Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 6
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð við andlát og útför Gylfa Zophaníassonar, Fagradal, Stokkseyri. Þökkum öllum þeim er veittu okkur ómetanlegan stuðning í veikindum hans. Holga Magnúsdóttir og synir Sigríður Karlsdóttir STARFSMANNAFÉLAGIÐ SÓKN AUGLÝSIR Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir árið 1982. Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sóknar liggja frammi á Freyjugötu 27, frá og með fimmtudegi 28. janúar til fimmtudags 4. febrúar. Nýjum tillögum skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félaga Sóknar og skal þeim skilað á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 þann 4. febrúar. Starfsmannafélagið Sókn. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu- stöðvar eru lausar til umsóknar. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Dalvík og stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslustöðvarnar á Hellu, Djúpavogi, Vík í Mýrdal, Ólafsvík, Laugarási i Biskupstungum, Þórshöfn á Langanesi og Asparfelli i Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Lauga- . vegi 116. UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍSLANDS Unglingameistaramót íslands verður haldið dagana 13.— 14. febrúar i íþróttahúsi Selfoss, Selfossi. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: einl. Þátttökugjöld tvil. tvennt Hnokkar — Tátur 50 30 30 Sveinar — Meyjar 60 40 40 Drengir — Telpur 70 50 50 Piltar — Stúlkur 80 60 60 Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt BSÍ fyrir 1. febrúar ásamt greiðslu fyrir þátttökugjöldum. Virðingarfyllst, Badmintonsamband íslands. 1X2 1X2 1X2 20. leikvika - leikir 23. janúar 1982 Vinningsröð: 122-111-2X1-X1X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 49.535.- 38327(1/12,6/11) 66445(1/12,4/11) 2. vinningur: 11 réttir — 442.00 kr. 1685 19266 37170 41939 71094 80016+ 70584(2/11) 2345+ 19898+ 37297 58611 + 72601 81658 73866(2/11) 2799 20873 37556 58818+ 72765 82985 75913(2/11)+ 4817 24722 38092 65110 74618 85140+ 75922(2/11)+ 5862 24958 38323 66328 76179 85138+ 75942(2/11)+ 6403 35019 40233 66455 76550 85833 76435(2/11) 7537 35091 40234 ccooc DtKKfD 76600 86251 83295(2/11)+ 12101 35221 40274 69883 77438 86304 Úr 9. triku: 13747 36618 40723 69885 77440 86620 33864+ 14118 38891 40860 70028 78402 87630+ 16950 37022 41016 70462 79561 88240 17444 37045 41144 70937 79824 88253 Kærufrestur er til 15. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á skrifstofu Getrauna í Reykjavík. Vinnings- .upphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Neytendur Neytendur DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. Leiöbemmga- skylda seljenda Óhætt er að fullyrða að með síauknu vöruúrvali, sifelldum tækninýjungum og vaxandi fjölbreytni i þjónustu:til- boðum hafi þörf neytenda fyrir gagn- legar leiðbeiningar aukizt til muna. Þessari leiðbeiningarþörf hefur á und- anförnum árum einkum verið reynt að mæta með starfi frjálsra félagasamtaka og eins er ljóst að ýmis lagaákvæði t.d. í samningalögum og almennum hegningarlögum stuðla beint eða óbeint að svipuðu markmiði. Við setningu lagaákvæða á árinu 1978 um óréttmæta viðskíptahætti o.fl. var mælt svo fyrir að væri leiðbeininga þörf við mat á eiginleikum vöru og þjónustu, sem á boðstólum væri, bæri að veita fullnægjandi leiðbeiningar. Það er ljóst að umrætt lagaákvæði leggur almenna leiðbeiningu og upplýs- ingaskyldu á seljendur vöru og þjónustu en hversu víðtæk skyldan er er ennþá fremur óljóst vegna skorts á fordæm- um. Þrátt fyrir þessi vandkvæði mun ég reyna að gera grein fyrir efni ákvæð- isins eftir því sem kostur er. Á hverjum hvílir leiðbeiningaskyldan? Leiðbeiningaskyldan hvílir einkum á seljendum vöru og þjónustu. í þessu sambandi skiptir ekki máli um hvaða sölustig er að ræða, þ.e. hvort seljandi er framleiðandi, heildsali eða smásali en vel má hugsa sér að leiðbeininga- skyldan geti í einstaka tilvikum verið ríkari á einu sölustigi en öðru t.d. við sölu frá heildsala til smásala. Með seljanda í framangreindum skilningi er jafnt átt við atvinnurekend- ur og starfsmenn þeirra. Hvenær er skyft að veita leiðbeiningar? Seljendum er skylt að veita leiðbein- ingar ef þeirra er þörf við mat á eigin- leikum hins selda, t.d. notagildi og end- ingu svo og meðferð og hættu sem af vöru eða öðm getur stafað. En hve- nær er þörf á leiðbeiningum? Væntan- lega verður að leggja almennan mæli- kvarða til grundvallar þessu mati sem útilokar einstaklingsbuixlnar forsendur kaupenda, nema seljendum séu þær sérstaklega kunnar. Reyndar hneigist ég að þeirri skoðun að skilyrði laganna um þörf fyrir leiðbeiningar megi ekki skoða eitt útaf fyrir sig heldur í tengsl- um við hugtakið fullnægjandi leiðbein- ingar sem ég fjalla um hér á eftir. Séu þessi hugtök skoðuð saman stöndum við frammi fyrir lagareglu sem er skýr- ari en ella. En jafnvel þótt reynt sé að meta það eitt út af fyrir sig hvenær kaupendum sé þörf á leiðbeiningum og hvenær ekki eru vafatilvikin varla mörg. Væntanlega blandast engum hugur um að þörf er á leiðbeiningum varðandi flestar tegundir raftækja, flestar tegundir fatnaðar, kaup á sólar- landaferðum og svo mætti lengi telja og að ekki er þörf á sérstökum leiðbein- ingum við kaup á strausykri, hljóm- plötum, skrifpappír o.s.frv. í fæstum tilvikum getur talizt vafi á því hvort eiginleikar vöru eða þjónustu liggja i augum uppi eðahvort þörf eráleiðbein- ingum en við takmarkatilvikin ber að hafa í huga að umrætt lagaákvæði mælir fyrir um víðtæka og almenna leiðbeiningaskyldu þannig að vissara er að skýra allan vafa kaupandanum í hag. Inntak leiðbeininga Ef leiðbeininga er þörf ber að veita fullnægjandi leiðbeiningar. Hversu it- arlegar þær þurfi að vera fer eftir teg- und og gerð viðkomandi vöru eða Óréttmætir viðskiptahættir Þórður S. Gunnarsson þjónustu en almennt má segja að veita beri kaupanda þær upplýsingar sem þýðingu hafa fyrir ákvörðun hans um kaupin og er þá lagður almennur mæli- kvarði til grundvallar nema kaupandi gefi sérstakar upplýsingar um sérþarfir sínar. í hugtakinu fullnægjandi leið- beiningar felst að upplýsingar séu al- mennt aðgengilegar og skiljanlegar fyr- ir kaupendur. í þessu sambandi er nauðsynlegt að nefna tvö tilvik sem að mínu mati geta ekki flokkazt undir annað en ófullnægjandi leiðbeiningar. Fyrra tilvikið er að leiðbeiningarrrit og bæklingar á erlendum tungumálum fylgi seldum hlut, án þess að íslenzk þýðing fylgi með. Þetta er því miður mjög algengt og það sem verra er, eink- um i sambandi við sölu á dýrum raftækj- um. Ekki skiptir máli hvort leiðbein- ingar eru t.d. á dönsku eða þýzku. Hitt tilvikið er að leiðbeiningum sé pakkað þannig inn að þær komi fyrst fyrir augu kaupandans þegar varan er tekin upp. Svar við þeirri spurningu hvenær leiðbeiningar séu fullnægjandi helzt að nokkru leyti í hendur við hvaða eigin- leika kaupandi leggur áherzlu á. Vænt- anlega er slikt einstaklingsbundið að nokkru marki en almennt gerir kaupandi þær kröfur vara eða þjónusta uppfylli svipaðar gæðakröfúr og önnur sambærileg vara og þjónusta og honum er nauðsyn á þeim upplýsingum og leið- beiningum sem gera honum kleift að njóta þessara kosta eða varast kaupin ella. Ég er þeirrar skoðunar að við séum afar misjafnlega stödd varðandi full- nægjandi leiðbeiningar gagnvart kaup- endum og að á ýmsum sviðum sé þörf verulegs átaks til bóta. í því sambandi finnst mér einkum ástæða til að nefna sölu heimilistækja, myndsegulbands- tækja og t.d. bifreiða (bæði notaðra og nýrra). Þó ber að forðast alhæfingu í þessu sambandi og vafalaust er einhver munur milli fyrirtækja. Á hinn bóginn finnst mér sumar innlendar ferðaskrif- stofur rækja Ieiðbeiningarskyldu sína með miklum sóma og nefna má aðrar tegundir fyrirtækja sem dæmi um slíkt. Við mat á því hvenær leiðbeiningar séu fullnægjandi verður að hafa í huga eðlilega athugunarskyldu og þá sjálf- sögðu kröfu að ekki sé gengið til við- skipta með lokuð augu. Nánarum leiðbeiningaskylduna Veita ber fullnægjandi leiðbeiningar þegar tilboð er gefið eða samningur gerður þannig að leiðbeiningarnar sem slíkar hafi áhrif á hvort samningur er gerður eða ekki. Leiðbeiningar sem ekki geta flokkazt undir ákvörðunar- ástæður verða að liggja fyrir eigi síðar en við afhendingu hins selda. Nauðsynlegar leiðbeiningar er hægt að veita með ýmsum hætti. Þær geta komið fram í auglýsingum, á umbúð- um vöru, í sérstakri vörumerkingu, í leiðbeiningarbæklingum og jafnvel munnlega. Segja má því að leiðbeining- ar geti bæði komið fram áíölustað og utan hans. Vafasamasta leiðbeiningar- aðferðin er að mínu mati auglýsingar, a.m.k. sjónvarpsauglýsingar, sem að stórum hluta eru innihaldslaust glamur og að óbreyttu ekki til þess fallnar að vekja réttmætt traust kaupenda og reyndar i hróplegu ósamræmi við þau meginsjónarmið sem íslenzk laga- ákvæði um óréttmæta viðskiptahætti byggjaá. Þórður S. Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.