Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. Þeyr—M jötviður mær: Tímamótaplata eins og síðarí plötumar Þeyr hefur skipað sér í hásæti ís- lenzkra poppara. Á meðan þróunin verður eitthvað í líkingu við það sem hún hefur verið hjá hljómsveitinni undanfarið ár er þess vart að vænta að þeim fimmmenningum verði velt úr stalli goðanna. Platan Mjötviður mær er um flest frábær. Skiptir litlu hvar er borið niður. Þungur og pott- þéttur bassa- og trommuleikur, sam- fara seiðandi gítarleik og dulúðugum söng. Þeyr er hljómsveit sem á sér engan líka hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað. Mjötviður mær verkar dálítið kostulega á mann. Á henni getur að heyra hluti, sem koma kunnuglega fyrir og svo á hinn bóginn furðuverk sem til þessa hafa ekki þótt „Þeys- leg”. Er ekki fjarri lagi að áhrifa þeirra Killing Joke pilta gæti aftur á þessari plötu eftir KJ-æði, sem hljómsveitina greip í sumar. Platan ber þess öll merki að hún er fagmannlega unnin og umfram allt að hér eru á ferðinni drengir, sem láta sér ekki einungis nægja að láta hug- myndir skjótaSt, heldur eru þær og framkvæmdar. Fyrir vikið er margt á plötunni harla djarft og hlustandan- um stundum beinlínis storkað. Síðustu plötu Þeys, Iður til fóta, lét undirritaður svo lítið að útnefna plötu ársins. Hafi sá gripur átt nafn- bótina skilið er næsta vist.að Mjöt- viður mær hrifsar hana til sín hér og nú. í rauninni er synd að Þursaflokk- urinn skuli ekki hafa sent neitt frá sér á árinu, því það er eina hljómsveitin sem veitt gæti Þey verðuga keppni (og hugsanlega farið með sigur af hólmi í þeirri viðureign). Yfirburðir Þeys i ár eru álíka miklir og Utan- garðsmanna í fyrra, jafnólík og tón- listin er nú hjá þeim flokkum. Á plötunni Mjötviður mær kennir vægast sagt margra grasa í þeim 12 lögum, sem þar er að finna. Engin tvö laganna eru verulega keimlík — margt sér til þess. Mikið er um alls kyns „effecta” og raddir skemmti- lega bjagaðar í mörgum tilvikum. Gítarleikurinn sérdeilis kostulegur og þó sennilega aldrei eins og í laginu Þeyr. Það er nóg. Samspil Sigtryggs og Hilmars, bassa- og trommmuleikara flokksins, hefur verið rómað áður og ekki er ástæða til að skafa af lofinu nú. Fantalega gott par. Magnús söngvari fær meiri tækifæri en áður og sérkennileg raddbeiting hans gefur Þeysurum blæ, sem aðrir ná ekki. Það er í rauninni ógerningur að ætla sér að taka eitt laganna út úr og benda á það sem betri en hln. Hins vegar eru textarnir sumir hverjir hnyttnir og í Þorsteini Magnússyni hafa Þeysarar haganlegan orðasmið. Þá eru þeir nafnar Hilmar Örn Hilmarsson og Agnarsson hreint ekki ónýtir til verks á því sviðinu. Mjötviður mær er tímamótaplata eins og síðari plötur Þeys hafa jafnan verið. Þessi gripur kemur þó til með að sitja mun lengur í huganum, mest fyrir þá sök að hér eru fleiri lög á ferðinni. Mig grunar einhvern veginn að þetta sé plata sem smellt verði á fóninn aftur og aftur og aftur og aft- ur. . . unz annaðhvort nálin eða plastið gefur sig. Til hamingju, Þeys- arar! -SSv. Skemmti- legustu lög Gáttaþefs — Ómar Ragnarsson syngur jólalög SG-hljómplötur hafa gefið út hljómplötu, sem nefnist „Skemmti- legustu lög Gáttaþefs”, með Ómari Ragnarssyni. Á plötunni eru sautján lög, nokkur þeirra saman í syrpu. Ómar semur sjálfur flesta textana á plötunni. Meðal laga má nefna „Kátt er í hverjum bæ, Ég er svoddan jóla- sveinn, Bráðum koma blessuð jólin, Jólasveinn taktu í húfuna á þér, Krakkar mínir, komið þið sæl, Gáttaþefur og börnin, Ég vildi ég væri, Ó Grýla og Gáttaþefur kveð- ur”. Útsetningar sáu Jón Sigurðsson og Magnús Ingimarsson um. Telpur úr Álftamýrarskóla og Langholtsskóla syngja með Ómari. Brian Pilkington hannaði umslagið. Meðhelg- um hljóm — Fóstbræður syngja jólasálma „Með helgum hljóm” heitir hljóm- plata, sem Karlakórinn Fóstbræður hefur gefið út. Á plötunni er að finna marga þekktustu sálmana, sem sungnir eru á jólum. Sálmarnir skiptast í aðventu-, jóla- og nýárssálma, og að lokum eru þrír barnasálmar. Alls eru sextán sálmar á plötunni, en fáir þeirra hafa áður heyrzt í útsendingu fyrir karlakór. Stjórnandi Fóstbræðra er Ragnar Björnsson, en Jón Þórarinsson, tón- skáld og fyrrverandi stjórnandi kórs- ins, raddsetti og útsetti flest laganna. Söngurinn var hljóðritaður í Fé- lagsheimili Fóstbræðra af Sigurði Rúnari Jónssyni. Alfa pressaði plðt- una, en Prisma sá um prentun. Rafn Hafnfjörð tók Ijósmyndina á umslag- inu. Fálkinn hf. sér um dreifingu. „Það er engin þörf aökvarta" — nýhljómplata með Böðvari Guðmundssyni Mál og menning hefur sent frá sér hljómplötu með lögum og textum Böðvars Guðmundssonar og syngur hann sjálfur lögin á plötunni sem fengið hefur nafnið Þaö er engin þörf afl kvarta. Að langmestu leyti eru þetta nýir söngvar af fjölbreyttu tagi. Hér er bæði að finna baráttu- og ádeilu- söngva, nýstárlegar söguskýringar, náttúrustemmningar, erfiljóð og vögguljóð. Leikið er undir á hin fjöl- breyttustu hljóðfæri af fjölda hljóð- færaleikara. Á kápu gerir Böðvar Guðmundsson grein fyrir tilurð text- anna, en þeir fylgja með plötunni á sérstöku blaði. Einar Einarsson stjórnaði upptök- unni og sá um hljóðblöndun ásamt Sigurði Rúnari Jónssyni. Upptöku önnuðust Guðmundur Árnason. Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Hljóm- platan er pressuð hjá Alfa i Hafnar- firði. Umslagið hannaði Auglýsinga- þjónustan hf. en Prisma sá um prent- un. Jóhann Helgason — Tass: Fátt nýtt undir nálinni Jóhann Helgason hefur um langt skeið verið einn okkar beztu og virt- ustu poppsöngvara. Á nýútkominni breiðskífu sinni, Tass, er Jóhann samur við sig í flestum laganna. Söngur hans sérstakur og yfirbragð laganna rólegt í flestum tilvikum. Það er valið lið hljómlistarmanna, sem aðstoðar Jóhann á Tass. Upp- tökur fóru fram í Bandaríkjunum í sumar undir stjórn Jakobs Magnús- sonar og tæknilega er platan næsta fullkomin. Allt pottþétt, en fyrir minn smekk er platan í rólegra lagi og dálítið flöt — engir toppar á henni, nema ef vera skyldi Victim. Á Tass eru bæði lögin, Take your time og Burning love, sem voru á lítilli plötu, sem Jóhann gaf út í haust. Hún fékk ágætis viðtökur, enda fyrrnefnda lagið bara hresst. Þá er lagið Sail on einnig á Tass, en það er gamalt lag frá Jóhanni.Varla verð- ur skilið við lög plötunnar án þess að minnast á lag að nafni She’s done it again. Billy Joel-keimurinn af því er engu líkur og ekki kæmi á óvart þótt grindin væri tekin úr einu laga hans. A.m.k. kemur þetta afar kunnuglega fyrir mín eyru. Þótt Tass sé á flestan hátt plata, sem hægt er að mæla með er þó á henni áberandi ljóður, sem virðist vera að ryðja sér aðeins til rúms á ný hér heima. Allir textar eru á ensku. Það er hreinasti óþarfi tungunnar vegna. Hitt má svo alltaf verja, að textahöfundar hérlendis eru flestir hverjir hrottalegir bögubósar. Þar er e.t.v. skýringin á því að Jóhann kýs að hafa textana á énsku. Þess er varla að vænta að Tass verði enhver metsöluplata. Tónlistin á henni er góð og gild en höfðar ekki til yngri kynslóðarinnar í dag. Það er út af fyrir sig virðingarvert að gefa út plötu án tillits til þesshvað neytendur vilja. Vandaðri gripir eru varla á ferðinni þessa dagana og með það í huga geta þeir, sem hallast að þessari tegund tónlistar, höndlað sér eintak og verið vissir um að verða ekki fyrir vonbrigðum. -SSv. Grýlumar: PLATAN ÓSANNFÆRANDI í SAMANBURÐIVIÐ TÓNLEIKA Fyrsta kvennapopphljómsveit ís- lendinga hefur sent frá sér plötu. Það er ástæða til að óska þeim stúlkum til hamingju. Hins vegar verð ég að játa vonbrigði mín með plötuna sjálfa. Grýlurnar eru margfalt betri á tón- leikum! Styrkleiki þeirra stúlkna kemur ekki nægilega vel fram á plötunni. í samanburði við margar aðrar plötur nýútkomnar er upptakan flöt og ekki sannfærandi (nema eintakið mitt sé svona hrottalega gallað). SG-hljómplötur hafa gefið út nýja plötu með Kötlu Maríu. Platan heitir „Litli Mexíkaninn”. Á hljómplötunni eru ellefu norsk lög, en Óskar Ingimarsson samdi alla textana. Ólafur Gaukur útsetti lögin og stjórnaði hljómsveitarundirleik. Fjölmenn strengjasveit leikur undir Hljóðfæraleikurinn er um flest ein- faldur og átakalítill og ekki er verið að rembast við hluti, sem ekki ganga upp. E.t.v. er þetta harkalegur dómur, en eftir að hafa skemmt mér prýði- lega við tónlist þeirra Grýla á Borg- inni fyrir skemmstu er samanburður- inn plötunni verulega í óhag — jafn- vel þótt hljómburðurinn hafi ekki alltaf verið upp á það bezta í Gyllta salnum. Grýlurnar eru hljómsveit sem er i stjórn Graham Smith, en auk þess koma við sögu þeir Pétur Hjaltested, Tryggvi Húbner, Sigurður Karlsson og Pálmi Gunnarsson. Hljóðritun fór fram hjá Hljóðrita hf. Tæknimenn voru þeir Tony Cook og Gunnar Smári. mjög örri framför. Sérstaklega er at- hyglisvert að sjá til trommuleikarans, Lindu Bjarkar Hreiðarsdóttur. Til- þrif hennar á Borginni komu líkast til flestum hraustlega á óvart. Herdís Hallvarðsdóttir kann auðsýnilega að meðhöndla bassann, en gitarleikur Ingu Rúnu fer fyrir ofan garð og neð- an á plötunni. Hún var heldur ekki nærri nógu áberandi á tónleikunum hver svo sem skýringin kann að vera. Ragnhildur Gísladóttir er driffjöður flokksins og gaman er að heyra hana sýna á sér aðra hlið en skallapopps- röddina, sem farin var að festast óþægilega við hana. Nú er í raun ekkert annað að gera en bíða og sjá hvað úr Grýlunum verður. Saman hafa þær þraukað í rúmlega hálft ár og gott betur. Stefn- an hlýtur að vera tekin áfram upp á við — þannig hefur hún verið siðan ferillinn hófst. -SSv. LITU MEXÍKANINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.