Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Flak flugválarinnar. stúlkurnar verði kærðar fyrir vikið. Á eftir sagði Erica að þær stöllur hefðu verið að halda upp á afmælis- dag hennar, og hefði henni skyndi- lega dottið í hug að hressa dáiitið upp á áhorfendur i hléinu. — En mér datt aldrei í hug að það yrðu önnur eins læti út af konu- brjóstum, sagði hún. — Og þvi miður týndi ég brjöstahaldaranum mínum í öllum látunum. Þetta var alveg spánýr brjóstahaldari og ég er viss um að einhver hefur tekið hann með sér sem minjagrip. Vill ckki feta í fótspor föðurins Sonur Clarks heitins Gables, John, er nú orðinn tvítugur og stundar háskólanám í Santa Monica, Kaliforníu. Hann segist ekki hafa nokkra löngun til að leika í kvikmyndum en mikinn áhuga á* umhverfisverndun og könnun óræktarlanda. Clark Gable dó skömmu áður en drengurinn fæddist og leit því aldrei augum sitt fyrsta og eina barn. Ekkja hans og móðir Johns, Kay, giftist aftur fyrir nokkrum árum. heitins Kay og John, 12 ára: Hann er nú kominn í háskó/a. McEnroe er geö- vondur og erfidur Tennisstjarnan John McEnroe þarf ekki að láta sig dreyma um að græða jafnmikið á auglýsingum og starfsbróðir hans, Björn Borg. Ástæðan fyrir því er sú að skapofsi hans hefur gert hann mjög óvinsælan á meðal amerískra auglýsenda. McEnroe undirritaði' nýlega samning við Dunlop fyrirtækið þar sem hann lofaði að auglýsa tennisspaðana þeirra næstu þrjú árin og fær hann um 30 milljónir króna fyrir vikið. Hins veg- ar hafa talsmenn fyrir- tækisins kvartað sáran undan samvinnunni við McEnroe. Hann var svo skapvondur og erfiður við upptöku á auglýsinga- mynd að myndatakan tók tíu klukkustundir í staðinn fyrir tvær. John McEnroe: Miklu skapverri en BjörnBorg. Erica: Fegurstu br/óst sem sézt hafa á vellinum. Óvænt skemmtiatriði 68.000 manns fylgdust spenntir með landsleik Ástralíumanna og Englendinga i rugby í Twickenham á Englandi. En enginn hafði búizt við þvi skemmtiatriði er boðið var upp á i hléinu. Skyndilega stökk ung stúlka, Erica Rue, fram á völlinn og tók aö kasta klæðum. Vinkona hennar, Sara, fylgdi fast á eftir en tókst aldrei að ná jafnlangt i fatafækkun og Erica því einn af áhorfendum var fljótur til að vefja þjóöfánanum um nakin brjóst hennar. Bæði vallargestir og þær þúsundir manna sem fylgdust með leiknum i sjónvarpsútsendingu voru sammála um að aldrei hefðu fegurri brjóst sézt á veilinum en lögreglunni fannst þó tilhiýðilegt að stöðva þetta óvænta skemmtiatriði. Ekki er þó álitið að Björgun sem nálg- ast kraftaverk Fjölskyldan var komin i sorgar- það fyrst til bragðs að fela sig í skógin- klæðin og stórmenni landsins voru um. farin að búa sig undir jarðarförina. Það reyndist þó alveg óþarfi því daginn eftir að opinber tilkynning hafði verið gefin út um að Ghazali, utanrikisráðherra Malasíu, hefði látizt í flugslysi birtist hann sjálfur ljóslifandi. Flugvélin, lítil Cessna, fórst í fjalla- héraði 30 mílum norð-austur af Kuala Lumpur, eða á umráðasvæði skæru- liða. Lík flugmannsins og öryggis- varðar ráðherrans fundust í vélinni en hvorki fannst tangur né tetur af ráðherranum sjálfum. Enda segist Gazali alls ekki geta útskýrt það krafta- verk að hann skyldi bjargast. — Það siðasta sem ég man er að hjól flugvélarinnar snertu trjátoppana, segir hann. Slysið þykir að mörgu leyti hið dular- fyllsta. „Ghaz kóngur”, eins og landsmenn hans kalla hann, var á leið til stjórnmálafundar í heimahéraði sínu í norð-austur hluta landsins. En vélin fylgdi ekki flugáætluninni og þegar slysið átti sér stað flaug flugmaðurinn vélinni einum 1000 fetum lægra en ráðlegt er á þessum slóðum. Björgunarmenn fundu Ghazali þrjá- tíu klukkustundum eftir að slysið varð. Hann var skrámaður og dauð- uppgefinn en að öðru leyti heill á húfi. Hafði hann óttazt það svo mjög að falla í hendur skæruliðum að hann tók Ghazali: Óþarfi að undirbúa jarðarför.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.