Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982.
Nýja íbúöarhúsið. Það hortir Hverakot
D V-myndir Friðþjófur Helgason.
NÝTT ÍBÚÐARHÚS TEKK) í
NOTKUN Á SÓLHEIMUM
— leysir af gamla
óíbúðarhæfa
hermannaskála
Perumar í ioftinu aru ann
berar.
Nýtt, glæsilegt íbúðarhús var tekið í
notkun á vistheimilinu að Sólheimum í
Grímsnesi um sl. áramót. Er það
einingahús frá fyrirtækinu Samtak á
Selfossi, tæpir þrjú hundruð fermetrar
aðstærð.
Með tilkomu nýja hússins var hægt
að hætta notkun gamalla hermanna-
skála sem nánast voru óíbúðarhæfir.
Voru herbergin í skálunum ekki nema
um fjórir fermetrar að stærð. Hélt her-
mannaskálinn varla vatni né vindi
siðustu árin.
Byggingarframkvæmdir við nýja
húsið hófust sl. sumar. Töku vistmenn
frá upphafi þátt í byggingunni undir
stjórn og leiðsögn Samtaksmanna.
Að sögn Katrínar Guðmunds-
dóttur, forstöðumanns Sólheima,
hefur gengið ágætlega að fá húsbúnað
í nýja húsið. Veggir eru þó nokkuð
tómlegir ennþá og eins vantar ljósa-
krónur í loft utan um berar ljósa-
perurnar. >á vantar enn þvottavél í
nýja húsið, svo og ryksugu.
Katrín sagði að ýmsir aðilar hefðu
verið duglegir að gefa til heimilsins og
væri það mjög þakkarvert. Nefndi hún
100.000 króna gjöf frá Kvenfélaginu
Hringnum, sem nýlega barst, og
tryggingafélög hefðu gefið átta
svefnbekki.
Þá sagði hún að Lionsklúbbar hefðu
sýnt heimilinu mikla vinsemd. Sagði
hún að Lionsklúbburinn Ægir í
Reykjavík heföi endurbyggt sundlaug
staðarins og gefið litsjónvörp í öll
íbúðarhús vistmanna á
Sólheimum. Um fjörutíu vistmenn
búa nú á Sólheimum. Vistheimilið er
það elzta fyrir þroskahefta á íslandi,
stofnað árið 1930 af Sesselíu
Sigmundsdóttur, sem rak það til
dauðadags árið 1974. Hefur Presta-
félag íslands alla tíð haft hönd i bagga
með rekstrinum og hlúð að heimilinu.
Starfsmenn Sólheima eru nú 26
talsins auk tveggja kennara sem annast
skyldunámskennslu. Frá stofnun
heimilisins hefur áherzla verið lögð á
að starfsmenn og vistmenn búi og vinni
saman. Á heimilinu fer fram ýmiss
konar handiðnaður. -KMU.
Fólagar í Lionsklúbbnum Ægi endurbyggðu sundlaugina.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Fjórir stólar undir stórri hugsjón
Uppi eru nokkrar vangaveltur um
nýtt og óháð dagblað, sem komi út
síðdegis. Sagt er að þurfi þrjár
milljónir til að koma því á laggirnar,
og mun það varlega áætlað, ef blaðið
á að fá tíma til að sigrast á byrjunar-
örðugleikum sinum. Upphafsmaður
að þessari stóru hugsjón mun vera
Guömundur Árni Stefánsson, rit-
stjórnarfulltrúi á Helgarpóstinum, og
hefur hann látið fylgja hugsjóninni,
að hann hyggist verða annar af
tveimur ritstjórum blaðsins. Hefur
ekki í annan tíma verið svo fast sótt í
ritstjórastól í blaðaheiminum að
þurft hafi að safna þrem milljónum
til upphefðar sinnar.
Helgarpósturinn hefur um sinn
verið gefinn út sem vikublað í
tengslum við Alþýðublaðiö. Hvorki
útlitslega séð né hvað efnisval og
meðhöndlun snertir hefur helgar-
pósturinn gefiö til kynna að hann
væri uppeldisstöð fyrir blaðamenn
hvað þá ritstjóra. Þetta er svona
svolitill kellingavaðall á köflum og
þess gætt að safna til sín dálka-
höfundum, sem velflestir hafa dugað
vel i Samtökum hernámsandstæðinga
og öðrum skyldum samtökum. Má
nokkuð af þvi marka viðsýni
blaösins. En það er gott, spretti af
þessu þörf fyrir að gefa út óháð dag-
blað, sem er auðvitað allt önnur Ella.
Ekki virðist hafa gengið sem
skyldi að safna fé í ritstjórastól
handa Guðmundi Árna þótt viða
hafi verið leitað. Um tima var þetta
látið heita svo að veriö væri aö safna
hlutafé hjá marghrjáðum Alþýðu-
flokksmönnum í borginni. Það virð-
ist ekki hafa dugað miöað við þau
mörk i fjársöfnun, sem sett höfðu
verið. Nú heyrist að leitað hafi verið
fjármagns og aðstoðar við útgáfu
hins óháöa blaðs frá Alþýðubanda-
laginu og samvinnuhreyfingunni.
Þjóðviljinn hefur samkvæmt blaða-
fréttum lofaö setningaraðstöðu, en
flokkurinn tvö hundruð og fimmtiu
þúsund krónum. Gegn þessu á að
koma ritstjórastóll númer tvö og
hefur Einar Karl Haraldsson verið til-
nefndur.
Þá hefur mönnum, sem standa
nærri samvinnuhreyfingunni verið
boöin þátttaka i útgáfu óháða
blaösins. Ekki hafa upphæðir heyrst
nefndar, en talið er að þessum aðilum
hafi lika verið heitið ritstjórastóli.
Kemur þar við sögu Haukur Ingi-
bergsson, fyrrverandi skólastjóri
Samvinnuskólans. Er þá þess að
vænta að þröngt verði um menn i rit-
stjórastólum, nema fyrrgreindir
aðilar skiptist á um að vera óháöir á
nýja blaðinu milli daglegra starfa
annars staöar.
Þá er fjórði aðilinn nefndur til
sögunnar, sem er stuðningsliö dr.
Gunnars Thoroddsens. Dr. Gunnar
er sagður hafa aðvarað menn og talið
blaðaútgáfu af þessu tagi litt fallna
til ávinnings. Aftur á móti þarf helsti
aðstoöarmaöur hans, Jón Ormur
Halldórsson, bráölega á sinni
upphefö að halda, og ekki ólíklegt að
hann myndi þiggja ritstjórastól á
nýja blaðinu. En það verður auðvitað
ekki til umræöu nema fé komi til.
Þannig hefur ritstjórahugmynd
Guðmundar Árna upp á þrjár
milljónir vakið upp hungur i ólíkleg-
ustu aöilum eftir aðstöðu á óháðu
blaði. Upptalning á stuðningsliði
sýnir að margir eru þeir nú til dags,
sem telja sér nokkurn ávinning að því
að vera óháðir, og mun Vísir og síðan
Dagblaðið og nú síðast Dagblaðið og
Visir hafa orðiö kveikjan að
hungrinu. Sá er þó munurinn að Dag-
blaðið og Vísir er óháð í besta
skilningi þess orðs, enda ekki safnaö
til sin forustuliði, sem heldur að
vísasti vegurinn til áhrifa sé að sveipa
eldfastar skoðanir i hjúp frjáls-
ræðisins í von um að almenningur
kunni þá frekar að taka kenningar
trúanlegar. En það er svo sem ekkert
á móti því að menn reynf.
Svarthöföi.