Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR21. DESEMBER 1981. Neytendur Neyíendur Neytendur Neytendur Skatan fyrir heilagan Þoriák Nú er að snúa sér að skötunni fyrir heilagan Þorlák. Við höfðum samband við nokkra fisksala í bænum og höfðu allir sömu sögu að segja að nóg er til af skötunni. Kostar kílóið krónur 33.- Flestir borða skötuna soðna með kartöflum og; hamsatólg. En þeir sem eru að vestan vilja líklega helzt vestfirzkan-, hnoðaðan mör með skötunni sinni. 1 tveimur fiskbúðum, þar sem við átt- um tal við fisksalana, var til vest- firzkur mör. Það var i Sæveri við' Háaleitisbraut og Fiskmiðstöðinni, Fellagörðum og sjálfsagt finnst mörinn á fleiri stöðum. Þó að það hafi færzt i aukana að fólk snæði skötu á Þorláksmessu, er ekki víst að Mörgum þykir skata herramanns matur. margir þekki skötustöppu, jú auðvit- að Vestfirðingar. En skötustappan er lostæti með rúgbrauði og smjöri. Hvernig væri að reyna? Þið bræðið hnoðaðan mör, þennan að vestan, setjið út í hann örlítið vatn, soðnar kartöflur og soðna skötu. Hrærið eða stappið öllu vel saman. Setjið síðan stöppuna i jólakökuform eða skál og þar harðnar hún. Skerið síðan kökuna í sneiðar og borðið með rúgbrauði og smjöri. Þetta er öndvegis matur. Og þó að lyktin komi óþægilega við lykt- artaugar viðstaddra þegar skatan er soðin og mörinn bræddur, gleymist hún við fyrsta bita. -ÞG. KÆSTOG ÞURRKÆST SKATA ÍSÆBJÖRGU Meira um skötuna. Þegar við höfðum samband við Guðmund Óskarsson fisksala hjá Sæbjörgu kom í ljós að hann • selur bæði venjuiega kæsta skötu og eins þurrkæsta skötu. Sú siðasttalda er þurrkuð og kæst en ekki söltuð. Kílóið af þurrkæstu skötunnni í Sæbjörgu kostar kr. 30,- og venjulega kæst skata kostar aðeins kr. 24,- sem er niu krónum ódýrara en annars staðar. Hvers vegna spurðum við Guðmund Óskarsson? „Þegar skötuhátiðin gengur í garð viljum við gjarnan að fólk eigi völ á því að fá a.m.k. eina máltið í kringum jólin ágamla verðinu." -ÞG. Þegar kaupin hafa faríð fram, er fólki ráðlagt að geyma jólatrén á köUum stað. Og sólarhring áður en tréð er sett innistofuerþaðlagtibleytieðasprautaðyfirþað. DV-mynd/FH GEYMIÐ JÓLATRÉÐ Á KÖLDUM STAÐ —og vökvíð það vel þegar það er sett upp Nú eru flestir farnir að huga að jólatréskaupum, hafi þau ekki þegar verið gerð. Eins og áður eru nokkrar tegundir jólatrjáa á boðstólum á mis- munandi verði. DV leitaði til Land- græðslusjóðs til að grennslast fyrir um þessi mál. Samkvæmt upplýsingum sem þar fengust eru nú einkum þrjár teg. jólatrjáa fáanlegar. Fyrst skal nefna rauðgreni, sem mikið eru keypt. Meðaltré er 1.50—1.75 metra hátt og kostar 210 krónur. Allra stærstu trén kosta 320 krónur. Furutrén eru einnig mikið keypt. Kosturinn við þau er sá, að þau fella ekki barrið. Trén kosta í venjulegri staerð 270 krónr, en verðið er annas á bilinu 180—420 eftir stærð. Þynur eða eðalgreni er einnig mikið keypt. Þessi tegund fellir ekki barrið og er eftirsótt fyrir þær sakir. Gallinn er hins vegar sá, að eðalgrenið er all- iniklu dýrara en fyrrnefndu tegundirnar. Kostar 1.50—1.75 m tré 630 krónur, sem þýðir að það er meira en helmingi dýrara en fura og rauðgreni. Hæstu eðalgrenitrén kosta 890krónur. Loks er hægt að fá sitkagreni „á rót", sem kallað er. Tréð'er þá lifandi í potti. Méðalstærð kostar 270 krönur. Jólatrén eru yfirleitt innflutt frá Dannmörku, en þó er einnig hægt að fá íslenzk tré, er flutt hafa verið úr Þjórsárdal, Haukadal og SkorradáL Von er á sendingu af jólatrjám frá Hallormsstað. Margir eru í vafa um hvernig bezt muni að geyma jólatré þessa dagai sem eftir" eru til jól'a. Eangbezt er að géyma þau á köldum stað, annað hvort úti á svölum eða i bílskúrnum. Sólarhring áður en tréð er sett upp, á að taka það inn. Þá þarf helzt að leggja það í bleyti eða sprauta yfir það. Með því móti getur tréð drukkið i sig raka um leið og það er að þiðna. Þegar það er sett upp, er gott að saga neðan af bolnum. Þá myndast nýtt sár, er auðveldar trénu að sjúga í sig vatn íir fætinum. Fyrstu sðlar- hringana þarf svo að athuga vel, að alltaf sé nóg vatn í jólatrésfætinum. Tréð þarf nefnilega heilmikla vökvun, meðan það er að taka hita- breytingunum, sem er fyrstu þrjá sólarhringana eftir að það hefur veriðtekiðinn. -JSS. Valborg litta kominijólak/óiinn, sem kostar 360 krónur. VALBORG UTLA VELUR JÓLAKJÓUNN Vöruúrvalið í verzlunum höfuð- borgarinnar er aldrei fjölbreytt- ara en nú fyrir jól. Börnin sem flest verða stóreygð yfir glæstum leikföngum og öðru sem hugurinn girnist, láta sig dreyma stóra drauma. Sum hver rölta á milli verzlana og verða stóreygðari eftir því sem fleira ber fyrir augun og óskalistinn lengist. Fæstir fá allar sínar óskir og drauma uppfyllta um jólin, en það sakar ekki að láta sig dreyma, ekki kostar það peninga. Tæplega fjögurra ára gömul hnáta, Valborg Karlsdóttir, á sinn óskalista, á honum er jólakjóll. Við vorum henni samferða um daginn er hún fann það sem henni líkaði. Hún valdi kjól í verzluninni Sísí við Frakkastíg, bómullarkjól með beru- stykki og pífum. Svo bíður hún spennt eftir mjúkum pakka á aðfangadagskvöld. -ÞG. I eldhúsinu Heilagfiski með aspargus Til að gefa mönnum nokkra hug- mynd um matreiðslubók Kristínar Gestsdóttur, 220 gómsætir sjávar- réttir, birtum við hér eina uppskrift úi henni. Uppskriftin er valin af handahófi. Heilagf iski með aspargus handa 6—8 1 kg heilagfiski safi úr einni sitrónu salt/pipar 1 hálfdós niOursoOinn aspas í bitum (helzt grænn) 20 g srnjör til að setja saman við aspassoOifl 1/2 tsk. basuíkum (krydd l'æst víöa) 2 msk. smjör eOa smjörliki 2 msk. hveiti soO af fiskinum + aspassoð l/2dlrjómi. 1. Skerið uggana af fiskinum, hellið sjóðandi vatni yfir roðið og skafið vel. 2. Hellið sítrónusafa yfir sneiðarnar, stráið á þær salti og pipar, látið bíða í 10—15 mínútur. 3. Smyrjið eldfast fat. sneiðarnar á fatið. Leggið 4. Bræðið smjörið, bætið soðinu af aspasnum og basilíkum út í og hellið yfir sneiðarnar. 5. Setjið Iok á fatið eða stingið þvi inn í steikarpoka og sjóðið í heitum bakarofni (eða mínútugrilli) í 15—20 minútur. 6. Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í það, þynnið með soðinu af fiskinum og búið til uppbakaða sósu. Setjið aspasinn út í sósuna og hitið vel. Hellið siðan sósunni yfir fiskinn. Meðlæti: Soðnar kartöflur, með klipptri steinselju (persille).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.