Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Side 31
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Frðfærur og Sodastrím Tíðrætt var við kaffiborð um mikla sæmdarkonu, sem nýlega lézt í hárri elli. Hafði þá einhver orð á þvi með réttu, að hún hefði lifað tímana tvenna. Jónas Guðmundson á létt með aö lala i beittum sam- likingum. Hann sagði: „Já, hún fæddíst viö fráfærur og andaöist með Sodastrím”. Úkeypis fébgsráðgjöf samvinnumanna „Jústeinn skauzt upp i annaö sæti", segir í fyrirsögn DV um prúfkjör framsóknar- manna í Reykjavík. Er hér átt við Jóstein Kristjánsson, sem hlaut 371 atkvæði i 1.-3. sæti listans en 494 atkvæöi alls. Jósteinn og Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður eru bræður. Þriðji bróöirinn. Jóhann Þórir Jónsson, Skák- ritstjóri, er sagður hafa skipulagt kosningaárangur Jósteins. Endurtalning atkvæða færði þó Gerði Steinþórs- dóttur upp fyrir Jóstein. Jónas Guðmundsson rit- höfundur hlaut 519 atkvæði, og 8. sæti. Knginn hlaut þó 50% atkvæða og þvi ekkí bindandi kosningu í sæti. Björgvin Jónsson, út- gerðarmaður og fyrrum al- þingismaður, sagði við kaffiborð á Borginni, þar sem Jónas var meöal félaga: „Ég held, Jónas minn, að þú verðír að skilja við þína ungu, fallegu konu, og leita lags við einhverja systur Guðmundar G., ef þú ætlar þér einhvern frama í pólilíkinni.” Frjábt síðdegis- blað - en naum- ast atveg óháó Hugmyndin um nýtt siðdegisblað er engan veginn úr sögunni. Guðmundur Arni Slefánsson er fylginn sér og hefur hann viða borið niður í þreifingum um fjáröflun til útgáfunnar utan vinveittra peningakrata. Óstaðfest er að út- gáfufélag Þjóðviljans, beint eða óbeint, hafi léð máls á stuöningi með því aö leggja til tæknibúnaö sem metinn yrði (II vcrðs. Tilgangurinn cr sá að fá rýmri aðstööu til Sovét- skrifa en Þjóðviljinn hefur. Þá heyrisl að Sambandið sé til viðræðu um aðild meðal annars vegna ósamþykkis við vissa valdamenn í Framsóknarflokknum. Er skemmst að minnast óánægju ESSO með staðfstu Ólafs i Helguvikurframkvæmdum af ótta víð að missa spón úr ask- inum i Hvalfiröi. Loks hafa ungir fallkandí- datar frá SUS-þinginu á ísa- firði I sumar ekki gefið afsvar um sluöning. Guðmundur Árni yrði rit- stjóri með eftirlitsnefnd Einars Karls Haraldssonar, Hauks Ingibergssonar og Jóns Orms Halldórssonar, ef hann fæst til leiks. Þannig er ætlaö að kalla blaðið frjálst fréttablaö, en naumast alveg óháð. Samvinnuferðir eru að semja í sandkorni á mánudag sagði frá bjartsýni, sem rikir á sólarlandamarkaðnum og í framhaldi af því samningi Út- sýnar og Flugleiða um sólar- landaferðir. Af því var dregin sú ályktun að Samvinnu- ferðir-Landsýn lcituðu samninga við Arnarflug. For- ráðamenn Samvinnuferða- Landsýnar vilja vegna þessar- ar klausu koma þvi á fram- færi að feröaskrifstofan standi nú í samningum við bæði fiugfélögin, Flugleiðir og Arnarflug. Þar þrýtur ekki gosið. Runnlfur Þórarinsson, deildarstjóri i menntamála- ráðuneytinu, varð sextugur ekki alls fyrir löngu. Hann er formaður Geysisnefndar sem kunnugt er. Góökunningjar hans hitt- ust á förnum vegi. Segir þá annar: „Þú varst ekki i af- mætinu hans Runólfs." Hinn svaraðí: „Þar hefði ég komið, ef ég hefði vitað um það, þvi Runólfur er höfðingi heim að sækja. Þctta hefur sjálfsgt verið haldið fyrir austan. Þar þrýtur ekki gosiö.” Bragi Sigurðsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Húsmóðirin gapir af undrun enda loftvarnabyssa komin inn f eldhúsið. Stjömubíó —1941: Ærslaleikur sem aldrei nær flugi Kvikmynd: 1941 Lalkstjóri: Stevon Spielborg. Handrit: Robert Zemeckis, Bob Gale og John Milius. Tónlist: John Williams. Kvikmyndun: William A. Fraker. Framleiðandi: Buzz Feitshans. Meóal lelkenda: John Belushi, Christopher Lee, Dan Aykroyd, Ned Beatty, Warren Oats, Slim Pickens. Sýningarstaður: Stjörnubló. Heldur varð ég fyrir vonbrigðum með ærslaleik Stevens Spielberg sem hann nefnir eftir árinu 1941. Myndin nær aldrei að komast á almennilegt flug og er því nokkuð frá því að halda áhorfandanum í krampa- kenndu hláturskasti frá upphafi til enda. Myndin er nær laus við allan frum- leik, svo sem hvað varðar persónur, söguþráð og síðast en ekki síst þau atriði sem fá eiga áhorfandann til að hlæja. Hver hefur ekki áður séð andlit klessast ofan í rjómatertu, slagsmál í stíl Trinity-bræðra eða meira og minna ruglaða, föðurlands- elskandi kana sem loksins fá tæki- færi til að klekkja á óvinum þjóðar- innar? En allt um það. Myndin er nú ekki alslæm og sannast að segja held ég að fáir sleppi út án þess að reka upp tvær, þrjár hlátursgusur. Þær vara þó ekki lengi. Og þú verður búinn að gleyma atriðunum sem fengu þig til að hlæja innan viku, ef ekki næsta dag. Sögusvið myndarinnar er Los Angeles og nágrenni á stríðsárunum. Japanir hafa gert árás á Pearl Harbour og íbúar Kaliforníu eru þess fullvissir að fylki þeirra sé næsta skotmarkið. Sögusagnir ganga urn að Japanir hafi þegar komið sér upp leyni flugvelli í óbyggðum og einhver heldur þvi fram að japanskir fall- hiífarhermenn séu á leiðinni. Það þarf því ekki mikinn neista tif að koma öllu í bál og brand. Þann neista kveikir fallisti úr flugskóla sem ákveðinn er í að komast yfir kvenmann nokkurn. Sá kvenmaður ber einkennilegan hug til flugvéla og fallistinn notfærir sér það, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Einu Japanarnir, sem koma við sögu, er áhöfn kafbáts nokkurs. Kaf- bátastjórinn er ákveðinn í að ná sér niðri á bandarísku þjóðinni og það telur hann bezt að gera með því að skjófa niður kvikmyndaborgina Hollywood. Látum þetta nægja um söguþráðinn. Slim Pickens, sá gamli jálkur, leikur kannski eina heilsteyptustu persónu myndarinnar. Hann kemur þó litið við sögu. Flugmaðurinn kærulausi, sem John Belushi leikur, er persóna sem erfitt er að botna í. Reyndar koma það margar persónur við sögu þessarar myndar að áhorf- andinn fær varla meira en rétt yfir- borðsmynd hverrar þeirra. Ekki ætla ég að ráða neinum frá því að sjá þessa mynd. Engum ætti beinlínis að leiðast og einhverjir fá örugglega ágætusu skemmtun, a.m.k. þann tíma sem þeir sitja í þægilegum sætum Stjörnubiós, sitji þeir ekki á einhverjum af neðstu bekkjunum. Kristján Már Unnarsson Kvikmyndir Kvikmyndir Flugbrautarendinn á Akureyri verður ekki malbikaður í ár Flugbrautarendinn á Akureyrarflug- velli verður ekki malbikaður í sumar, eins og ráð hafði verið gert fyrir í fjár- lögum þessa árs. Síðustu fimm ár hefur verið unnið að framlengingu flug- brautarinnar og er hún núna rúmlegar 2000 metrar. Þar af eru um 1600 metrar malbikaðir. í samtali við Rúnar H. Sigmundsson flugvallarstjóra á Akureyri, kom fram, að upphæðin sem átti að verja til mal- bikunarframkvæmdanna, hefði verið skorin niður um helming. Hefði verið áætlað að til verksins þyrfti 3.6 millj- ónir króna, en þær 1.8 milljónir sem nú væru eftir dygðu skammt til að Ijúka því. Því hefði þótt ráðlegt að yfirfæra þá fjárhæð á Sauðárkróksflugvöll. Flug- völlurinn þar, sem væri 2000 metra langur, hefði lengi beðið malbikunar og þætti nú orðið brýnt að hann yrði tilþessáttiað nota yf irf ærð á Sauðárkróks- flugvöll malbikaður, þó ekki væri nema að litlum hluta. Taldi Rúnar, að nægjanlegt fjár- magn myndi fást fyrir næsta ár, til að ljúka malbikun Akureyrarflugvallar. -klp- Nýtt þjónustufyrirtæki lítur dagsins Ijós: „Aldraðir fá 10% af heildarínnkomunni segir eigandinn, Asgeir Eggertsson ,,Eg hef ákveðið að láta 10% af heildarinnkomu fyrirtækisins á þessu ári renna til aldraðra,” sagði Ásgeir Eggertsson í stuttu spjalli við DV. Ásgeir hefur nýverið stofnað fyrir- tæki, sem sér um sölu og dreifingu á sandi yfir vetrartímann. „Ég held að þetta sé eina fyrirtækið sinnar tegundar í Reykjavik,” sagði Ásgeir. Borgin hefur séð um dreifingu á almennings- leiðum. En þessi þjónusta hjálpar fólki að konta í veg fyrir hálku á gangstétt- um og við bílskúra heima hjá sér. Ég hef eins og áður sagði ákveðið að láta aldraða njóta góðs af því sem kemur í kassann. Auk þessa fá þeir og öryrkjar 30% afslátt á þjónustunni. Ásgeir sagði ennfremur, að tals- verður kostnaður fylgdi þvi að stofna fyrirtæki sem þetta, þótt það gæti ekki talizt stórt. Sandinn fengi hann hjá Björgun hf. og saltið hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hvoru tveggja þyrfti að aka inn á Laugaveg, setja það þar í poka og koma því til kaupenda ef óskað væri. Hann hefði fengið sér sér- stakan handdreifara, til að auðvelda dreifinguna, auk annars sem til þyrfti. „En ég er bjartsýnn á að þetta gangi,” sagði Ásgeir. „Og vonandi verður minna um slys i hálku en áður, þegar fólk verður komið á bragðið með að nota sér þessa þjónustu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.