Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Page 33
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Farrah Fawcatt: Sýnir hörku í skilnaöarmáHnu. Farrah vill meiri peninga Farrah Fawcett og Lee Majors höfðu verið gift í 10 ár þegar annar komst í spilið og Farrah sótti um skilnað frá manni sínum. Þessi annar er kvik- myndaleikarinn Ryan O’Neal og deila þau Farrah og Lee hart um eignir sínar. Lee Majors hefur boðið fyrrverandi konu sinni i nokkrar milljónir Banda- rikjadala gegn því að hún falli frá til- kalli til annarra eigna. En það vill Farrah ekki sætta sig við. Hún krefst líka sins hluta í búgarði sem metinn er á rúmlega 30 milljónir króna og 10 milljóna króna í skaðabætur fyrir þann tíma sem hún var „bara húsmóðir. Farrah hefur því kosið að skjóta skilnaðarmálinu fyrir dómstóla og kemur það fyrir rétt í Los Angeles í marz. Lögfræðingar þeirra segja að svo mikið hatur sé hlaupið í málið að hjónin fyrrverandi muni ekki skirrast við að fletta ofan af öllum tiltækum hneykslismálum í sambandi hvort við annað. Oh... þessar konur... ... geta aldrei gert neitt upp á sitt eindæmi, gátu þessir liótæku lög reglumenn verió aó hugsa þegar þeii skiptu um dekk á bifreió einnar Reykjavíkurnteyjarinnar við Um- feróarmióstöóina um helgina. Eflaust má ætla að fljóðiö hafi hugsaó á móti „að það væri nú í lagi að nota þessa karlmenn, þegar þeir væru á annað boró fyrir hendi. Þeir hefðu hvort eó væri lítið annaó með tímann aó gera en að þræla fyrir okkur kvenmennina!" SER. „Komin smáspenna í mig" - segir Sólveig Leifsdóttir sem Dagsvarkinu að Ijúka baki. ■ og i annað hundruð snjóiausar kirkjutröppur að Siðan er rætt um landsins gagn og nauðsynjar — og væntanlega rætt um það hvort áfíka snjómagn þurfi að moka úr tröppunum að morgni. FANNFERGK) NYRÐRA-SN JÓLEYSIÐ SYÐRA ,,Eg er floginn til fjallanna nyrðra, þvi ég finn engan snjó hérna syðra,” segir i ágætu kvæði hljómsveitarinnar Þokkabótar — og víst er að margur skiðamaðurinn hér syðra hefur raulað þessar linur upp á síðkastið með tárin í augunum, . Það ntá raunar ætla, þegar skíða- brekkur Suðurlandsins eru skoðaðar að Vetur konungur hafi kvatt og sumar sé gengið í garð. Aðra sögu er að segja af Norðurlandinu. Þar vaða menn klofháa skafla — og slika tíð færa skíðamenn þar nyrðra sér að sjálfsögðu í nyt. Þeir hafa rennt sér á skíðum sínum alit frá siðustu haust- mánuðum — á meðan sunnanmenn hafa horft upp á skíði sin rykfalla i geymslum. Svo virðist sem engin breyting verði á þvi næstu vikur. Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa ekki farið varhluta af fannferginu nyrðra. Þeir hafa mátt hafa sig alla við til þess að ryðja skðflunum úr kirkjutröppunum — og raunar víðar. Meðfylgjandi myndir tók Gísli Sigur- geirsson af köppunum þegar þeir höfðu lokið mokstrinum einn daginn — væntanlega vissir unt að slíkt og hið santa þyrfti að gera næsta dag. -SER. brátt mun taka þátt í alþjóðlegri hárgreiðslukeppni í Lundúnum. Alþjóðleg hárgreiðslukeppni verður haldin i byrjun næsta mánaðar í þvi merka húsi Royal Hall i Lundúnum. Meðal keppenda, sem koma frá nærri 140 þjóðlöndum, verður einn íslendingur, Sólveig Leifsdöttir að nafni. Sólveig hlaut íslandsmeistaratitilinn í hárgreiðslu á síðastliðnu ári. Blaðamaður sló á þráðinn til Sólveigar og var hún spurð hvort hér væri um sterkt mót að ræða. ,,Já, þetta er bæði sterk og viðamikil keppni. Þetta er eins konar óopinber heimsmeistarakeppni og þátttakendur hennar eru allt meistar- ar frá sínum heimalöndum.” Og í hverju verður keppt? ,,Það verður keppt i nútíma- greiðslu annars vegar eða „gala”- greiðslu eins og hún er jafnan nefnd og hins vegar sígildri greiðslu. Auk þess verður keppt í almennri klippingu.” Verðlaunin? „Þau verða að sjálfsögðu stór og mikil. Það verður eingöngu boðið iupp á peningaverðlaun og fyrstu verðlaun munu nema um 125.000 ííslenzkum krónum.” Þú gerir þér vart vonir um þau? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Þetta er svo stór og ströng keppni. Ég vona samt að ég hafni ekki í síðasta sæti heldur svona einhvers staðar efra megin við línuna. Annars er áðalatriðið að taka þátt í þessu, þvi ég á eflaust eftir að læra mikið á þessu.” Hefur þú tekið þátt í sams konar keppnum áður? „Nei, ekki svona sterkum mótum eins og þetta kemur til með að verða. En að sjálfsögðu hefur maður tekið þátt í mörgum hárgreiðslukeppnum hér heima, en þær eru ekkert í likingu við það sem þarna verður um að ræða.” Ertu ekki eilitið spennt fyrir keppnina? „Jú, því er ekki að neita. Það er komin smáspenna í mig. Annars fer ég vestur á firði í þessari viku og þar ætti ég að geta slakað svolítið á fyrir keppnina.” Sólveig, sem að öðru jöfnu vinnur á hárgreiðslustofunni Gigju við Stigahlíð, var að lokum spurð að því hver hártízkan væri um þessar mundir. „Já, því er erfitt að svara,” segir hún, ,,og hvað skal segja. Að niínu mati er hártizkan náttúrlega orðin mjög breytileg frá degi til dags. Fólk fylgist ekki eins grannt með nýjungum í henni núna og áður var. Það má eiginlega segja að núorðið láti hver og einn klippa sig eftir eigin ihöfði.” -SER. Ljósmyndin er tekin á isiandsmeistaramótínu i hirgreiðslu í fyrra og sýnir meistarann, Sólveigu Leifsdóttur, á- samt módefí sínu sem raunar er systir hennar, Halla að nafni. \ I 1 I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.