Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESF.MRHR 1981. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Kolbrún Haraldsdóttir: Ég kaupi yfir- leitt nokkuð margar bækur fyrir jólin. En ég hef enga ákveðna tölu í huganum. Ég leitast aðallega eftir að kaupa bækur eftir innlenda höfunda. Vegna atburðanna íPóllandi: Rússar líöa ekki mann- réttindi af Vigfús Hjartarson: Ég hef nú bara ekki hugmynd um það. Þær verða þó nokkuð margar í ár. Að öðru jöfnu kaupi ég nær eingöngu bækur eftir íslenzka höfunda. Valgerður Hilmarsdóttir: Ég er ekki búin að ákveða hvað ég mun kaupa margar. Ég býst þó við að ég kaupi fáeinar. Hvað kaupir þú margar bækur fyrir jólin? Eggert Eggertsson: Ég býst við að ég kaupi svona 3 til 4 bækur, þá aðallega unglingabækur fyrir sjálfan mig, t.d. Frank og Jóa og svoleiðis. Elínborg Sigurðardóttir: Eg er nú ekki búin að ákveða hvað ég kaupi margar. Ég býst þó varla við að það verði undir 10 bókum. Margrét Eggertsdóttir skrifar: Eftir að hafa lesið ummæli Jóns Múla Árnasonar í DV hinn 15. des. sl. um Póllandsmálin varð ég fyrst agndofa. Er svona lagað virkilega til á íslandi enn þann dag í dag? Er það ekki einkennilegt með stalínismann og nasisma Hitlers hvað þeim er sameiginleg dýrkun á foringjanum og stefnunni? Þetta verður sannkölluð ofsatrú og áhang- endur þeirra bregðast nákvæmlega eins við, sé á þá deilt, þeirverja ,,trú” sína meira af kappi en hyggjuviti. Það vantar heldur ekki stóryrðin hjá Jóni Múla er hann lýsir pólsku þjóðinni: „Kaþólskar gagnbyltingar- sveitir, auðvaldsagentar og ruslara- lýður” — eða heldur hann e.t.v. að „auðvaldsagentarnir” standi klukkutímunum saman í biðröðum til að afla sér lífsnauðsynja? Staðreyndin mun hins vegar vera sú að hinir „frelsuðu”, þ.e. þeir sem eru á réttum stöðum í flokknum, líða engan skort, heldur hinn almenni Pólverji. Þannig er nú hið fagra þjóðlíf í Póllandi undir stjórn kommúnistaflokksins. Eða veit Jón Múli ekki að hástig kapitalismans er kommúnisminn þegar ríkið er orðið að auðvaldinu og fáeinir misvandaðir menn halda stjórnartaumunum í járngreipum. Mér þykir verst til þess að vita að þjóðin skuli þurfa að sitja uppi með heilaþveginn stalínista eins og Jón Múla í Ríkisútvarpinu og væri kannski ráð að nokkrir velviljaðir menn hæfu samskot til að borga honum fyrir að koma þar ekki nálægt. Það væri penmganna virði að kosta Jón Múla til „fyrirheitna landsins” með því skilyrði að hann yrði þar um kyrrt. Hitt er svo annað mál að hafi Jón Múli einhvern tíma verið góður útvarpsmaður, sem ég ætla ekki að draga í efa, er hann nú orðinn illskiljanlegur og hvimleitt er líka að hlusta áeilífar athugasemdir hans við það sem hann er ráðinn til að lesa í útvarpið. Hygg ég svo að á þessum síðustu og verstu tímum væri hollara fyrir Jón Múla að snúa sér til annars guðs en Stalíns. „Það væri peninganna virði að kosta Jón Múla til „fyrirheitna landsins” með þvi skilyrði að hann yrði þar um kyrrt,” segir Margrét Eggertsdóttir. Við Blöndu heitir þessi teikning eftir Sigurð Thoroddsen. Hún er á forsíðu bæklings sem Rafmagnsveitur ríkisins létu gera til þess að kynna virkjunarhug- myndir við Blöndu. — reymð að komast að samkomulagi sem fyrst Guðríður Friðriksdóttir skrifar: Ég vil leiðrétta þann misskilning sem látinn hefur verið í ljós í fjölmiðlum að aðeins einn ibúi Bólstaðarhlíðarhrepps hafi tekið já- kvæða afstöðu með Blönduvirkjunarsamningi. Hrepps- nefnd tók neikvæða afstöðu áður en almennur sveitarfundur var haldinn. Hreppsbúar hafa ekki greitt atkvæði um málið. Benda má á að fyrir tæpu ári var farið með undirskriftarlista um hreppinn, þess efnis að skorað var á hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps að ganga að samningaborði um Blönduvirkjun með jákvæðu hugar- fari. Undir þennan lista skrifuðu 49 íbúar hreppsins og náðist þó ekki til allra. Er því ljóst að heildarafstaða hreppsbúa liggur ekki fyrir. Við vitum öll að til að uppfylla kröfur nútíma þjóðfélags, sem fara sívaxandi, þarf orku í einhverju formi. Er eitthvað hagkvæmara en að virkja okkar eigin auðlindir? Þar sem Blanda er talin hagkvæmasti virkjunarkosturinn sem nú er I boði hvet ég eindregið til virkjunar Blöndu. Reynið að komast að sam- komulagi sem fyrst um hagkvæmasta virkjunarkostinn. neinu tagi Friöarsinni skrifar: Jólin nálgast óðum og við erum upptekin af hversu mikið skal kaupa af þessu eða hinu; hve miklu við ætlum að eyða í jólagjafir. í hnot- skurn sagt veltum við því fyrir okkur hvernig við eigum að ráðstafa gnægð okkar. Tjáningarfrelsi, hver kyns mannréttindi, hlýtt húsnæði, lúxus- LesencJur Franzisca Gunnarsdóttir matur og annar munaður eru orðin okkur hversdagsleikinn sjálfur og alltaf heimtum við meira. Á sama tíma er fólk myrt af fá- dæma hrottaskap í löndum eins og E1 Salvador fyrir það eitt að vilja vera til og víða um heim berst fólk við hungurdauðann. Það sveltur til bana á meðan við gerum upp við okkur hvort við ætlum að hafa rjúpur, gæs eða kalkún áaðfangadagskvöld. Algjört persónufrelsi og fullkomið tjáningarfrelsi þykir jafnsjálfsagt og loftið sem við öndum að okkur og vitanlega ætlumst við til þess að það sé fullkomlega tært. Þessu sinni eru það Pólverjar, aðþrengdir í örvæntingu sinni, sem hafa gefizt upp á kúgun og arðráni; miskunnarlausu ofbeldi þjóðar sem gasprar hæst um „frið” og „heims- valdastefnu”. Um þessi jól geisa vígahnettir og glundroði dauðans og enn eitl þjóðarmorðið blasir við; enn ein „Ungverjalandsfrelsun”. í ljósi und- angenginna atburða í Póllandi hafa flestir búizt við að holskeflan dyndi á Pólverjum fyrr eða síðar, því Rússar líða ekki mannréttindi af neinu tagi, en ekki er hún síður hrottaleg fyrir það. Það er makalaust að rússneski björninn skuli áratug eftir áratug ganga sinn tryllta og frumstæða berserksgang, berjandi niður alla lífs viðleitni blóðugum hrömmum, og samt skuli finnast menn — jafnvel á íslandi — sem styðja villidýrið. Kristín Svanhildur Hjálmtýsdóttir: Ég kaupi iðulega nokkuð margar bækur fyrir jólin, þá aðallega til þess að gefa sem jólagjafir. Ég kaupi frekar íslenzkar bækur en erlendar. Það er nauðsynlegt að styðja við bakið á íslenzkum iðnaði! HVAÐ VERÐUR UM MANNLÍFSSÍDUNA? spyr lesandi sem saknar hennar Sigga skrifar: Við sameiningu Visis og Dag- blaðsins var sagt að allir liðir úr báðum yrðu í nýja blaðinu. En þegar ég fletti DV sé ég hvergi mannlífssíðuna eins og hún hefur verið í Vísi um nokkurn tíma. Mér fannst hún vera bezti þátturinn í blaðinu og langar mig til þess að fá að vita hvort ekki eigi að hafa mannlífssíðuna í DV. Svo þakka ég fyrir gott blað. Svar ritstjóra: Við þökkum Siggu bréfið. Allar slíkar ábendingar um efni blaðsins eru vel þegnar frá lesendum. Mann- lífssíða undir heitinu „mannlíf” og „fólk” hefur reyndar verið í DV en það er rétt að það efni hefur verið á hrakhólum, eins og annað efni, vegna mikils auglýsingaflóðs nú fyrir hátíðarnar. Þetta stendur þó til bóta og ætlun- in er að koma til móts við sjónarmið Siggu strax eftir áramótin rneð góðri opnu um mannlíf og fólk, jafn inn- lent sem erlent. Ritstj. „Blanda er talin hagkvæmasti virkj- unarkosturinn” Vegna ummæla Jóns Múla Árnasonar um atburðina í Póllandi: „ER SVONA LAGAÐ VIRKILEGA TIL A ÍSLANDIENN ÞANN DAG í DAG? ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.