Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 5
DAGBLADID& VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. i bófcinni Nýi kvennafræðarinn er safnað 6 einn stað upplýsingum um rétt ungra mæðra gagnvart tryggingastofnun og dómsvaldi, auk þess sem fjallað er itariega um heilsufræðilega hlið máisins. Nýi kvennaf ræðarinn, handbök með upplýsingum um konur og fy rir konur: „INNSTU KRÓKAR OG KIMAR KYEN- LÍKAMANS EKKERT EINKAMÁLLÆKNA" —hópur kvenna hef ur staðfært bókina og bætt í hana upplýsingum um rétt kvenna „Með þekkingunni eflist áhugi okkar og virðing fyrir okkur sjálfum. Með því hafa ekki bara læknarnir og elskhugarnir vitneskju um okkar innstu króka og kima." Þannig segir í nýrri bók, Nýja kvennafræðaranum, sem út kom í síðustu viku. Þessi bók er að mörgu leyti merkileg. Hún er handbók um allt sem snertir og viðkemur konunni og líkama hennar. Á feimnislausan hátt er fjallað um lík- ams- og líffærabyggingu konunnar. Greint er frá sjúkdómum sem henni einni viðkemur, svo sem ýmsum gerðum krabbameins. Þá er i bókinni fjallað um þungun, fróðleikur um tíðahringinn, getnaðar- varnir, fóstureyðingar, meðgöngu og fæðingu. Loks er fjallað um viðkvæmt skeið konunnar — breytingaskeiðið — og ítarlega er fjallað um mál eins og nauðganir og klám, þar sem talin er þörf á endurskoðun rikjandi hugsunar- háttar. Hugmyndin að Nýja kvennafræðar- anum er sótt til Danmerkur. 1975 kom bók út þar, sem nefnist „Kvinde kend din krop". í upphafi var ætlunin að þýða þá bók með lítils háttar breyting- um en raunin varð önnur. Bókin er öll staðfærð og með íslenzkum myndum eftir hóp íslenzkra kvenna. Meðal þess sem er að finna í bókinni eru upplýsingar um rétt kvenna gagn- vart hinu opinbera, s.s. i sambandi við barnsburð, almannatryggingar, dóms- vald, félagslega aðstoð, læknishjálp og svo frv. Það er Mál og menning sem gefur bókina út og kostar hún 247 krónur. Þess má geta að bókin er ekki síður fyrir unglingsstúlkur en konur á efriárum. -IHH/ELA. Seffoss: TVENNTFLUTT ÁSJÚKRAHÚS — eftir harðan árekstur Harður árekstur varð á Eyrarbakka- vegi um kl. fimm á laugardag. Fólks- bifreið ók þar aftan á kyrrstæðan bil- aðan bil með þeim afleiðingum að öku- maður og farþegi slösuðust nokkuð. Voru þau flutt á sjúkrahús til aðgerða. -ELA. HJALPARKOKKUWNN KENWOOD chef Verð kr. 3250.- (Gengi saí/si) með þeytara, hrærara, hnoðara, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er ávallt fyrirliggjandi úrval auka- hluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluafhýðari, dósahnífur ofl. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD CHEF eHEKlAHF Laugavegi17Q-172 Sími 2124Q Dómar gagnrýnenda um sögu Jónasar Jónassonar EINBJÖRN HANSSON „Engri annaiTi lík..." „Jónas Jónasson hefur með þessari bók sent frá sér skáldsögu, sem að formi er engri ann- arri lík, í hinum þegar allstóra hópi fslenskra skáldsagna..." Guömundur G. Hagalln I Morgunblaðinu. „Ég hygg að márgir muni lesa þessa fyrstu skáldsögu Jónasar sér til gamans og jafnvel gagns". Illugi Jökulsson I Tlmanum. „Fyrsta skáldsaga Jónasar Jónassonar er óvenjuleg saga og aðlaðandi á sinn furðulega hátt. Persóna hennar á kannski fá skyldmenni I (slenskum bókum, en ég er ekki frá því að Ein- björn sé skyldur mörgum okkar samt". Silja Aðalsteinsdóttir. „Og smátt og smátt þokast sagan fram, án alls flausturs, sem vænta mátti, en öruggt, mark- visst aó lokapunkti... Jónasi tekst þetta vel — og sagan öðlast ris, Ijúfa fegurð ..." Kristján frá Djúpalæk I Degi. Jónas Jónasson fer beinllnis á kostum I ímyndunum Einbjörns ... Þessi fyrsta skáld- saga Jónasar Jónassonar er skemmtileg af- lestrar, notaleg og einlæg. Áfram Jónas". Gunnlaugur Ástgeirsson I Helgarpóstinum. JJ Engri annarri lík. íí tgfVAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.