Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MtÐVlKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. 16 Spurningin Borðar þú hákarí? Hreiðar Jónsson: Nei, það geri ég ekki. Mér finnst hann einfaldlega vondur. Guðrún Sæmundsdóttir: Ég hef nú smakkað hann. En mér flnnst hann nú ekki vera neitt sælgæti. Katrin Pálsdóttir: Nei, alls ekki. Ég hef aldrei borðað hann. Það er svo gasaiega vond lykt af honum. Sigriður Eyjólfsdóttir; Nei, ég hef aldrei bragðað S hákarli og veit því eðlilega ekki hvort hann er góður eða ekki. Páll S. Sv. Pálsson: Nei, það hef ég aldrei gert og hef ekki hugsað mér að gera í framtíðinni. Ég held að hann s< bara vondur. Halldór Arnarsson: Nei, og hef aldrei bragðað á honum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesend Er útvarp í strætó vandamál? — Póliiískir seiðskrattar styrkja stöðu sínar segir Besandi Það birtast ekki mörg lesendabréf í Þjóöviljanum, — heldur ekki Tíman- um. Stöku sinnum birtist eitt og eitt. þessi bréf eru venjulega pólitísks eðlis og styðja eða ýta undir þá pólitísku stefnu sem þessi blöð hafa að leiðar- ljósi. Eitt slíkt birtist nýlega í Þjóðviljan- um og fjallaði um þá „ósvinnu”, að vagnstjóri hafði leyft sér að stilla út- varpstæki sitt á Keflavikurstöðina í staðinn fyrir Reykjavík, — eins og hann átti auðvitað að gera, að mati „kvartarans”! Nú, það er engum blöðum um það að fletta að þarna gerði vagnstjórinn stóra „skyssu”. Formaður stjórnar Strætisvagnanna sem er Alþýðu- bandaiagsmaður hafði umsvifalaust- samband við blaðið strax daginn eftir og las öllum vagnstjórum pistilinn. Ekki skyldi á þvi standa! Strætisvagnastjórnarformaður Alþýðubandalagsins sagði að þegar vagnstjórunum í vögnunum hefði verið veitt heimild til að hafa útvarp í vögnunum hefði það verið gert með því skilyrði að ekki væri verið að hlusta á útlendar stöðvar! Þessu hefði fulltrúi vagnstjóra í nefndinni verið samþykkur! „Strætófarþegi” telur ekki loku fyrir það skotið að Alþýðubandalagið komi upp eftirliti til þess að varna því að vagnstjórar stilli útvarpstæki sin á Kefla- vikurstöðina i stað RÚV. „Hins vegar gerist það,” sagði for- maðurinn, „að eftir að útvarpið er komið í vagnana þá bara dynja kvart- anir yfir mig! Farþegar segjast bara ekki vilja fara með vögnunum af þessum sökum!” Þeim tilmælum hefur því verið beint til vagnstjóranna að þeir hlusti ekki á annað en íslenzku stöðina framvegis. „Ég hélt að þetta mál væri þar með úr sögunni,” sagði for- maðurinn ennfremur. Nú hefur þaði hins. vegarigerzt að ekki eru allir vagnstjórar sáttir við að þurfa að hlita reglum pólitískra ag- enta i stjórn Strætisvagna Reykjavík- ur og stilla sennilega á hvaða stöð sem er ef þeim býður svo við að horfa. Hvaða farþegi ætli sé svo sem að koma inn í strætó til að hlusta á framhaldssögur eða fréttaþætti? Úr því að búið er að veita vagn- stjórum leyfí til að nota viðtæki yfir- leitt er þeim þá ekki frjálst að nota hvaða stöð sem er? Ég vona bara að þeir láti ekki kúga sig til hlýðni í þessu máli. Að minnsta kosti ekki fyrr en farið verður að setja sérstakan „vaktmann” í hvern vagn til þess að fylgjast með hvaða vagnstjóri hlustar á erlendar stöðvar. Og sannið til, það verður næsta skrefið! Annað eins er í bígerð i þessu landi. — Ef ekki vaktmaður í strætó þá að verðlauna farþega sem geta sannað að heyrzt hafi í óæskilegri út- varpsstöð í strætó. Vagnstjórar, ver- ið nú varir um ykkur ! — Hver sá sem situr framarlega í vagninum getur verið. . . Vegna skrefatalningar: ÖRYRKIAR OG GAMALMENNE NOTA EKKISÍMANN JAFNMIKIO OG ÁÐUR — segir öryrki sem vill aö sú notkun verði athuguð Öryrki hríngdi: Um daginn sá ég grein í DV þar sem yfirverkfræðingur Pósts- og sima- segir að samanburður á reikningum símnotenda sýni að hækkun vegna skrefatalningar sé vart merkjanleg ef bornir eru saman reikningar nóvember- mánaðanna 1980 og ’81. Síðan segir i greininni: „Við gerðum mælingu á einni stöðva okkar á miðjum degi og bárum saman mælingu frá þvi í næsta mánuði á undan svo og frá í sumar. Niðurstaða þess saman- burðar sýndi aðeins frávik upp á 2— 4%, þannig að fólk virðist nota simann jafnmikiðog áður.” Þessi grein þykir mér heldur betur vera villandi og ummælin makalaus. Fyrirsögnin er: „Fólk notar símann jafn mikið og áður”. Ég er öryrki og bundinn heima við allan liðlangan daginn. Síminn var mér og þeim kunningjum mínum sem álíka er ástatt fyrir mikii huggun. Svo brá nú við þegar skrefatalningin kom á að síminn hringir bókstaflega aldrei, né hringi ég nema bráða nauðsyn beri til. Svo er því fiaggað hvað mest að skrefatalningingildi ekki eftir kl. 19 á kvöldin né um helgar. Það fólk sem úti vinnur er einmitt heima hjá fjöl- skyldum sínum þá, svo ekki er verið að eyða tímanum í símtöl, enda nóg að gera heima. Á kvöldin tekur síðan sjón- varpið við og það er nú ein mesta af- þreying okkar sem ekkert komumst. Hvernig væri að síminn tæki sig til og mældi notkunina hjá öryrkjum og gamla fólkinu? Hjá þeim hópi var síminn kannski eini tengiliðurinn við oft gleymið umhverfi hjá þeim hópi sem að jafnaði er Iátinn afskiptur, því hann má sín minnst — nema rétt fyrir kosningar. „Svo brá nú við þegar skrefatalningin kom á að síminn hríngir bókstaflega aldrei né hringi ég nema bráða nauðsyn beri til,” segir öryrki sem síminn var mikil huggun áður. Áskorun til útvarpsráðs: Kaupið fleiri Dallas-þætti Dallas-unnendur hafa verið nokkuð iðnir við að láta i sér heyra. Þeir viija fá fleiri Dallas-þætti og ekkert múður. — ogþað semfyrst A.A.; A.G.; Á.Þ.; E.R. og A.E. skrífa: Við erum hér nokkrir Hafnfirðingar sem finnst það vera algjör synd að fá ekki að sjá fleiri Dallas-þætti. Við tökum því eindregið undir orð lesanda sem skrifar i DV 20. jan. sl. og okkur er vel kunnugt um að ekki eru fáir sammála þessu, hvað sem and- stæðingar þáttanna vilja vera láta. Þeir geta þá sleppt þvi að horfa á þetta efni. Fram að þessum sorglegu „endalok- um” hefur maður setið stjarfur fyrir framan kassann þegar Dallas var á dag- skrá, og gætt þess vandlega að missa helzt ekki af einum einasta þætti. Síðan á auðvitað að fella niður einmitt þessa þætti! Við skorum á Útvarpsráð að kaupa fleiri Dallas-þætti og það sem fyrst. Efnið sem komið er í staðinn er drep- leiðinlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.