Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 48
Slökkviliðið á Akreyri barðist við eldinn íþrjár klukkustundir. Eins og sjá má á innfelldu myndinni varð! var reynt að bjarga því sem bjargað (DV-mynd GS, Akureyri) MILUONA TJON AF ELDI í SJALLANUM —Allar innréttingar ónýtar og einnig þakið „Það er ljóst, að við dönsum ekki hér í bráðina,” sagði Gunnar Ragnars, stjórnarformaður Sjálfstæðishússins á Akureyri, þegar alokkvistarfi var að verða lokið í húsinu rétt upp úr miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Þá hafði eldur leikið húsið grátt frá því kl. tæplega 9 á föstudagskvöldið. Þak hússins er ónýtt effir eldinn og sömu sögu er að segja um diskótekið á efstu hæðinni i vesturenda byggingarinnar. Þá er talið að nær allar innréttingar hússins séu ónýtar af vatni og reyk. „Sjallinn”, stærsti og einn vinsælasti skemmtistaður Akureyringa í tæplega 20 ár, stendur þá eftir lítið meira en fokheldur. Tjónið nemur milljónum króna. Það var lítill gutti sem kom og tilkynnti slökkviliðinu um eld í Sjálf- stæðishúsinu kl. 20:53 á föstudags- kvöldið, að sögn Gisla K. Lórenssonar varaslökkviliðsstjóra sem þá var á vakt. Nær á sömu mínútu var slökkviliðið komið á staðinn, því Sjall- inn er svo gott sem næsta hús við slökkvistöðina. Að sögn Stefáns Ingólfssonar, eins af dyravörðum hússins, vissi starfs- fólkið ekki af eldinum fyrr en rannsóknarlögreglumaður snaraðist inn i andyrið og spurði hvort þeir vissu að eldur væri laus í húsinu. Þá var mik- iU e ldur í suð-vesturhorni 3. hæðarinn- ar, þar sem m.a, voru viftumótorar fyrir eldhúsið. Sagðist Stefán hafa gengið þarna um fáum mínútum áður, án þess að verða var við nokkuð óeðli- legt. Eldurinn átti síðan greiðan gang með loftræstikerfi fram í diskótekið og austur eftir þaki hússins. Þar fékk hann gott æti, eins og einangrunarplast. Mjög erfitt var að athafna sig við slökkvistarfið. Eldurinn var uppi í risinu, þar sem var mjög þröngt og erfitt að komast að honum, auk þess sem mikill hiti gerði slökkviliðs- mönnunum enn erfiðara fyrir. Eftir rúmlega þriggja stunda slökkvistarf höfðu slökkviliðsmennirnir þó betur. Gunnar Ragnars er stjórnarfor- maður Akurs hf., sem á og rekur Sjálf- stæðishúsið. Sjálfstæðisflokkurinn á meirihluta hlutabréfanna í Akri hf. Sagði Gunnar allt óákveðið um hvað yrði gert, hvort núverandi eigendur hússins stæðu að endurbyggingu þess eða hvernig það yrði gert. Gunnar var spyrður um þá rekstrarerfiðleika sem Sjálfstæðishúsið hefur átt viðaðetja. ,,Það er rétt, við höfum átt við vissa erfiðleika að etja en alls ekki óviðráðanlega. Hins vegar höfum við hug á að endurskipuleggja reksturinn og til að hafa frjálsari hendur i því sambandi, þá var á döfinni að segja starfsfólki upp. Kom það m.a. til af þeirri hugmynd að leigja húsið. Bruninn kollvarpar öllum þeim hug- myndum,” sagði Gunnars Ragnars. -G.S. Akureyri. „Fólkið varísjokki, það leyndi sér ekki”: Þeir komu strax og þefuðu okkuruppi —segir Einar Jóhannsson vélstjóri, nýkominn eftir krókaleiðum frá Póllandi Einar Jóhannsson vólstjóri f morg un: Komst með grisku flutningaskipi fró Gdynia til Kiel, þaðan með járn- brautarlest til Hamborgar. Flaug sfðan til London. DV-mynd Gunnar V. Andrósson. „Landið var lokað. Það komst enginn út úr því, það voru hreinar línur. Hvorki út né inn. Pólverjarnir tilkynntu okkur jjetta,” sagði Einar Jóhannsson vélstjóri. Hann kom til landsins 1 gær eftir krókaleiðum frá Póllandi ásamt Má Gunnarssyni vél- stjóra. Þriðji vélstjórinn, Björn Jóns- son, er enn i Póllandi og verður þar við störf fram yfir hátíðir. ,,Við vorum í Gdynia. Við ætluðum þaðan á mánudag en fengum ekki að fara fyrr en á miðvikudag. Þetta var dálítið ævintýralegt. (Jtlendingaeftir- litið sá til þess að við kæmumst í grískt flutningaskip. Við þurfum að bíða um borð í því í heilan sólarhring áður en það fór. Komumst svo með því til Kiel í Þýzkalandi. Þaðan fórum við með járnbraut til Hamborgar og síðan með flugvél til London. Við vorum í algjöru sambandsleysi. Allir símar voru lokaðir, sjónvarpið var tekið af. Fólkið var í sjokki. Það leyndi sér ekki. Skriðdrekar komu í stöðina. En ég veit ekki til þess að nokkur hafi verið tekinn í skipasmíðastöðinni hjá okkur. En það var annars staðar. Annars frétti ■maður afskaplega lítið. Maður komst ekki neitt. Við fréttum af þessum atburðum strax um morguninn þegar við fórum á fætur. Við bjuggum í landi. Þeir komu strax og þefuðu okkur uppi. Við máttum ekki búa í landi og þurftum að flytja í skipið. Svo var okkur bannað að fara út milli kl. 22 og 6 um morgun- inn. Það ríkti útgöngubann,” sagði Einar Jóhannsson vélstjóri. -KMU. frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 21. DES. 1981. Kveikt í verzlun Rannsóknarlögreglan rannsakar nú hvort íkveikja af mannavöldum hafi orsakað miklar skemmdir á Uppsetn- ingabúðinni við Hverfisgötu í gær- morgun. íbúi í húsinu tilkynnti um mikinn reyk í búðinni ,um kl. átta um morguninn. Þegar að var komið var eldurinn á tveim stöðum. Var sýnilegt að einhver hafði.farið inn í búðina því efnisstrangar og annað höfðu verið færðir til og eldurinn kraumaði á fleiri stöðum. Reykkafarar réðu niðurlögum eldsins og urðu miklar skemmdir af völdum reyks og vatns á húsinu og lager verzlunarinnar. -klp- BSRB: Talið eftir hádegi i dag Útlit er fyrir mjög góða þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu BSRB um aðalkjarasamning. í morgun höfðu borizt 9000 seðlar. Er stefnt að því að talning geti hafizt eftir hádegið. Að sögn Ágústs Guðmundssonar sem sæti á i kjörstjórn höfðu um 8000 seðlar borizt fyrir helgi. Var unnið að því um helgina að bera þá saman við kjörskrá. í morgun höfðu svo borizt 1000 seðlar til viðbótar. Sagði Ágúst að von væri á enn fleiri seðlum fyrir há- degið, þannig að þátttakan virtist ætla að verða geysigóð. Mætti gera ráð fyrir að um 10.000 af 11.000 félagsmönnum innan BSRB tækju þátt í allsherjarat- kvæðagreiðslunni. Stefnt er að því, að hefja talningu eftir hádegið. Er búizt við að úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslunni liggi fyrir ídag. -JSS. LOKI Er það satt að lögreglan hafi pantað rútur fyrir 60 þegar hún var beðin að handtaka jólasveina ó Alþingi? hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.