Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 14
'wmíMmMk 1 fijálst, áháð dagblað Útoáfufólug: Frjél. fjolmiðlun hf. Stjornarformoður og útgéfu»qóri: Svoinn R. Eyjólfston. Framkvæmdastjori og útuáfu»tjórí: Hörflur Einarason. RiUfjórariJónosKrlstjánssonogEllertB.Schram. Aöstoöarrltstjóri: Haukur Hakjaaon. Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. ; Aufllý»inga»tjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Stoimson. Rltstjórn: SHumúla 12-1«." Auglýsingar:Stðumúla 8. Afgroiðala," éskriftir, smáauglýsingar, skrifatofa:' Þverholti 11. Slmi 27022. I Slmiritstjórnar 88611. Sstnlng, umbrot, mynda- og plötugorð: Hllmlr hf., Slðumúla 12. Prsntun: Árvakur hf., Skaffurmi 10. . Askrrftarvsrð á mánuði 100 kr. Vsrð i lausasölu 7 kr. Holgorblað 10 kr. Þeirleita að þræði Þegar alþingi hefur verið sent í jólafri, getur ríkis- stjórnin einbeitt sér að því að reyna að finna þráðinn á nýjan leik. Tök hennar hafa verið losaraleg að undan- förnu, en úr því má nú bæta, ef viljann skortir ekki. Ástandið er að ýmsu leyti svipað og fyrir ári, þegar ríkisstjórnin fann sér þráð á gamlársdegi. Hraði verð- bólgunnar er heldur minni en þá, en hins vegar er nú minna svigrúm til niðurtalningar eftir hóflega kjara- samninga. Síðasta vetur gat ríkisstjórnin leyft sér að krukka í gerða verðbólgusamninga á vinnumarkaði. Nú hefur hins vegar verið samið um aðeins rúmlega 3% áNmest- alla línuna. Siðferðilega er ekki auðvelt að hrófla við slíkum samningum. Að vísu er hugsanlegt, að tvinna megi saman ráðstafanir, sem ekki skerði kaupmátt, þótt krukkað verði í vísitölubætur sem lið í niðurtalningu. Þá væri hróflað við niðurstöðum kjarasamninga, en ekki svo- kölluðum ,,forsendum" þeirra. Sennilega munu flestir sætta sig við að taka þátt í að bera byrðar áramótaráðstafana, ef þeir sjá, að allir aðrir verði að gera það líka. Á þann hátt einan verður hægt að koma hraða vísitölubólgunnar niður fyrir 40%. En í baráttunni við verðbólguna verður þó að muna, að hún er ekki sjúkdómurinn sjálfur, heldur hitinn, sem fylgir honum. Þeir fara villir vegar, sem halda, að ekkert skipti máli annað en að ná hitanum niður. Ekki má þrengja svo að atvinnulífinu, að það dragi saman seglin og fækki atvinnutækifærum. Hin fulla atvinna er eitt mesta stolt þessa þjóðfélags. Hún gerir það heilsteyptara og samheldnara en önnur, nálæg þjóðfélög Ekkert hefur komið fram, sem bendir til, að skortur á atvinnu sé á næsta leiti. En stjórnvöld verða að vera vel á verði, reiðubúin til að fórna niðurtalningu fyrir nýja þenslustefnu, ef full atvinna þarf á því að halda. Opinberar fjárfestingar hafa á undanförnum árum í of miklum mæli rutt til hliðar fjárfestingum í atvinnu- lífinu. Þar á ofan hafa þær síðarnefndu verið of mið- stýrðar og þar af leiðandi ekki nógu arðbærar. Þetta kann að hefna sín. Skiljanlegt er, að ráðherrum hrjósi hugur við áhrif- um gengislækkunar á vísitölubólguna. En það er ekki hægt að neita staðreyndum fram í rauðan dauðann. Og gengi íslenzku krónunnar er því miður ekki eins hátt og opinberar tölur segja. Hin varanlega fölsun gengis, sem við búum við, truflar þjóðarhag á margan hátt. Nærtækasta bölið er, að hún stelur fjármunum frá sjávarútvegi og gerir ákvörðun fiskverðs að óleysanlegum hnút, svo sem nú um þessi áramót. Raunveruleg og varanleg læknisaðgerð í efnahagslíf- inu fælist í frjálsu gengi og frjálsum vöxtum, svo að fjármagnið sogaðist til arðbærari starfa en.nú er raunin á. Vilji er allt, sem þarf, en hann vantar því miður á þessu sviði. Ríkisstjórnina skortir, eins og aðrar fyrri, sýn út fyrir hin hefðbundnu íhaldsúrræði. Ráðherrarnir þjarka um hæga niðurtalningu og litla gengislækkun. Þeim er fyrirmunað að sjá, að sjúkdómurinn felst í sjálfri miðstýringunni. Kannski tekst stjórninni að finna einhverja aðgerða- blöndu, sem leiðir til nothæfs fiskverðs og innan við 40% vísitölubólgu. Ekki má búast við, að það verði traustur þráður, en þráður þó og sennilega betri en enginn. Jónas Kristjánsson DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR21. DESEMBER 1981. G0NGUM GEGN BAKKUSI K0NUNGI Það er ekki langt til jólanna, hátiö- ar hátíðanna. Tíminn líður og fyrr en varir erum við minnt á svo ótal margt. Mikið hefir breyst á liðnum tíma, jólaundirbúningur hvað þá annað. En þó eru jólin ætíð það ljós i skammdeginu sem við vildum sist missa. Ljós sem getur breytt dimmu í dagsljós. Ekki síst vegna þess að þá reyna allir að gera jólin að hátíð ljóssins. Allt er fegrað og prýtt, enginn sér eftir tíma, því allt verður að vera svo fagurt og hreint. Ég man eftir því hvað hún mamma kepptist við að undirbúa jólin þannig að þau yrðu okkur minnisstæð. Það var ekki úr eins miklu að moða og nú. Engir dúkar á gólfum og i anddyri var strígapoki til að þurrka af sér. Er» hann var líka þveginn og jafnvel lit- aður svona til tilbreytingar. Ó, hve við hlökkuðum til jólanna og kannske mest vegna þess að þá var alltaf svo gott að borða. Jólatréð var tekið fram og ljósum : prýtt, ekki með mislitum seríum eins og nú, nei virkilega logandi kertum. Ó, hve við vorum glöð þegar við leiddumst hönd.í hönd kringum jóla- tréð og sungum sætum rómi; í Betle- Kjallarinn Árai Helgason hem er barn oss fætt. Og eitt — á jólunum voru allir glaðir og svo góðir, hönd mætti hendi aldrei í meiri einlægni. Nálægð frelsarans var virkilega og enginn vildi setja blett á jólin. 0, það var svo gaman að lif'a. Sakleysið og samúðin í hverju hjarta. Og hann sem kom af himni á jörð mun heyra vora þakkargjörð. Helgi jólanna var mikil. Og enn ber birtu minna fyrstu jóla, ógleyman- legu jólanna minna, inn í hug og hjarta. Jólin í dag með öllu sínu skrauti, tilbúna skrauti, geta ekki máð hana út. Og við sáum ekkert annað en bjart framundan. Hvefnig gat nokkrum dottið i; ;hug að nokkur vildi skemma jólin með eitri og hatri og gera sig öðruvísi en guð hafði skapað hann. Nei, við vorum rík í allri okkar fátækt og ef til vill hefi ég aldrei fundið það eins og þá hversu jólagjöfin mikla, fæðing frelsarans í heiminum, var stór og mikil. Gervigleði Ég veit ekki hvernig hefði verið lit- ið til þess manns sem þá hefði spillt jólagleðinni með áfengisdrykkju og öllu því sem henni fylgir. Því miður hefi ég oft síðan séð hversu margir hafa útilokað jólagleðina og boðið Bakkusi í sin hibýli. Eyðilagt svo margt. Og hvernig menn gátu keypt Bændurnir þurfa stuðning Nú stendur yfir hörð og ójöfn deila um virkjun Blöndu. Peninga- öflin standa sameinuð um að velja þann virkjunarkost við Blöndu sem mesta eyðileggingu á grónu landi hefur i för með sér. Bændafólk, sem þekkir þetta land og nytjar það, stendur fast á móti, þrátt fyrir ítrekaðar hótanir um eignanám o. fl. Norðlensku náttúruverndarsamtökin SUNN hafa mótmælt harðlega, en það þarf meira til. Enginn náttúruverndarsinni má halda að sér höndum þegar um þúsundir ektara gróins lands og aðliggjandi lífkerfi er að tefla. Skammsýn peninga- sjónarmið ráða Virkjunarkostur II er talinn vera 9% dýrari en virkjunarkostur I sem yfirvöld telja einan koma til greina. Með virkjunarkosti II færi u.þ.b. helmingi minna gróið land til spillis og skaðabætur fyrir landsspjöll yrðu liklega lægri sem þvi næmi og er þá munurinn á tilkostnaðinum væntan- lega kominn vel niður fyrir 9%. Blönduvirkjun er talin vera mjög hagkvæmur virkjunarkostur. Samt tima peningafurstarnir í ráðuneytunum ekki að sjá af nokkrum milljónum króna til að bjarga þúsundum hektara af mjög vel grónum og fallegum heiðalöndum. Það er þeim til ævarandi smánar. Það er varasamt að verðleggja móður náttúru með skammsýn gróðasjónarmið í huga. Það er álíka fáránlegt að meta gróðurlendi til fjár og að meta mannslíf til fjár. Gróðurmold er eitt . af verðmætustu efnuní jarðar. Vegna fjölgunar mannkyns, mikillar jarðvegseyðingar Þorvaldurðrn Áraason víða um heim og vaxandi orkuskorts aukast verðmæti vel gróinna land- svæða jafnt og þétt, þó það verði ekki mælt á mælikvarða króna og aura. Á heiðunum umhverfis Blöndu er besta gróðurlandið í lægðum nærri jöðrum flóa og vatna. Þar er besta beitilandið og minnst hætta á uppblæstri. Þar er skjólsælasta og fegursta landið. Það er einmitt þannig land, sem slagurinn stendur ekki hvað síst um. Landið umhverfis fyrirhugað lón verður mest gróðursnauðar hæðir og ásar og mun hættara við uppblæstri en lægðunum. Vegna síbreytilegrar vatnshæðar flyst fjöruborðið til og myndar breitt gróðurlaust belti. Hætta er á, að mold og sandur úr því leggist yfir nálæg gróin svæði og leggi þau í auðn. Það þarf varla að búast við mikilli náttúrufegurð við fyrirhugað lón. Svona miðlunar- lónum ætti auðvitað að velja stað á örfoka svæðum, sem nóg er til af á hálendinu. Fyrirhugað er að bæta bændum upp landmissinn með því að græða upp sandauðnir i staðinn. Slík uppgræðsla ætti að takast ef nógu verður til kostað, þ.ám. riflegri á- burðargjöf í fjölda ára, jafnvel ára- tugi. Gamalgróið land getur framfleytt búfénaði öldum saman án tilkostnaðar, ef það er hóflega beitt. Uppgræddir sandar hafa yfirleitt reynst vel til heyöflunar ef þeir eru véltækir. Það hefur hins vegar gengið brösulega að nýta slikt land til sauðfjárbeitar. Það vill étast fljótt upp og dilkarnir verða rýrr. í beitar- tiíraunum, sem framkvæmdar voru viða um land, reyndist Auðkúluheiðin vera ákaflega gott sauðfjárbeitiland. Þaðan komu vænstu dilkarnir. Af þeim tilraunum og fræðum, sem ég hef kynnt mér, dreg ég þá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.