Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 21
21 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. mm Alltum íþróttir helgarinnar 15 ára Skaea- maður með ..boðskort” frá frægum knatt- spvmuliðum Glasgow Rangers, Liverpool, Feyenoord, Anderlecht og Lokeren hafa áhuga á Sigurði Jónssyni Sigurður Jónsson, hinn ungi og efnilegi 15 ára unglinga- landsliðsmaður i knattspyrnu frá Akranesi, kom heim frá Skotlandi í gær, þar sem hann æfði með Glasgow Rangers um vikutíma. Sigurður fer aftur til Glasgow 29. desember og verður hann þá hjá Rangers í viku. — Ég kunni mjög vel við mig hjá G/asgow Rangers, sagði Sigurður í stuttu spjalli við DV í gærkvöldi. Sig- urður sagði að forráðamenn félagsins liefðu boðið honum samning sem hann afþakkaði — ætlar engan samning að skrifa undir fyrr en að vei athuguðu máli. — Ég hef fengið boð um að koma til annarra félaga, sagði Sigurður, en Liv- erpool, Feyenoord, Anderlecht og Lok- eren hafa boðið honum að koma til æf- inga hjá sér. — Eg hef hug á að fara utan næsta sumar og kanna aðstæður hjá þessum félögum. Ég fer ekki utan fyrr en ég er búinn með grunnskóiann næsta vor, sagði Sigurður. Erlend knattspyrnufélög hafa nú fengið augastað á ungum íslenzkum kanttspyrnumönnum. Þess má geta, að Lokeren hcfur boðið 14 >ára pilti frá Vestmannaeyjum — Elíasi Friðgeirs- syni að koma til Belgíu. -SOS. íþróttir Knötturinn hafnar i markinu hjá Kristjáni Sigmundssyni eftir vitaskot Gunnars Gislasonar. Sigurmark KR. DV-mynd Friöþjófur. KR skoraði sigurmarkið eftir að leiktíma lauk Æsispennandi viðureign KR og Víkings í 1. deild handknattleiksins í gærkvöld í Laugardalshöll ,,Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Hann opnar deildina upp á gátt. Það er langt siðan KR hefur sigrað Viking á íslandsmótinu og ég vona að KR-liðið verði tekið alvarlega eftir þcnnan sigur. Það munaði þó litlu að við misstum þetta niður eftir að hafa náð tveggja marka mun. Það var sál- fræðilega mikilvægt fyrir okkur að sag- an ge^n FH i Hafnarfirði endurtók sig ekki. Eg hafði trú á þvi fyrir leikinn að við gætum sigrað Víkinga. Höfum legið yfir myndsegulböndum af leikjum þeirra til að finna ráð til að stöðva flétt- ur þeirra. Það tókst oft og sigurinn var að mínu mati sanngjarn,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, . eftir að lið hans hafði sigrað íslands- meistara Víkings i handknattleiknum í æsispennandi leik á fjölum Laugardals- hallarinnar i gærkvöldi. Þar var hart barizt, ekki að sama skapi alltaf góður handknattleikur, og KR skoraði sigur- markið úr vitakasti eftir að leiktíma lauk. Þegar rúmar fjórar min. voru til leiksloka virtist stefna i öruggan sigur KR. Staðan 18—16 en á stuttum tíma tókst Heimi Karlssyni að jafna fyrir Víking f 18—18 úr hraðaupphlaupum. Allt á suðupunkti á vellinum eins og meðal áhorfenda. Tvær min. eftir KR í sókn. Missti knöttinn þegar tæp min- úta var eftir og allt i einu blasti Víkings- sigur við. En þeir glopruðu knettinum klaufalega frá sér, KR-ingar brunuðu upp og gifurleg barátta við vítateig Vikings. KR-ingar reyndu markskot en knötturinn fór i varnarvegg Vfkings. Hrökk til Hauks Geirmundssonar, sem brauzt inn á línu. Brotið á honum. Vitakast og úr þvi skoraði Gunnar Gíslason nitjánda mark KR. 19—18. Þetta er annar tapleikur Víkings í mótinu nú eftir að hafa leikið tvö síðustu leiktímabil án taps. KR og Þróttur hafa einnig tapað tveimur leikj- um en FH stendur bezt að vígi, hefur tapað einum leik. Það var strax mikið fjör í leiknum. Oft góður handknattleikur en líka mikil mistök. Spennan setti nokkuð svip sinn á leik beggja liða. KR skoraði tvö fyrstu mörk leiksins á tveimur fyrstu mín. Víkingur jafnaði í 2—2 eftir sex mín. Síðan jafnt 3—3, 4—4 og 5—5. Þá varði Brynjar Kvaran, mark- vörður KR, víti frá Þorbergi Aðal- steinssyni en Víkingar létu það ekki á sig fá. Komust í 7—5 um miðjan hálf- leikinn. Höfðu möguleika til að auka þann mun. Fóru illa að ráði sínu og Haukur Ottesen var þeim erfiður. Skoraði þrjú mörk og eftir 20 mín. var orðið jafnt, 8—8. Víkingur komstaftur tveimur mörkum yfir, 11—9, en Alfreð Gíslason skoraði síðasta markið í fyrri hálfleiknum fyrir KR úr viti. 11—10 fyrir Víking í hálfleik. Tveimur vikið af velli KR-ingar byrjuðu s.h. einum færri — Hauk Ottesen hafði verið vikið af veli — en tókst samt að jafna i 11—11. Síðan jafnt 12—12 og Þorbergi vikið af velli og dæmt vítakast. Kristján Sig- mundson, bezti maður Víkings í leikn- um, varði frá Hauki Geirmundssyni. En rétt á eftir var Steinari Birgissyni vikið af velli og Víkingar voru þá tveimur færri. KR komst yfir, 13—12, en Guðmundur Guðmundsson, bezti útispilari Víkings, jafnaði í 13—13. Kristján varði aftur víti. Nú frá Alfreð og hinum megin var Gísli Felix Bjarna- son í miklum ham. Varði glæsilega hvað eftir annað. Spennan í hámarki. Jafnt 14—14 og 15—15 en þegar rúmar 5 min. voru eftir hafði KR náð tveggja marka for- ustu, 17—15. Víkingar minnkuðu mun- inn, 17—16, en Haukur Geirmundsson svaraði fyrir KR,18—16. Lokin æsi- spennandi eins og áður hefur verið lýst. Markverðirnir, Brynjar og Gisli Felix, voru beztu menn KR í leiknum en mikið jafnræði með útispilurunum. Alfreð tekinn úr umferð allan leikinn og slapp litt úr þeirri gæzlu. Gunnar bróðir hans og Haukarnir tveir tóku þá upp merkið. Gífurleg barátta í KR- liðinu allan leikinn.. Víkingsliðið náði sér aldrei verulega á strik — meiri mistök en maður er vanur að sjá i þeim herbúðum. Mestu munaði að Þorbergur og Páll Björg- vinsson vorú langt frá sínu bezta. Vörnin oftast sterk og markvarzla Kristjáns mjög snjöll. Mörk KR skoruðu Haukur Ottesen 5, Haukur Geirmundsson 4, Gunnar 4/1, Alfreð 2/2, Friðrik Þorbjörnsson og Konráð Jónsson, sem lék sinn fyrsta leik í langan tíma, eitt hvor. Mörk Vík- igns skoruðu Guðmundur 6, Þorbergur 4, Sigurður Gunnarsson 3, Heimir 2, Steinar, Ölafur Jónsson og Árni Ind- riðasoneitt hvor. Dómarar Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Olsen. KR fékk fimm vitaköst, Víkingur aðeins eitt, sem ekki var nýtt. KR-ingar nýttu þrjú. Tveimur leik- mönnum KR var vikið af velli, Alfreð og Hauk O. í tvær mín. hvorum. Vík- ingar fengu oft að fjúka út af, Hilmar Sigurgíslason, Steinar og Árni í tvær min. hver, Þorbergur í fjórar og í lokin fékk Árni rauða spjaldið. Það segir nokkra sögu. -hsim. AXEL RAUF100 MARKA MÚRINN þegar Dankersen lagði Werden að velli, 21-19 Það varð mikill fögnuður í íþrótta- höllinni i Minden þegar Axel Axels- son og félagar hans hjá Dankersen mættu Werden. Jólasveinninn kom i heimsókn og kynnti hann ieikmenn fyrir leikinn og þá Axel Axelsson sér- staklega, þar sem hann þurfti aðeins að skora eitt mark til að komast i 100 mörk. Axei var tekinn úr umferð strax í byrjun leiks og komust leikmenn Werden yfir 2—0 áður en Axel skor- aði (2—1) úr vítakasti — við mikinn fögnuð áhorfenda. 100. markið hans varð staðreynd. Axel lét ekki þar við sitja, bætti sex mörkum við og Dank- ersen vann góðan sigur 21—19. Axel hefur nú skorað 106 mörk í 2. deildarkeppninni í V-Þýzkalandi. -sos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.