Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 28
28 DAGBLADID&VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Þetta var mikilvægur sigur —sagði Jiirg Berger, þjáNari Diisseldorf, eftir að lið hans sigraði Duisburg 2-0 — Þetta var geysilega mikilvægur sigur fyrir okkur og við munum mæta tvíefldir til leiks eftir áramót, sagfli Jurg Berger, þjálfari Fortuna Diissei- dorf, eftir að Atli Eðvaldsson og félag- ar hans höfðu lagt Duisburg að velli 2—0 i Diisseldorf. Það var Thomas Allofs sem skoraði bæði mörk liðsins — á 61. og 92. mín. Atli Eðvaldsson lék með. Honum tókst ekki sð skora þrátt fyrir tvö mjög góð marktækifæri. Leikmenn liðanna áttu erfitt með að fóta sig á isilögðum Fiorentina í ef sta sæti Fiorentina skauzt upp í efsta sætið i 1. deildinni itölsku í gær, þegar liðið sigraði Napoli 2—0 á heimavelli. Á sama tima gerðu Inter og Juventus jafn- tefli, 0—0, í Milano. Þau lið voru efst fyrir umferðina. Roma sigraði Como 2—0 og náði stórliðunum að stigum. AC Milano gengur ekki vel. Tapaði í gær á útivelli, 2—0, fyrir Avellino. Þá var mjög óvænt að Torno tapaði á heimavelli fyrir Catanzaro, 1—2. vellinum. Það var erfitt fyrir knattspyrnumenn að leika í V-Þýzkalandi vegna þess hvað vellir þar voru slæmir — isilagðir og voru sumir leikmenn eins og beljur á 'svelli. Það þurfti t.d. að fresta leik Kaiserslautem og 1. FC Köln á elleftu stundu og voru leikmenn Köln mjög óhressir eftir að hafa ferðazt í sex tíma til Kaiserslautern í langferðabíl. Þeir sögðu að vitað hefði verið áður en þeir lögðu af stað frá Köln að leiknum yrði frestað og þeir hefðu því lagt á sig 12 tíma þreytandi ferðlag, fram og til baka, að óþörfu. Aðeins 4 þús. áhorfendur sáu Bayern Mtlnchen leggja Bochum að velli i Múnchen. Það var Udo Horsmann sem skoraði mark Bayern á 74. mín. og var það sannkallað heppnismark, knöttur- inn fór í tvo varnarleikmenn Bochum áður en hann hafnaði í netinu. Frank Mills tryggði Borussia Mönch- engladbach jafntefli 1—1 gegn Darm- stadt á 74. mín. eftir að Bodo Mattern hafði skorað fyrir heimamenn. Úrslit urðu þessi í Bundesligunni á laugardaginn: Darmstadt-Mönchengl. 1 — 1 Dússeldorf-Duisburg 2—0 Bremen-Stuttgart 2—2 Leverkusen-Bielefeld 2—2 Dortmund-Núrnberg 3—1 Bayern—Bochum 1—0 Leikmenn Stuttgart náðu að tryggja sér jafntefli (2—2) í Breman á elleftu stundu því að Bremen hafði yfir 2—0 þegar 17 min. voru til leiksloka. Erwin Kostedde og Rigobert Gruber skoruðu fyrir Bremen en þeir Walter Kralsch og Karl-Heinz Föster skoruðu fyrir Stutt- gart. Manfred BUrgsmöller átti stórleik með Dortmund sem lagði Núrnberg að velli — 3—-1. Hann skoraði fyrsta mark Dortmund og lagði síðan upp mörk fyrir Votava og Rolf Rllssmann. Warn- er Heck skoraði fyrir Núrnberg. Ditmar Demuth misnotaði víta- spyrnu fyrir Bayern Leverkusen gegn Bielefeld. Wöge og Norðmaðurinn ökland skoruðu fyrir Leverkusen, en þeir Hupe og Schock fyrir Bielefeld. -Viggó/-SOS. Staðan er þessi i Bundesligunni : Köin 16 10 4 2 34—12 24 Bayern 17 11 2 4 38- -26 24 Mönchengl. 16 7 7 2 30- -24 21 Bremen 17 8 5 4 29- -28 21 Hamburg 15 8 4 3 42- -19 20 Frankfurt 17 9 2 6 45- -32 20 Dortmund 17 7 4 6 28- -21 18 Bochum 16 5 6 5 27- -25 16 Braunschw. 16 8 0 8 26- -26 16 Stuttgart 17 5 6 6 22- -26 16 Kaiserslaut. 16 4 7 5 33- -33 13 Dússeldorf 16 4 5 7 25- -32 13 Leverkusen 16 4 5 7 21- -33 13 Núrnberg 17 5 3 9 25- -35 13 Darmstadt 17 3 6 8 20- -38 12 Bielefeld 16 3 5 8 16- -25 11 Karlsruhe 16 4 3 9 24—34 11 Duisburg 17 4 2 10 23—41 10 Hætturað kippa mér upp við ákvarðanir Csernai! — segirÁsgeir Sigurvinsson — Ég er hættur að kippa mér upp við ákvarðanir Pal Csernai þjálfara — það er ekki mikið hægt að taka mark á hon- um, sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem mátti sætta sig við að verma vara- mannabekkinn hjá Bayern Múnchen þegar liðið lék gegn Bochum á laugar- daginn í Múnchen. Ásgeir var í byrjunarliðinu daginn fyrir leikinn en nokkrum klukkustundum fyrir leikinn gegn Bochum, tilkynnti Csernai — að Ásgeir væri ekki með í byrjunarliðinu. — Það þýðir ekkert að vera að svekkja sig heldur að bíta á jaxlinn og grípa hvert tækifæri sem maður fær, sagði Ásgeir. -sos. Tveggja stiga for- usta hjá Barcelona —eftir sigur á Real Madrid í gær Barcelona sigraði Real Madríd 3—1 á heimavelli í 1. deildinni á Spáni í gær. Náði við sigurinn tveggja stiga forustu 1 1. deildinni. Úrslit urðu annars þessi: Gijon-Cadiz Castellon-Betis Barcelona-R. Madrid Racing-Bilbao Sociedad-Osasuna 2—1 0—0 3—1 1—3 1—0 Atl. Madrid-Espanol Sevilla-Valencia Hercules-Zaragoza 1—0 2—0 0—1 Staða efstu liða: Barcelona Sociedad R. Madrid Zaragoza 16 11 3 2 46—14 25 16 10 3 3 31—16 23 16 10 2 4 28—16 22 16 8 4 4 23—20 20 Tueart illa slasaður — Beattie hættur Dennis Tueart, enski landsliðs- kappinn hér á árum áður, meiddist svo illa I leik Man. City og Sunderland á laugardag að hann mun ekki leika meira á þessu leiktímabili. Jafnvel talið að hinn 32ja ára fram- herji, sem verið hefur aðalskorari Dennis Tueart — fjarvera hans veikir lið Man. City mikið. City að undanförnu, verði að leggja skóna á hilluna. Kevin Beattie, enski landsliðs- maðurinn hjá Ipswich áður fyrr, hefur orðið að hætta knaltspyrnunni vegna alvarlegra meiðsla í hné. „Beattie er bezti leikmaðurinn í sögu lpswich,” sagði Bobby Robson, stjóri félagsins, í gær, þegar tilkynnt var að Beattie gæti ekki leikið framar. Mjög sterkur varnarmaður, sem skoraði mikið af mörkum, en síðustu árin hefur Kevin Beattie átt við þrálát meiðsli að stríða. hsím. Man. City tapaði fyrir botn- liði Sunderland á heimavelli — en Everton fór létt með Englandsmeistara Aston Villa — Oldham í annað sætið f 2. deild Vetur konungur réð enn nær alveg rikjum á Bretlandseyjum á laugardag. Aðeins sjö deildaleikir háðir á Englandi og fjórir á Skotlandi. Tveir leikir í 1. deildinni ensku, báðir i Lancashire á upphituðum völlum Everton og Man. City. Þá var einnig leikið í Bolton og Oldham, útborgum Manchester, i 2. deildinni. Leikmenn Man. City höfðu möguleika á að nálgast mjög forustuliðin í 1. deild, þegar þeir fengu neðsta liðið, Sunderland, í heimsókn. En það fór á aðra leið. Sunderland sigraði mjög óvænt og skoraði tvívegis á síðustu 10 mín. leiksins í 2—3 sigrinum. Annar útisigur Sunderland á leiktímabilinu. Stan Cummins skoraði eina markið í fyrri hálfleik fyrir Sunderland. Það var á síðustu mín. hálfleiksins. í byrjun síðari hálfleiksins náði City sér vel á strik. Trevor Francis skoraði tvivegis á 47. og 57. mín. En það nægði ekki. Nýliðinn Barry Venison kom inn sem varamaður hjá Sunderland og jafnaði með annarri spyrnu sinni í leiknum, að sögn fréttamanns BBC á Mine Road. Hins vegar segir í fréttaskeyti Reuters að Gary Rowell hafi skorað markið. Rétt í lokin skoraði Venison svo sigur- mark Sunderland og 29.462 áhorfendur voru sem lamaðir á áhorfendasvæðun- um. Heldur betur óvænt eftir mikla sig- urgöngu Man. City síðustu vikurnar. Úrslit í leikjunum á laugardag urðu annars þessi: 1. deild Everton-Aston Villa 2—0 Man. City-Sunderland 2—3 2. deild Bolton-Charlton 2—0 Chelsea-Blackburn 1 — 1 Oldham-Orient 3—2 3. deild Bristol Rov.-Carlisle 0—1 Við sigurinn komst Carlisle í efsta sæti deildarinnar. 4. deild Torquay-Port Vale 0—1 Englandsmeistarar Aston Villa tapa1 og tapa. Áttu litla möguleika gegn Everton á laugardag. Mortimer og McNaught enn meiddir, Peter Withe í leikbanni og Gary Shaw var nú settur úr liðinu. Verið slakur að undanförnu. Aðeins skorað eitt mark i siðustu 11 leikjum Villa. Meiðsli einnig hjá Ever- ton, McMahon ekki með en í stað hans lék ungur Skoti, Allan Irwine, og átti frábæran leik. Eftir aðeins 8 mín. fékk Everton vítaspyrnu. Leikmenn Villa mótmæltu svo stíft að ekki var hægt að taka spyrnuna fýrr en tveimur mín. siðar. Alan Evans bókaður fyrir mótmæli. Trevor Ross tök vítaspyrnuna. Spyrnti yfir markið. Það leið þó ekki á löngu þar til Everton náði forustu. Mick Lyons skallaöi í mark á 21. mín. eftir hornspyrnu Paul Lodge. Talsvert hvasst — og kalt — og í síðari hálfleik lék Villa undan vindinum. Það breytti engu. Everton gaf tóninn nær allan leikinn. Peter Eastoe átti hörkuskot í þverslá áður en hann skoraði síðara mark Liverpool-liðsins á lokaminútu leiksins. Lið Aston Villa nú aðeins skuggi þess liðs, sem varð Englands- meistari í vor. Neville Southall, markvörður frá Bury, sem stjóri Everton, Howard Kendall, keypti, þegar hann tók við liði Everton, fyrstu kaup hans, var valinn í liðið í stað Jim Arnold og átti prýðileg- an leik. Arnold var keyptur frá, Blackburn I sumar. Everton-liðið var annars þannig skipað: Southall, Stevens, Ratcliffe, Lyons, Higgins, Kendall, Ross, Lodge, Irvine, Eastoe og Sharp. McBridge varamaður en kom ekki inn á. Aston Villa. Rimmer, Swain, Gibson, Evans, Blake, Bremner, Covans, Bullivant, Donovan, Geddis og Morley. — Noel Blake er tvítugur blökkumaður frá Jamaíka. Lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu, sterkur strákur. Terry Bullivant var keyptur frá Fulham fyrir 2—3 árum. Lék sinn sjöunda leik með aðalliðinu. Áhorfendur 16.538. Meðaltal Everton 23.136. f 2. deild komst Oldham í annað sæti með sigrinum á Orient. Það var ekki auðveldur sigur. Orient hafði yfir I hálfleik, 1—2, og skoraði Giles bæði mörk liðsins. Paul Heaton fyrir Oldham. Undir lok hálfleiksins lentu Roger Wylde, Oldham og Bobby Fisher, Orient, í slagsmálum. Báðir reknir af velli. í s.h. jafnaði Heaton í 2—2 og Jim Steel skoraði sigurmarkið. Bolton komst af botninum í deildinni. Tony Henry, áður Man. City, skoraði fyrra mark Bolton, Jeff Candler það síðara. Áhorfendur voru 6.700 í Oldham, 5085 í Bolton. Fæstir áhorf- endur í Bolton I 12 ár. Á Stamford Bridge voru áhorfendur 11.700. Lee skoraði fyrir Chelsea, Ian Little jafnaði fyrir Blackburn. Staða efstu og neðstu liða í 1. deild er nú þannig: Swansea 19 10 Man. Utd. 18 9 Ipswich 16 10 Southampton 18 9 Tottenham 17 9 Nottm. For. 18 8 Man. City 18 8 3 6 30—28 33 5 4 28—15 32 2 4 28—19 32 3 6 32—27 30 2 6 26—19 29 5 5 23—23 29 4 6 24—20 28 A. Villa Wolves Birmingham Notts. Co. Sunderland Middlesbro 18 4 7 7 22—23 19 17 5 4 8 11—23 19 16 4 6 6 23—23 18 17 4 5 8 24—31 17 19 3 5 11 16—33 14 18 2 6 1 0 16—30 12 í 2. deild hefur Luton 41 stig eftir 18 leiki. Oldham 36 eftir 19 leiki. Síðan koma Watford með 34 stig úr 18 leikjum og QPR með 33 stig úr 19 leikjum. Grimsby er neðst með 17 stig úr 16 leikjum. Orient og Wrexham hafa 18 stig, Bolton 19 eftir 19 leiki eins og Orient. Wrexham hefur leikið 18 leiki. -hsim. Happell ráðinn la ndsliðsþ jálf - ari Austurríkis Ernst Happell, þjálfari Hamburger SV og fyrrum þjálfari Standard Liege, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis og mun hann stjórna Austurrikismönnum i HM-keppninni á Spáni 1982. Happell, sem var þjálfari Hollendinga i HM í Argentínu 1978, hefur fengið sig lausan frá Hamburger SV. Happell tekur við landsliðsþjálfara- starfinu af Werber Holz sem var látinn taka pokann sinn í sl. viku, eins og hefur komið fram í DV. Viggó/SOS Irene Epple í ef sta sætinu Doris de Agostini, Sviss, sigraði i bruni heimsbikars kvenna i Saalbach i Austurrfki á laugardag. Keyrði á 1:13.71 min. Maria Gaudenier, Frakk- landi, varð önnur á 1:13,96 min. og Irene Epple, V-Þýzkalandi, þriðja á 1:14.00 mín. Hún hefur forustu i stiga- keppninni. Hlotið 104 stig. Önnur er Erika Hess, Sviss, með 96 stig og þriðja Hanni Wenzel, Lichtenstein, með 77 stig. Þær eru langefstar. Hanni Wenzel slasaðist á hné á föstudag og verður frá keppni í þrjár vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.