Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Qupperneq 18
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR27. JANÚAR 1982. áreiðanlegum heimildum að allir þeir menn í knattspyrnuráðinu, sem störfuðu sl. keppnistimabil, hafi gefið áfram kost á sér á 37. ársþingi ÍA í nóvember, nema Hörður Helgason, sem er á förum til Húsavíkur. Það átti þvi aðeins eftir að fá mann í hans stað i knattspyrnuráðið, en hann var ritari KRA. Sá orðrómur er uppi á Akranesi, að breytingarnar hafi verið gerðar vegna komu Kirby — hann hafi viljað að í ráðinu væru menn sem hann þekkti vel frá þeim árum sem hann var á Akranesi. -SOS Meistararnir miklu og stúlk- urnar þeirra — Heimsmeistarakeppnin íalpagreinum hefstámorgun yfir heimsmeistarakeppnina í alpa- greinum sem hefst í Schaldming í Austurriki í dag, 27. janúar. líeppnin stendur til 7. febrúar. Ingemar Stenmark hefur þar mikið að verja varð bæði heimsmeistari í svigi og stórsvigi í siðustu heimsmeistara- keppni. Svíar hafa valið lið sitt í keppn- ina. Stenmark og Thorsten Jakobsson keppa í stórsvigi, aðeins tveir frá Svíþjóð, en hins vegar eru fjórir keppendur frá Svíþjóð í sviginu. Auk Stenmark þeir Bengt Fjállberg, Stig Strand og Lars Göran Halvarsson. í kvennagreinum er einn sænskur kepp- andi, Ann Melander hsim Sænsku blaðamennirnir voru heldur leiðinlegir við Ingemar Stenmark, skíðakónginn mikla, framan af keppnistímabilinu. Stenmark gekk ekki nógu vel að áliti þeirra vegna þess að hann hafði með sér unnustu sína, Ann Uvhagen, á keppnisferðum sínum í heimsbikarnum. En þcgar Stenmark komst á sigurbraut á ný breyttist tónninn í blöðunum. En fleiri en Sten- mark hafa unnustur sinar með sér, til dæmis helzti keppinautur Svíans, Phil Mahre, sem trúlofaður er Holly Kaiser. Á myndinni sjáum við pörin, Phil og Holly til vinstri, Ingemar og Ann til hægri. Kapparnir undirbúa sig nú af kappi Enski landsliðsmaðurinn Ray Kennedy var i gær seldur frá Liverpool til Swansea fyrir 160 þúsund sterlingspund. Rúmlega þrítugur og hefur leikið á fjórða hundrað leiki fyrir Liverpool sfðan hann var keyptur frá Arsenal fyrir um átta árum. Bætist f hóp fjölmargra leikmanna frá Liverpool sem leika með Swansea. -hsim. Þrjátíu þjóðir í UEFA- keppni pilta-landsliða ísland er I riðli með Spáni og Hollandi í Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu, leikmenn 21 árs og yngri. UEFA-keppni og fyrirhugað er að ísland leiki tvo leiki i sumar í þessum sjöunda riðli keppninnar. Keppt er í átta riðlum í þessari keppni. Dregið var í riðlana í Paris á fundi Evrópusambandsins, UEFA. Þá skýrðum við frá þvi hér í blaðinu i hvaða riðli ísland var. Riðlaskipanin i heild er annars þessi. 1. riðill Belgia Austur-Þýzkaland Skotland Sviss 2. riðill Pólland Sovétríkin Portúgal Finnland 3. riðill England Ungverjaland Grikkland Danmörk 4. riðill Júgóslavia Wales Noregur Búlgaría 5. riðill ítalia Tékkóslóvakía Rúmenia Kýpur 6. riðill Vestur-Þýzkaland Austurriki Tyrkland Albanía 7. riðill Spánn Holland ísland 8. riðill Frakkland Fjögur deildarmörk hjá Liver- pool og sex hjá Watford! 4. deild Evrópumeistarar Liverpool skutust upp í fimmta sæti 1. deildarínnar ensku í gærkvöld þegar þeir unnu stórsigur í Nottingham á Notts County, 0—4, Ian Rush, miðherji Wales, var aðalmaður- inn í liði meistaranna. Skoraði þrjú af mörkunum, öll í síðari hálfleik. Ronnie Whelan skoraði fyrsta markiö á 39. min. Liverpool er nú fimm stigum á eftir efsta liðinu, Ipswich. Hefur hlotið 33 stig en leikiö tveimur ieikjum meira. Miðherji QPR, Clive Ailen, var heldur betur á skotskónum þegar lið hans lék við Blackpool úr 4. deild i 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Skoraði fjögur mörk f 5—1 sigri QPR á gervigrasinu f vesturbæ Lundúna. Liðin gerðu jafntefli i Blackpool á laugardag. Simon Steinrod skoraði fimmta mark QPR. Sautjánda mark hans á leiktimabilinu. í 5. umferð leikur QPR á heimavelli Nokkrir leikir i deildunum voru háðir í gær. Úrslit urðu þessi. l.deild Arsenal—Brighton 0—0 Birmingham—Coventry 3—3 Notts Co—Liverpool 0—4 2. dcild Cambridge—C. Palace 0—0 Watford—Derby 6—1 við Grimsby, sem einnig leikur í 2. deild. Allen er fyrsti leikmaðurinn hjá QPR, sem skorar fjögur mörk í leik frá því Rodney Marsh, enski landsliðs- maðurinn, lék þar fyrir góöum áratug. Tveir aðrir leikir voru í bikarkeppn- inni i gærkvöld. Huddersfield og Orient gerðu jafntefii 1—1 í Huddersfield. Ian Moores skoraði fyrir Lundúnaliðið en Terry Austin jafnaði fyrir Huddersfield. Hann lék eitt sinn Crewe—Wigan 0- -1 Peterbro—Halifax 0- -0 Sheff. Utd.—Darlington 0- -0 Arsenal tókst ekki að sigra Brighton á heimavelli sínum og þar fóru dýrmæt stig. Fjörleikur var í Birmingham þar sem Alan Evans skoraði tvö af mörkum heimaliðsins. í 2. deild var Watford heldur betur í með Ipswich. Þá varð einnig jafntefii hjá Wrexham og Chelsea í Wales. Marka- kóngurinn Dixie McNeil skoraði mark Wrexham en Peter Rhoades-Brown fyrir Chelsea. Hann hafði komið inn sem varamaður. Liðin verða þvi að leika i þriðja sinn því ekki var skorað í framlengingunni. Þriöji leikurinn verður í Wrexham. -hsfm. ham gegn Derby sem nú er án stjóra. Colin Addison rekinn í fyrrakvöld. Stjórn Derby hefur nú auglýst eftir nýjum stjóra en vonast til að Brian Clough yfirgefi Nottingham Forest og bjargi Derby. Fyrir nokkrum árum gerði Clough Derby að stórveldi í ensku knattspyrnunni. Gerry Armstrong skoraði tvö fyrstu mörk Watford í gær- kvöld og greinilegt að lið Elton John hefur nú sett stefnuna beint á 1. deild. Liðið hefur nú 38 stig eftir 21 leik. Borgarafundur var haldinn í Bristol í gær til að reyna að bjarga Bristol City frá algjöru hruni. Átta af þekktustu leikmönnum liðsins voru settir á sölu- lista í fyrradag. En þeir voru teknir af listanum í gær, félaginu, semskuldar 850 þúsund sterlingspund, bjargað að minnsta kosti í bráð. Tveir kaupsýslu- menn í Bristol ákváðu að leggja fram eina milljón sterlingspunda í félagið. Nýtt hlutafélag var stofnað úr rústum þess eldra. Bristol City á langa sögu i ensku knattspyrnunni. Stofnað 1894. Hefur leikið i 1. deild m.a. leiktíma- bilið 1976—1980. Féll þá niður í 2. deild og strax næsta vor niður í þá þriðju. Er þar meðal neðstu liða. Stjór- inn, Bob Houghton, sem komið hafði Malmö FF i úrslit Evrópubikarsins gegn Nottingham Forest vorið 1979, yfirgaf Bristol City fyrir um hálfum mánuði. -hsim. Clive Allen skoraði fjögur af mörkum QPR Luxemborg Sviþjóð Lið frá 30 löndum taka því þátt í keppninni eða fieiri en nokkru sinni áður. Þá er fyrirhugaður í sumar lands- leikur íslands og Danmerkur í þessum aldursfiokki. -hsím. Einar Bollason. Aldrei lognmolla í kringum Kirby Uppstokkað knattspymulið tók á móti honum—þegar hann kom til Akraness um sl. helgi — Guðjón Þórðarson ekki til Neskaupstaðar Það er óhætt að segja að það sé aldrei lognmolla í kringum George Kirby — enska knattspyrnuþjálfarann sem verður með Skagamenn í sumar. Kirby kom til landsins fyrir helgina og var hann ekki búinn að vera lengi hér á landi, þegar staðan fór að breytast á Akranesi. Þau tíðindi urðu, að miklar Hapoel vann C.Palace Hapoel Ramat Gan, tsrael, sigraði enska liðið Crystal Palace 95—78 í Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik í Tel Aviv í gær. uppstokkanir áttu sér stað i knatt- spyrnuráði Akraness, sem hafði aðeins setið í tvo mánuði, eða frá Sambands- þingi ÍA í nóvember. Það átti sér stað á föstudaginn, að leit var hafin að nýjum manni til að taka við stjórn knattspyrnuráðsins — og á laugardaginn gaf Haraldur Sturlaugsson kost á sér sem formaður knattspyrnuráðsins og þá komu tvéir nýir menn inn í ráðið — Gunnar Sigurðsson og Kristján Sveinsson, tveir fyrrverandi formenn ráðsins, sem sátu við stjórnvöl þegar Kirby var hér sem þjálfari Skagamanna 1974—1977. Margir Skagamenn, sem DV ræddi við í gær, voru ekki beint sáttir við „hreinsanirnar”, sem áttu sér stað, en aðrir voru ánægðir með gang mála — 70 ára saga Vals Að lesa sögu Knattspyrnufélagsins Vals í þau 70 ár, sem liðin eru frá stofnun félagsins, er fyrir Valsmenn í dag ákaflega hrífandi,” segir Ólafur Gústafsson, varaformaður Vals, i formála „Valur vængjum þöndum”, stórri bók sem Valur hefur gefið út í til- efni 70 ára afmælisins. Ólafur er rit- stjóri bókarinnar en hún er skráð af blaðamönnunum Steinari J. Lúð- víkssyni og Jóni Birgi Péturssyni. Bókin er nýkomin út. 250 bls. í stóri broti og prýdd 240 myndum, þar af átta blaðsiður litmyndir. Þetta er í fyrsta sinn, sem iþróttafélag á íslandi gefur út bók um sögu þess. í bókinni er rakin saga VALS í 70 ár ýmist i beinni frásögn eða með viðtölum við Valsmenn, sem gert hafa garðinn frægan hjá VAL í gegnum tíðina. Er þar m.a. greint frá stofnun félagsins og bernskuárunum, Hlíðar- endakaupunum, vallar- og mannvirkja- framkvæmdum, deildaskiptingunni, gengi félagsins á íþróttasviðinu og hinu mikla félagslega starfi. í bókinni er sérstakur kafii um þátt- töku VALS í Evrópukeppnum í knatt- spyrnu, handknattleik og körfuknatt- leik. Ber þar hæst Benfica-leikinn 1968 og úrslitaleikinn i Evrópukeppninni í handknattleik í Miinchen 1980. Ennfremur er sérstakur kafli um þá Valsmenn, sem farið hafa út í atvinnu- mennsku í þessum íþróttagreinum, þá Albert Guðmundsson, Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Atla Eðvaldsson, Hörð Hilmarsson, Ólaf H. Jónsson, Ólaf Benediktsson, Pétur Guðmundsson, Albert Guðmundsson (yngri), Magnús Bergs o.fl. Þá er fjallað um þá Valsmenn, sem starfað hafa utan keppnisvallarins, svo sem fulltrúaráðsmenn, stuðnings- menn, Valskonur, þjálfara, dómara og stjórnarmenn. töldu að Kirby kæmi með nýtt líf i herbúðir Skagamanna. Einn við- mælandi okkar benti á að nú væri uppi sama staða og 1974, þegar Kirby kom fyrst til Skagamanna — þá stóð hann í málaferlum við Watford, þegar hann kom til landsins, en nú stæði hann í málaferlum við Halifax. Fundað með leikmönnum Nýja knattspyrnuráðið og George Kirby funduðu með leikmönnum um helgina og þá var rætt einslega við þá leikmenn, sem höfðu jafnvel hug á að fara frá Akranesi. Guðjón Þórðarsson, bakvörðurinn snjalli, hefur tekið þá ákvörðun að hætta við að gerast leikmaður og þjálfari Þróttar frá Neskaupstað. Þá hefur Sveinbjörn Hákonarson, sem hefur leikið með Grimsas i Svíþjóð, ákveðið að koma aftur til landsins og leika með Skagamönnum. Ekki er enn vitað hvað Árni Sveinsson gerir, en allt bendir þó til að hann fari til Kalmar FF. Nýja knatt- spyrnuráðið sendi Kalmar FF skeyti á mánudagsmorguninn, þar sem tilkynnt var að Skagamenn væru ekki rnægðir með það tilboð sem hefur komið frá félaginu — í sambandi við Árna Sveinsson. Óskuðu eftir nýju og betra tilboði. Þetta stóð til Það er ýmislegt á döfinni hjá Skaga- mönnum, sem ætla sér stóra hluti í sumar. DV hafði samband við einn stjórnarmann knattspyrnuráðs Akranes í gærkvöldi og spurði hann um breytingarnar á ráðinu. — Það er algjör tilviljun að þessi breyting átti sér stað þegar Kirby var hér. Þetta hefur lengi staðið til, sagði stjórnarmaðurinn. DV hefur aftur á móti frétt eftir Paul Stewart í landsliði Skota Paul Stewart, fyrrum leikmaður og þjálfari ÍR-liðsins í körfuknattleik, mun leika með Skotum gegn íslend- ingum i Evrópukeppni landsliða í Edin- borg 28. apríl. Stewart, sem á ætt sína að rekja til Skotlands, er einn af fjöl- mörgum Bandaríkjamönnum, sem leika með landsliði Skotlands en mikið er nú um það að landsliðin á Bretlands- eyjum, hafi Bandaríkjamenn í her- búðum sínum. ísland leikur í riðli með írlandi, Austurríki, Egyptalandi, Skotlandi og Ungverjalandi ÍEdinborg. -SOS Evrópukeppni lands- liða Ckörfuknatt- leik á Islandi 1984? KKÍ hefur óskað eftir því að C-keppni EM f ari f ram hér á landi Körfuknattleikssamband Islands hefur óskað eftir þvi að Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik fari fram á íslandi 1984. Þetta gerðist á aukaþingi Evrópusambands körfuknattleiks- manna í Róm á Ítalíu um sl. helgi. Þingið sátu þeir Kristbjörn Albertsson formaður K.K.Í. og Einar Bollason landsliðseinvaldur. — Já, við óskuðum eftir þvi að C- keppnin færi hér fram 1984, eða B- keppnin, ef við náum að vinna okkur sæti í henni í Edinborg, sagði Einar Bollason i stuttu spjalli við DV i gær- kvöldi. Einar sagði að það hefði verið tekið vel í boð íslendinga og þegar hefðu 10 þjóðir tílkynnt að þær styddu það að keppt yrði á íslandi. Við þlirfum að fá sex aðrar þjóðir til að samþykkja það einnig áður en ákveðið verður í Sviss í júnf hvar keppnin verður. Við vorum þeir fyrstu sem buðust til að halda keppnina — ég hef trú á að Norðmenn hafi einnig hug á að fá keppnina til sín, sagði Einar Bollason. Stórsigur Norðmanna Norðmenn eru mjög ánægðir með stórsigur á Portúgal í handknattleiks- keppninni sem nú stendur yfir i Búlgariu og ísland átti upphaflega að vera þátttakandi í. Norðmenn sigruðu Portúgala með ellefu marka mun eða 28—17. Staðan var jöfn upp i 6—6 en siðan komust Norðmenn í 15—7 _og úrslit voru ráðin. Þetta sýnir talsverða framför hjá Norðmönnum, eða þá afturför hjá Portúgal þvi þegar löndin mættust í C- keppninni fyrir nokkrum árum vann Portúgal með fimm marka mun. Flest mörk Noregs gegn Portúgal nú, skoraði Tore Johannessen 5, Terje Andersen, Vidar Bauer og Frank Egeland fjögur mörk hver. Eftir að ísíand hætti við þátttöku í keppninni var drengjalið Búlgariu einnig látið hætta þáttöku. Sex lið þvi þar sem allir leika við alla. Englendingar koma — Við náðum samningum við Englendinga um að þeir komi hingað með sitt sterkasta landslið í byrjun apríl og leiki hér þrjá landsleiki. Það er skipað nær eingöngu leikmönnum frá Bandaríkjunum, sagði Einar. Einar sagði að einnig væri í athugun hvort hægt væri að taka á móti Finnum hér um páskana, en þeir vildu ólmir koma hingað. Ef Danir, sem við erum búnir að bjóða hingað um páskana, komast ekki þá koma Finnarnir. Æfingabúðir í Austurríki Einar sagði að þá hefðu Hollending- ar staðfest boð sitt um að islenzka landsliðið kæmi í æfingabúðir í viku- tíma til Hollands fyrir Evrópukeppnina i Skotlandi 28. apríl. Eins og DV hefur sagt frá buðu Hollendingar íslending- um í æfingabúðir með þeim K.K.I. að kostnaðarlausu. — Þá náðust samningar við íra um að þeir komi hingað í byrjun janúar 1983 og leiki hér þrjá leiki og Svíar, Grikkir og Belgíumenn sýndu mikinn áhuga á samskiptum við ísland næsta vetur, sagði Einar. -SOS George Kirby á fullri ferð á Akranesi Sigurlás skor- aði 16 mörk —þegar Týr sló Gróttu út úrbikarkeppninni Knattspyrnukappinn Sigurlás Þorleifsson skoraði 16 mörk fyrir Tý þegar Týrsarar unnu sigur 28:26 yfir Gróttu í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar i handknattleik i gærkvöldi í Vest- mannaeyjum. Grótta var yfir 14:13 í leikhléi, en Týrsarar voru sterkari á endasprettinum. Stefán Halldórsson skoraði 7 mörk fyrir Tý. Af þeim mörkum sem Sigurlás skoraði, voru 7 úr vítaköstum. Sverrir Sverrisson skoraði flest mörk Gróttu — 10/3 og Sigurður Þ. Sigurðsson 5. -FÓV/-SOS Sigurlás — sextán mörk i einum leik. Þorra-pútt á Jafnframt Þorrablóti Golfklúbbs Reykjavfkur, sem haldið verður nk. laugardag 30. janúar, verður haldin þorra-pútts- keppni um kvöldið eða cftir matinv, Húsið verður opnað kl. 19.00 og hægt er að panta aðgöngumiða í Ljósi og orku, sími 84488.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.