segir hann. 200 taldir hafa látið lífið í mótmælaaðgerðum í Péllandi HANDIÐ Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 29595 Sendiherra Póllands í Bandaríkjun- um hefur leitað hælis þar sem pólitisk- ur flóttamaður. Sakar hann ráðamenn í Varsjá um að heyja „grimmilegt og ómanneskjulegt stríð" gegn hinni pólsku þjóð. Romuald Sapsowski hefur verið veitt hæli. Sagði hann í gær að hann hefði lagt niður embætti í mótmælaskyni. — Hann er fyrsti háttsetti' austantjalds- embættismaðurinn sem flúið hefur til Vesturlanda í rúm þrjú ár. Þoldi ekkihand' töku Walesa „Striðsástand hefur verið vakið í Póllandi og ég get ekki þagað yfir því," sagði hinn 61 ars gamli sendiherra. — , ,Ég get ekki átt neitt samneyti við yfir- völdin sem bera ábyrgð á þessari grimmd. Hræðileg nótt myrkurs og þagnar hefur nú lagzt yfir land mitt," sagði hann. Fordæmdi hann herlögin sem hann sagði kalla fram ógnarstjórn án for- dæmis. Það varðaði níi dauðarefsingu, ef Pólverji mætti ekki til starfa. Herliði Roccoco-sófasett Sérstakt jólatilboð. Ath. aðeins örfá sett til afgreiðslu fyrir jól Húsgagnaverslunin, Síðumúla 4, sími 31900 væri beitt til áhlaupa á verksmiðjur og félagar í Einingu handteknir hvar sem til þeirra næðist og hvort heldur væri á nóttu eða degi. Kvaðst sendiherrann hafa tekið ákvörðun sína um að flýja þegar hann hefði frétt að leiðtogi Einingar, Lech Walesa, hefði verið handtekinn og haldið gegn vilja sínum. — Honum runnu þó einnig til rifja þjáningar þeirra þúsunda Pólverja sem nú eru í „fangelsum, fangabúðum og úti á víðavangi, án matar, án upphitunar eða skjóls, jafnvel í þessum frostum." Um200taldir Hggja ívalnum Heryfirvöldin í Varsjá segja, að sjö manns hafi látið lífið í mótmælaað- gerðum gegn herlögunum. Pólska kirkjan fullyrti í gær að ekki færri en 200 hefðu verið drepnir í átökunum við herfiokka. Sænska útvarpið, sem byggir sínar upplýsingar á viðtölum við ferðafólk og landflótta Pólverja, ætlar mannfallið i kringum 200 manns. Jóhannes Páll páfi sendi einkaerind- reka sinn, Luigi Poggi erkibiskup, til Póllands í gær til að kynna sér ástandið og færa honum skýrslu um þróunina. — Samtímis skoraði Jozef Glemp, erki- biskup í Póllandi, á landa sína að forðast allar blóðsúthellingar. Herinn segir að á 95% allra vinnustaða sé verið við eðlileg störfj Var tilkynnt, að sums staðar í landinu yrði útgöngubanni afiétt. Misjafnar sögur Tass-fréttastofan sovézka sagði í gær að hryðjuverkamenn Einingar hefðu unnið spellvirki á Ziemovitnám- unni í Katowice-héraði þar sem verka- menn og aðallega námamenn hafa löngum verið uppreistargjarnir. — Ferðamaður, sem kom til Vínar í gær frá Varsjá, hafði aðra sögu af sama máli að segja. Sagði hann að Ziemovit- náman hefði lokazt vegna verkfalls, strax þegar herlögin voru leidd í gildi. Hefðu námamenn búið um sig í nám- unni og héldu herflokkum í skefjum. Tass sakaði í gær Bandaríkin um að hlutast í innanrikismál Póllands. Var sagt að Washingtonstjórnin legði að bandamönnum sinum á Vesturlöndum að fylgja sinni stefnu gagnvart Póllandi. Reagan Bandaríkjaforseti hefur lýst mestum hluta ábyrgðarinnar á hendur Sovétstjórninni vegna atburðanna í Póllandi. Hefur hann varað hana viði alvarlegum afleiðingum þess, ef innrás yrði gerð í Pólland. Reagan hefur af- numið efnahagsaðstoð Bandaríkjanná við Pólland. Einn af aðalráðgjöfum Jaruzelskis forsætisráðherra sagði við bandaríska sjónvarpsfréttamenn í gærkvöldi, að hann gæti ekki ímyndað sér Pólland án Einingar þegar núverandi ástandi linnti. Wieslaw Gornicki gaf einnig til kynna, að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af öryggi Walesa. — ,,Það er mikið undir honum sjálfum komið en ég get varla ímyndað mér að honum verði nokkurt meín gert." FrostíFIórída 10 gráða frost var í Tallahassee í Flórída í gær, 7 stiga frost í Jacksonville og 2 stiga frost í Miami. Eru ibúar hins sólríka Flórída lítt vanir slíkri kuldatíð. „Við vorum vanir að segja að slíkt gæti hent sig einu sinni á öld,"" sagði forstjóri eins af appelsínufyrirtækjum Flórída. ,,En við fengum frost '78, '79 og í byrjunþessaárs". Um 80% af appelsínurækt Bandaríkjanna er í Flórída en mestur hluti hennar fer í fram- leiðslu appelsínusafa. — Kannast íslendingar við sýnishorn af henni, eins og tropicana og f lóridana. — Kvíða menn því að frostin muni spilla uppskerunni að þessu sinni. Tvöfalt sjóslys Óttazt er um enskt bjðrgunarskip sem var á leið til hafnar í ofsaveðri eftir björgun fjðgurra manna úr skips- strandi við suðvesturstfönd Englands á laugardagskvöld. Sjö lík hafa verið heimt úr greipum hafsins en níu er saknað til viðbótar. Átta manna áhöfn björgunar- bátsins, allir sjálfboðaliðar, höfðu bjargað fjórum manneskjum af Union Star, 1400 smálesta skipi sem var í jómfrúrferð sinni á leið frá Hollandi til írlands. — Af átta manns á Union Star varð fjórum ekki bjargað vegna veður- ofsans og haugabrims. Union Star var aðeins tíu daga gamalt skip. Nýsmíðað í Danmörku. Um borð í því höfðu verið, auk áhafnarinnar, eiginkona skipstjórans og tvær dætur þeirra sem voru að koma úr orlofsferð til Suður-Afríku. Meðal hinna drukknuðu sem fundizt hafa, var skipstjórafrúin. Þetta er mesta sjóslys Breta í rúm 20 ár. 1959 fórst önnur átta manna áhöfn björgunarbáts. í bænum Mousehole á Cornwall ríkti mikil sorg í gær, því að litil von er til þess að nokkur hafi komizt lífs af björgunarbátnum. Björgunar- mennirnir láta þar eftir sig tólf börn. — Annar björgunarbátur með átta sjálf- boðaliðum var á leið þangað í gær- kvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.