Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐ1D& VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981 ■
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
JARNKARL
EÐA FÖDUR-
LANDSVINUR?
Þótt Jaruzelski hershöfðingi safn-
aði í október í haust á eina hendi
öllum lykilembættum pólska valda-
kerfisins leit enginn á hann sem hern-
aðarlegan einvald. Það hefur lengi
verið siður austan járntjalds að þjóð-
arleiðtoginn réði einnig yfir flokks-
apparatinu, driffjöður valdakerfis-
inseystra.
En það gerist á tiltölulega stuttum
tíma að Jaruzelski nær lykilað-
stöðunni. Hann varð forsætisráð-
herra í febrúar síðasta vetur og varn-
armálaráðherra hafði hann verið frá
1%8. í október náði hann for-
mennskunni í flokknum einnig. Og
loks fyrir viku setur hann á laggirnar
20 manna herráð til þess að stýra Pól-
landi í skjóli herlaga og lýsir sjálfan
sig oddvita hennar. — Þar með féllu
einvaldsklæðin eins og sniðin á hann.
Þegar hann tók við forsætisráð-
herraembættinu af Stanislaw Kania
spáðu margir því að uppgangi verka-
lýðshreyfingarinnar óháðu yrði mætt
með meiri festu en í tíð fyrirrennara
Jaruzelskis.
Hann hafði verið yfirhershöfðingi
herafla Póllands og var þetta í fyrsta
sinn sem kommúnistariki austan-
tjalds fól slíkum manni öll völd.
Fram á sunnudaginn 13. desember
hafði samt lítið borið á því að Jaru-
zelski færði sér þá sérstöðu í nyt.
Honum er lýst sem dæmigerðum
pólskum foringja: beinn í baki og
stífur en með óbeit á ofbeldi og eld-
heitur föðurlandsvinur. — „Pólskir
hermenn munu ekki skjóta á pólska
verkamenn,” er eftir honum haft af
einhverjum flokksráðsfundinum. Þó
lýsti hann því yfir í júlí í sumar að
færi þróun mála úr böndum mundi
hann ekki hika við að beita því um-
boði sem hann réði yfir. Ekki gerðu
menn sér almennilega grein fyrir þvi
þá hvað Jaruzelski hefði í huga en
núna er það orðið deginum ljósara.
Þá voru önnur viðbrögð Jaru-
zelskis, sem stjórnanda hersins, þegar
óeirðirnar brutust út fyrir ellefu
árum. Ekki vildi hann þá taka að
fullu gild rök Gómúlka fyrir því að
verkfallsmenn væru gagnbyltingar-
sinnar, jafnvel ekki þótt undir þær
væri tekið í Kreml. Beitti hann hern-
um vægilega og sendi einungis fá-
menna herflokka til afskipta. Þótti
það hafa átt drjúgam þátt í falli
Gómúlka.
Wi jciech Jaruzelski er fæddur
1923 og kominn af gamalli pólskri
aðalsætt sem bjó i suðausturhluta
landsins. Þegar Þjóverjar réðust inn í
Pólland 1939 flúði Jaruzelski, þá ný-
orðinn sextán ára, til Sovétríkjanna
þar sem hann þrem árum síðar gekk í
hinn nýstofnaða pólska her. Hann
hlaut sína hernaðarskólun í sovézka
foringjaskólanum í Rijazan og
barðist undir stjórn Dabrowskis í
pólsku herdeild Rauða hersins við
Þjóðverja. — Framabraut hans hefur
síðan öll verið innan hersins. 1%0
tók hann við stjórn hinnar pólitísku
deildar hersins og varð síðar yfir-
maður herráðsins.
Jaruzelski varð eins og áður segir
varnarmálaráðherra 1%8 og byrjar
þá að klifra tröppur flokksbáknsins.
Eftir setu í miðstjórninni hlaut hann
sæti í æðstaráðinu fyrir tíu árum.
Hefur hann margsinnis verið orðaður
við forsetaembættið eða flokksfor-
mennsku á þessum síðasta áratug.
Má vera að það hafi ráðið einhverju
um hversu tregur hann var að beita
hernum í fyrri verkföllum að honum
hafi þótt sinn hagur vænkast ef
Gómúlka yrði að víkja.
Þó hefur Jaruzelski sýnt þetta árið
sem hann hefur verið forsætisráð-
herra að hann reyndi lengi framan af
samkomulagsleiðir við Einingu. Því
verður ekki á móti mælt að allan
þann tíma dundu á stjórn hans
„bróðurlegar aðvaranir” Kremlherr-
anna við „eyðileggingaröflum gagn-
byltingarsinna” sem taka þyrfti
hörðum tökum. Lengur en margan
hefði órað fyrir að unnt væri fékk
hann haldið „stóra bróður i austri” í
skefjum með því að fullvissa ná-
grannana um að pólska stjórnin
hefði örugg tök á þróun mála.
Wojciech Jaruzelski hafði orð á sér fyrir að halda hernum fjarri afskiptum af
verkföllum. Nú hefur hann sett upp járnhanzkann.
En eins og Walesa átti hann í meiri
erfiðleikum við hina bráðlyndari í
röðum eigin föruneytis. Þegar ein til-
raun til þess að láta herinn rýma
brunavarðaskóla sem mótmælendur
höfðu lagt undir sig tókst leikandi létt
án blóðsúthellinga eða teljandi erfið-
leika fékk Jaruzelski ekki lengur yfir-
gnæft þær raddir sem kröfðust þess
að silkikanzkarnir yrðu dregnir af
höndum í viðureigninni við verkfalls-
öflin.
Á meðan allur hinn lýðræðissinn-
aðri heimur harmar hvernig kæfð
Útlönd
Guðmundur Pétursson
tecV* _
Ihlaupamaðurinn
varð pólitískur Hsi
Er Walesa í varðhaldi? Siiur hann
í stofufangelsi eða er hann lokaður
inni á bak við lás og slá? — „Hvaða
máli skiptir það hvort leiðtogi 10
milljóna manna samtaka er fangi í
dyblissu eða höll?” spurði einn nán-
ustu samstarfsmanna hans í Gdansk
þegar erlendur fréttaritari reyndi að
afla frétta af Walesa á fyrstu dögum
herlaganna.
Lech Walesa virtist litill fyrir mann að sjá við fyrstu sýn en varð pólitfskur risi.
Síðast höfðu menn séð Walesa
isnemma á sunnudagsmorguninn
þegar Pólverjar vöknuðu við að
herinn hafði tekið völd. Frakka-
klæddir menn sóttu hann og færðu
með sér i járnbrautarlest til Varsjár.
Hvert átti að fara með hann? — Að
isamningaborðinu til Jaruzelski æðst-
ráðandaí Póllandi.
Samninga-
maður
Það hljómaði ekki lygilega. Ef það
er eitthvað sem Walesa hefur lagt
meiri stund á en annað þá eru það
samningaviðræður. Frá því á ágúst-
dögunum í Gdansk í fyrra hefur hann
tekið þátt í öllum meiriháttar samn-
ingaviðræðum Einingar við yFirvöld.
Og í hópi félaga sinna hefur hann
margoft staðið í samningastappi og
málamiðlunum þegar menn greindi á
um stefnumörk og leiðir.
Þessi þrjátíu og sjö ára gamli Pól-
verji var óþekktur rafvirki fyrir sautj-
án mánuðum, ekki þó meðal verka-
mannanna. Þegar hann klifraði yfir
girðinguna aö lóð Lenínskipasmíða-
stöðvarinnar i Gdansk til þess að slást
í lið með verkfallsmönnum í ágúst i
fyrra þekktu þeir vel manninn sem í
fjórtán ár hafði barizt fyrir réttindum
starfsfólks stöðvarinnar.
Misstí vinnuna fyrir
baráttuna
Lech Walesa var aðeins 24 ára
gamall jtegar hann var valinn úr
starfsmannahópnum í rekstrarráð
stöðvarinnar. í verkföllunum 1970
var hann í verkfallsnefndinni. Þegar
óeirðimar brutust út 1976 var hann
enn í fremstu víglínu.
Hann starfaði sem rafvirki hjá
skipasmíðastöðinni. En þegar þarna
var komið sögu þótti stjórn stöðvar-
,innar nóg um þennan óróasegg.
Walesa var sagt upp. í fjögur ár lifði
hann á tilfallandi hlaupavinnu sem
honum bauðst.
Þegar þeir fóru í verkfall í ágúst í
fyrra í Lenínskipasmíðastöðinni var
Walesa reiðubúinn um leið og félagar
hans kölluðu hinn reynda baráttu-
mann til liðs við sig. Nóttina eftir að
hann klifraði inn í portið til þeirra
var hann ekki lengur óþekktur
maður. Hann varð heimsfrægur.
Andlitið með yfirskeggið hefur birzt í
flestum blöðum heims. Það varð
ímynd baráttuvilja pólsku verkalýðs-
hreyfingarinnar í hugum manna um
heim allan.
Risií
rœðustói
Vestrænir fréttamenn sem tóku sér
ferð á hendur austur fyrir járntjald til
þess að hitta kempuna Walesa urðu
margir hissa þegar þeir litu manninn
fyrst augum. Hann var aðeins 1,60 á
hæð og ekki mikill fyrir mann að sjá.
í einkasamtölum fór lítið fyrir leið-
toganum.
En í ræðustólnum virtist Walesa
hafa hamskipti. Hann var snillingur í
að ná áheyrendum sínum á sitt vald
hefur verið hin umbótasinnaöa
verkalýðsbarátta Pólverja fæst
kannski aldrei svar við þeirri spurn-
ingu hvort Jaruzelski fórst í rauninni
svo illa eða hvort hann forðaði með
hörkunni löndum sínum frá enn verri
örlögum. Þeir sem minnast Ung-
verjalandsuppreisnarinnar, vorsins í
Prag og innrásarinnar í Afghanistan
hafa aldrei trúað því i alvöru að
Sovétrikin eða Varsjárbandalagið léti
þróunina í Póllandi afskiptalausa til
lengdar.
Dapurlegir hafa verið atburðir síð-
ustu viku. Ægilegri hefði verið innrás
Rauða hersinseða Varsjárbandalags-
ins. Og er þó ekki fyrir það séð hvort
henni hefur verið bægt frá.
og á það reyndi oft, ekki einungis til
þess að fylkja verkamönnum gegn
andstæðingi út á við heldur einnig til
þess að leiða þá inn á sína braut þegar
að krossgötum kom, eins og sýndi sig
á fyrsta landsþingi Einingar í haust.
L ýðræðis sinni?
Walesa hefur barizt fyrir lýðræðis-
legum umbótum og mannréttindum.
Hann þykir samt ekki ýkja lýðræðis-
lega sinnaður sjálfur og aðferðir hans
ekki allar í anda þingræðislegra at-
hafna. Á landsþinginu sætti hann
gagnrýni fyrir það. Engu að síður var
hann endurkjörinn leiðtogi hreyfing-
arinnar, ef til vill með minni meiri-
hluta en hann hefði sjálfur óskað.
Trúin heidur honum
gangandi
Menn hafa svo sem reynt að draga
Walesa í einhvern þann flokksdilk
sem menn þekkja betur í lýðræðis-
ríkjum. Helzt hefur mönnum þá
dottið í hug kristilegur demókrati, þá
að visu alls ekki af íhaldssamasta
tagi. — Hann er maður trúaður og
setur það meir en annað mark sitt á
hugmyndir hans. Fyrst og fremst er
hann þó raunsæismaður í pólitík og
hefur reynzt hafa gott auga fyrir því
hvar undanlátssemi getur þokað bar-
áttumálinu nær höfn en verkföll eða
annar þrýstingur hefði megnað.
Þeir einir sem þekkja hann náið
vita gerla hvílíkt feikna álag hefur
hvílt á manninum síðasta árið. í
svefni og vöku hefur hann starfað að
málefnum Einingar. Hann hefur
gefið konu sinni og sex börnum
þeirra nokkurn tíma frá störfum.
Það er helzt að hann geri hlé á önn-
unum til þess að fara í kirkju. „Það
er trúin sem heldur mér gangandi,”
sagði hann einhvern tíma. En í viðtali
við ítölsku blaðakonuna Oriana Fall-
achi gaf Walesa í skyn að hann væri
ekki lengur eins hjartahraustur og
áður. Þetta var um þær mundir sem
hann hafði hótað að segja af sér ef
félagar hans fylgdu ekki hans for-
sögn.
Lýðræðissinni eða ráðríkur kaþó-
likki eða ekki. Hvað sem því öllu
líður þá er hann fyrst og fremst Pól-
verji.