Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 30
30 DAGBLADID & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. NÝJA DANSKA megrunaraðferðin sem skrifáð er um í „Vik- unni" 17. des. '81, fæst aðeins á eftirtöldum útsölustöðum. STÓR REYKJAVIKURSVÆÐID: Sfe^. Árbæjarapoteki, Háaleitisapóteki, SS Glæsibæ, SS Austurveri, Ásgeiri, Efstalandi, Ásgeiri, Tindaseli, Kjörvali, Mosf., Nesvali, Seltj., Laugarnesapóteki. Vörðufelli, Kóp., Víði, Síarmýri, Vfðí, Austurstræti, Kjötmiðstöðinni, Kaupgarði, Kop., Breiðholtskjörij Borgartwlðrnni Kóp., Heilsuhusinu, Skólavörðustíg 1B, LANDSBYGGÐIN: Stjörnuapóteki, Akranesapóteki, Vestmannaeyjaapóteki, Siglufjarðarapóteki, Apóteki Austurlands, Seyðisfirði, Borgarnesapóteki Akurey rarapóteki, Blönduósapóteki, Ölfusapóteki, Nesapóteki, Neskaupstað, Ljósbaðstofunni Sóleyju, Keflavík, Heilsuhorninu, Selfossi. Póstkrafa: Posthólf 631,^1, Sími 31710—31711. DECIMIN-umboðið á fslandi Menning Menning Menning Kr. 495,- Kr. 295,- Kr. 265,- Nýjustu tízkulamparnir á ótrú- lega hagstœöu veröi. CORUS Hafnarstræti 17 — Simi 228S0 Sórvorzlun með ai'ofavörur. GLORIA slokkvitæki JOLAG.IOF, SEM VIT ER I. OPIÐ LAUGARD. ÍUÍÍ <ÍV|ifIIII 17*1*1.1 /1\T % SIMI: 1 33 81 Úr kvikmyndlnni Útlaginn. Eins og alvöru-bíó Indriði G. Þor»t»ln«»on: ÚTLAGINN Byggt á Gf»la sögu Súruonar PranthúsW 1981. M bl». Það er undarleg hugmynd, sem stundum hefur heyrst fleygt að und- anförnu, að bíómyndir eftir fornsög- um geti með einhverjum hætti komið í staðinn fyrir sögurnar sjálfar. Enn kyndugra væri þó hitt, ef einhver skyldi láta sér detta það i hug, að endursögn slikrar kvikmyndar í bók, kvikmyndasaga sem svo er nefnd, geti að sínu leyti leyst fslendingasögu af hólmi á meðal einhverra lesenda. Til slíkra nota er bók eins og Útlag- inn satt að segja verri en ekki neitt. Þetta breytir engu um það að bókin um Útlagann, aukin mörgum myndum úr bíómyndinni, er sjálegur minjagripur um hina sögulegu kvik- mynd. Og vel má hafa gagn af bók- inni ef menn vilja til dæmis rifja upp efnisatriði bíómyndarinnar eftir á og huga nánar að úrvinnslu hennar úr frásagnarefni Gísla sögu. En eftir eðli sínu er bókin einungis endursögn eftir endursögn, prýdd í mesta lagi fáeinum stílblómum af hálfu höfund- ar. Kvikmyndin sjálf, Útlaginn er á hinn bóginn allt annað og meira en endursögn fornsögunnar: hún er tilraun til nýsköpunar úr efnivið hennar, umsköpunar hans í öðru frá- söguformi. í lifandi myndum. Það er auðvitað deginum ljósara að slík endurgerð og umsköpun er margvíslegum vandkvæðum háð, öðrum en þeim er varða beinlinis hina myndrænu úrvinnslu efnisins. Eitt er málfar slíkrar myndar, orð- ræöa fólksins á tjaldinu. Útilokað virðist að sækja allan texta orðréttan í söguna, enda yrði slík bíómynd því sem næst þögul. En hætt er við að hitt þættu ekki góðir kostir heldur, að semja þann textaauka sem til þarf í einhvers lags heimatilbúnum forn- sagnastíl, eða þá færa alla orðræðu til nútímamáls. „Hneit þar," sagði Vésteinn. Hvað gæti hann annað sagt? Eða þá Ingjaldur í Hergilsey — ætti hann að fara að tala eins og alþingismaður eða verkalýðsbrodd- ur? í Útlaganum er farinn eftirtektar- verður meðalvegur. Þar er mikill hluti orðræðunnar tekinn beint og óbeint eftir sögunni og flestar fleygu setningarnar viðhafðar, en það sem þarf til viðbótar er að mestu á ein- földu daglegu máli. Nú er svo sem ekki viðhaft neitt óþarfa málæði í kvikmyndinni, samtalsstillinn er alveg hæfílega stuttaralegur. Samt virðast ýmsir setja fyrir sig hafið sem óneitanlega er á milli þess fornlegasta og nýlegasta í málfari kvikmyndar- innar, og satt er það, að miklu munar á einstökum setningum og oröfæri. Að visu má meta þetta úr öfugri átt: við að horfa á myndina fannst mér eiginlega undravert hvað nýtt mál og gamalt samþýddist þar þrátt fyrir augljósan tímamun. Hvað sem smekksatriðum líður um einstök orð- svör og leikatriði sýndi sig sem mestu skiptir, að unnt er að semja með þessu móti alveg leikhæfan texta. Slika hluti sem þessa er auðvitað unnt að skoða í bókinni. En að visu ber sitthvað í milli kvikmyndar og kvikmyndasögu. í bókinni koma fyrir efnisatriði úr sögunni sem sleppt er í myndinni, og myndin tekur upp stöku efnisatriði úr sögunni sem bókin sleppir. Æskilegra hefði verið að sagan fylgdi myndinni alveg ná- kvæmlega eftir að þessu leyti, tæki ekki til annarra frasagnarefna en myndin nýtir og birti alla orðræðu úr myndinni. Hitt skiptir þó meira máli að í bókinni er svo sem engin.. tilraun gerð til að fylgja fram myndrænum frásagnarhætti, endursegja bíómynd í texta, og gerir'hún sig að því skapi háða frásagnarhætti, og raunar orð- færi sögunnar sjálfrar, langt umfram kvikmyndina. Kvikmyndasaga verður áreiðanlega þá þarflegust ef hún reynir að endursegja, endurgera í texta sem mest af öllu efni bíómynd- ar. tia Bókmenntir OlafurJónsson Eftir margra manna smekk er Út- laginn besta islenska bíómyndin til þessa. Fyrir mína ^parta varð ég í fyrstu spenntur, rétt eins og á alvöru- bíó, og siðan beinlinis hrifinn af því að horfa á myndina. Það hefur ekki komið fyrir mig áður á islenskri bió- mynd þótt maður horfði á þær með áhuga. Með allri respekt sagt. Þar fyrir getur maður vel gert sér grein fyrir því að Útlaginn felur í sér fjarska mikla einföldun á efni Gísla sðgu. Mestu skiptir raunar að sú ein- földun tekst. Hér er sögð tiltölulega einföld hetjusaga, um hina gervilegu hetju sem gæfan bregst og fellur með sæmd, áherslan öll á lýsingu hetjunn- ar og afdrifum hennar. Nokkuð til í því sem menn höfðu í flimtingum eftir frumsýninguna, að Útlaginn væri fyrsta íslenska káboj-myndin,, tilraun að semja þjóðlegan „norðra". En það er auðvitað ljóst hve skammt þessi aðferð nær til „túlkunar" á sögunni sjálfri, og öld- ungis ótækt að líta svo á að Útlaginn geymi einhvers konar forskrift þess hvernig gera eigi myndir eftir forn- sögum. ' Það má vitaskuld .hugsafsér inarg- víslegar kvikmyndir eftir til dæmis' Gísla sögu. Ein mundi leggja mest upp úr sálfræðilegu og kynferðislegu efni hennar og allri forneskjunni í sögunni, sambandi systkinanna, Gísla, Þórdísar, Þorkels, sín í milli, og þyrfti þá að taka til upphafs hennar í Noregi. Af hverju er Gísli allur i þvi að drepa kærasta systur sinnar og spillir meira að segja hjú- skap fyrir henni út yfir gröf og dauða? önnur legði meira upp úr sögulegu og félagslegu raunsæi og þrautaferli útlagans. í slíkri mynd væri ekki sleppt dóminum yfir Gísla á þingi, þar væri lýst þjóðfélags- háttum og valdabaráttu, og þar mundi Gísli og hans fólk til dæmis eldast eins og annað fólk. Og þannig mætti áreiðanlega lengi telja. En líklegt er að til slíkrar kvik- myndar þyrfti miklu meiri reynslu, vald á miðlinum en enn er til að dreifahérá landi. Mestu skiptir að Útlaginn tekst allvel eftir sinni tilætlun, falsar ekki frásagnarefniðþótt hún einfaldi það. Hún stendur ágætlega undir sér sem fyrsta atlaga að mikils háttar efni. Og áreiðanlega verða fornsögur óþrot- legt viðfangsefni, fjárhagsleg og list- ræn ögrun til frambúðar, ef kvik- myndagerð á framtið fyrir sér hér á landi. Mestu skiptir að hún tekst í raun og veru sem bíómynd, sjónræn frásögn sem heillar og hrífur mann með sér. Hún er alveg ágæt fyrir okkur. En eftir er að sjá hvort ótví- ræðir verðleikar hennar hrökkva til fjár og frama erlendis. Það er að skilja að Otlaginn þurfi beinlínis á umtalsverðum tekjum af erlendum markaði að halda til að standa undir tilkostnaði. Og þetta er enn sem fyrr óleystur vandi kvik- myndagerðar hér á landi: hvernig á hún að komast á legg ef heimamark- aður ber ekki uppi frumkostnað af myndunum? Hitt er sjálfsagt rétt hugsað að einmitt efniviður fornsagna er líklegstur til að gera ís- lenska kvikmynd útgengilega út í frá — á markaði kvikmynda en ekki bara kvikmýndahátíðum. f því felst hin fjárhagslega ögrun. Hitt er annað mál hvort biógerð fornsagna er af listrænum ástæðum brýnasta við- fangsefni kvikmyndagerðar hér á landi, nú eða framvegis. Nú geta allir fjárfest — hlutarfrá kr. 250,- til kr. 5000,-. Greiðið inn á verðtryggðan reikning í Iðnaðarbankanum, nr. 41090. STÁLFELAGIÐ, SIMI 16565.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.