Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚARJ982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Nauðganir leiða til vakningar í Bret- |a ■ Veröa embættismönnum til falls ICfffUf ogleiða líklega til nýrra laga Afgreiðsla brezkra yfirvalda á nokkrum nauðgunarmálum vakti al- menna hneykslun og slíka gremju Margaretar Thatcher forsætisráð- herra að einn af hærra settum emb- ættismönnum stjórnarinnar var lát- inn víkja úr starfi. — Stærri dilk gætu þó þessi mál dregið á eftir sér. Vöknuð er umræða um að breyta þurfi lögunum til þess að tryggja að nauðgarar lendi i fangelsum fyrir glæpi sína. Varðað En i fyrstu lotu valt Nicholas Fair- bairne, eins konar dómsmálaráð- herra Skotlands, úr sessi eftir að hafa vakið almenna gremju vegna af- greiðslu pins nauðgunarmálsins. Hann hafði ákveðið að sækja ekki til saka þrjú ungmenni, sem ákærð höfðu verið fyrir að nauðga konu einni í Glasgow. Eftir nauðgunina léku þeir sér að því að skera út í and- lit konunnar með rakhníf. Undarlegt hugarfar dómara Þó kastaði fyrst tólfunum þegar dómari einn lét nægja að sekta nauðgara um tvö þúsund sterlings- pund í stað þess að senda hann i fang- elsi. Lét dómarinn að þvi liggja að fórnardýrið, sautján ára stúlka, gæti að nokkru kennt sjálfri sér um með því að vera ein á ferli seint um kvöld og reyna að sníkja sér far á puttan- 'um. — Kvenréttindasamtök fylktu isér strax að baki mótmælaaðgerðum log fimmtíu þingmenn skrifuðu undir áskorun þess efnis að dómarinn yrði látinn víkja. Sjónvarpsáhorfendur vitni Ofan i þessar umræður í suðu- punkti sýndi sjónvarpið síðan heimildarmynd tekna á lögreglustöð, þar sem lögreglumenn voru að yfir- heyra konu sem kæra vildi nauðgun. Gekk alveg fram af fólki, sem mynd- ina sá, hvernig yfirheyrendur þjörm- uðu að konunni í spurningum. Síma- línur sjónvarpsstöðvarinnar voru gló- andi vegna hringinga fólks og sömu- leiðis símar lögreglustöðvarinnar. Fólkið gat ekki orða bundizt og vildi mótmæla ruddaskap, kaldrana og klaufalegum vinnubrögðum lögreglu- mannanna. Konan var spurð í þaula um hversu oft hún hefði kynmök við elskhuga sirtn, hvort hún þægi einhvern tíma peningagreiðslur fyrir blíðu sína og hví hún hefði ekki snúizt til varnar gegn árásarmönnunum (sem voru þrír), hrópað á hjálp eða reynt að forða sér á hlaupum. Thatcher nógboðið Lögreglumennirnir reyndu að rétt- læta nærgöngular og harkalegar spurningar sínar með því að segja að konan hefði áður leitað til þeirra út af svipuðu efni og vitað fyrir að hún væri veil á taugum. — Þó viður- kenndi lögreglustjóri þeirra að vinnu- brögðum manna hans hefði verið ábótavant. Thatcher forsætisráðherra lét þetta verða tilefni til þess að stiga í ræðustólinn í neðri málstofunni. Var hún eindreginn talsmaður þess að nauðgurum væri ekki sleppt við refsi- vist: ,,Það er knýjandi nauðsyn á því að konur geti treyst lögunum til þess að vernda þær gegn þessum ofbeldis, forkastanlega viðbjóösglæp,” sagði hún. Letjakonur Thatcher, eins og margir aðrir, kveið því að niðurlægjandi yfir- heyrslur á borð við þessa, sem sýnd var i sjónvarpinu, orkuðu letjandi á fórnardýr nauðgara að leita aðstoðar lögreglunnar eða réttar síns. Kvenréttindasamtök færa rök að því að ekki sé kært nema eins og eitt tilfelli af hverjum tuttugu nauðg- unum. Áriðl980 voru 1.225 nauðg- unarmál kærð til yfirválda í Bret- landi. Þau leiddu af sér sakfellingar í 416 tilvikum. í kjölfar þessarar umdeildu yfir- heyrslu, sem sjónvarpsáhorfendur voru vitni að, komu svo réttarhöld yfir tuttugu og tveggja ára gömlum nauðgara, þar sem uppvíst varð að lögreglan lagði ekki alvarlega að sér við að hafa hendur í hári hans fyrr en hann var búinn að ráðast á tíu konur á eins árs bili. Maðurinn var sendur til vistunar á geðveikrahæli. Kona ekki spurð álits Mesta gremjuna vakti þó Glasgow- málið, sem leiddi til falls Fairbairne úr embætti. Yfirvöld ákváðu eins og áður sagði, að sækja ekki til saka þrjú ungmenni á aldrinum fjórtán til sautján ára fyrir nauðgun konu, þeg- ar geðlæknir hafði látið í ljós það álit sittað fórnardýrið kynni að bíða tjón á andlegri heilsu sinni ef hún yrði leidd í vitnastúkuna. Einn ungling- anna játaði í yfirheyrslum hjá lög- reglunni að hinni þritugu konu hefði verið hópnauðgað og árásarmennirn- ir hefðu rist hana í andlitið, svo að sauma varð í það hundrað sextíu og átta spor. Hún las um ákvörðun yfir- valdsins í einu Glasgowblaðanna og minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma sjálf verið spurð að því hvort hún treysti sér til þess að vitna gegn árásarmönnunum. Sjálf hélt hún því fram að hún bæði treysti sér til þess og væri fús til. Bættigráu ofan á svart Fairbairne reyndi að hvítþvo sig fyrst með viðtölum í fjölmiðlum áður en hann stóð þinginu reikningsskil þeirrar ákvörðunar, að höfða ekki mál gegn nauðgurunum. Þar þótti hann bæta gráu ofan á svart með broti á siðareglum og eins með því að spilla þar með hugsanlega fyrir áframhaldandi rannsókn á bæði nauðgunarmálinu og eins embættis- verkum hans sjálfs. — Thatcher greip þá sjálf i taumana og gengur sá kvitt- ur fjöllunum hærra að hún hafi kraf- ið Fairbairne um afsögn hans. Raunar hafði Fairbairne verið á milli tanna manna í síðasta mánuði. Höfðu þá margir krafizt þess að hann yrði látinn víkja vegna hneykslis sem varð þegar uppvíst var að hann stæði i ástarmakki við eina af einka- riturum þingsins. Lagabreytingar íuppsiglingu Umræðan um nauðgunarmál hefur síðan snúizt yfir í kröfur um breyt- ingar á lögum varðandi slik afbrot. Um 5 hundruð konur gengu fylktu liði nýlega til neðri málstofunnar til þess að knýja á um að slik afbrot skuli skilyrðislaust varða fangelsi. Trades Union Congress, sem er ASÍ þeirra brezku og telur um tólf milljónir manna innan sinna vé- banda, hafa lagt að stjórnvöldum að hraða breytingumálögum hvað þetta varðar. Heyrzt hefur að William Whitelaw innanrikismálaráðherra (sem dómsmálin heyra undir) hafi þegar falið lögfræðingum stjórnar- innar undirbúning lagafrumvarps, sem gangi í þessa átt. Aidrei aftur bætt Krafan um skilyrðislaust fangelsi vegna nauðgunarbrots er reist á fyrir- byggjandi sjónarmiðum, en er um leið sett fram til þess að fá viðurkenn- ingu samfélagsins á því hversu alvar- lega og svívirðilega það telur slíka glæpi. Þar í iiggur engin von um nokkra huggun til handa fórnardýr- unum eða bættan skaða, sem einatt er slíkur að aldrei grær um heilt aft- ur. Það síðasta er undirstrikað af nýj- ustu fréttum um að á dögunum hafi maður ákærður fyrir nauðgun hengt sig i fangaklefanum meðan mál hans var í rannsókn. Fórnarlamb hans reyndi að fyrirfara sér, en unnusti hennar hafði andazt úr hjartaslagi þegar hann heyrði ótíðindin. Þröngt skipað í brezkum fangelsum Samtímis umræðum um fangelsan- ir nauðgara beinist athyglin að stapp- fullum fangelsum Breta, þar sem horfir til stórvandræða vegna þrengsla. Kvíða fangelsisyfirvöld því að fyrr en varir muni allt loga í fanga- uppreisnum bak við múrana vegna lé- legs aðbúnaðar í troðningnum. í Bretlandi eru 125 fangelsi og á síðasta ári var fjöldi vistmanna í þeim orðinn yfir 45000, sem er mettala á þessari öld. — Segja fangaverðir og fangelsisstjórar að aðbúnaður i þeim minni helzt á aumustu fátækrahverfi og pestarbæli. Því fylgi slík niður- læging manneskjunnar, sem lendir á bak við rimlana, að til stórvandræða hljóti að leiða og það fyrr en síðar. Líkja fangeisum viO öskutunnur Tveir fangelsisstjórar hafa ekki getað lengur orða bundizt af áhyggj- um vegna líðanar karla, kvenna og ungmenna, sem lokuð eru inni í bygg- ingum, sem sumar hverjar eru frá því um 1800. — í opnum bréfum, sem þeir hafa skrifað í dagblöðin brezku, kalla þeir fangelsi sín „öskutunnur refsiréttarins” og „móðgun við menningarþjóðfélag’ ’. Annar þeirra sá stórhættu á því að ofbeldi innan fangelsismúranna ykist i þá veru, sem verst þótti í Bandaríkj- unum fyrir áratug og hefur orðið til- efni bæði bókarskrifa og kvikmynda. — „Enginn skyldi láta sér það koma á óvart, ef við eignumst einnig okkar Attica,” sagði annar þeirra. Vísaði hann þar til hinnar blóðugu fanga- uppreisnar í Attica-fangelsinu í New York 1971. Niu gíslar og þrjátiu og einn fangi létu þar lífið, þegar lög- reglan bældi uppreisnina niður með áhlaupi. Það speglast í þessari ítroðslu í brezk fangelsi að glæpum hefur fjölgað um 17% á milli ára síðasta áratuginn í Bretlandi og að dómarar hafa sífellt þyngt refsidóma i viðieitni til þess að draga úr glæpum. Fangelsi fráþví 1801 Elzta fangelsi Breta er Bedford- mm fangelsið. Það er frá því 1801 (fjór- um árum fyrir orustuna við Trafalg- ar) og var byggt til þess að hýsa 169 fanga. Þar eru nú vistaðir 348 fangar með allt frá fimm daga fangelsisdóm- um til ævivistar á bakinu. Fangaverð- irnir, sem eru 123, verða einatt að troða fimm til sex föngum saman i klefa, sem er á stærð við meðalstórt baðherbergi. Er þá óleyst hvernig þeir koma fyrir kynferðisafbrota- mönnum.sem eiga að vera íeinangr- un, eða föngum, sem gerzt hafa uppljóstrarar og þurfa öryggis síns vegna að vera aðskildir frá hinum. — Richard Tilt, fangelsisstjóri í Bedford, segir: „Það ermeðherkjum að við getum komið því við að hver fangi fái bað einu sinni í viku, og eins og stefnir, verða þeir að láta sér nægja bað á hálfsmánaðarfresti.” Læknir lítur þar inn klukkustund á dag. — 14 þúsund fangar runnu þarna í gegn í fyrra. 27 metra útivistarpláss í Leicester-fangelsinu eru 397 fang- ar, sem verða að skiptast á að nota þrjár sturtur, tólf vaska og tólf vatns- salerni. Hvern dag byrja þeir á því að losa úr næturgögnunum, sem þeir verða að hafa. Útivistin takmarkast viö 27 metra malbiksplan, þar sem fangarnir þramma í hringi í sexfaldri röð. Fangaklefarnir eru svo þröngir að fangarnir geta naumast mætzt þar inni, enda fá þeir ekki að hafa aðra persónulega muni hjá sér en fáeinar myndir á vegg. Margir fanganna eru lokaðir inni í klefunum 22 stundir sólarhringsins, vegna skorts á fanga- vörðum eða verkefnum, sem eru aðallega saumaskapur á póstpokum og föndur. Skammtímafangar fá ekki að umgangast hina og sprettur oft upp af því úlfúð og áflog. Líkamsárásir og hnrfaslagsmál Fjöldi manna, sem refsað er fyrir árásir og hnífaslagsmál innan fang- elsismúranna, jókst um 5% á síðasta ári (upp I 61.051). Joseph Cannon fangi, sem nýlega losnaði eftir eins árs afplánun í Brixton-fangelsinu í London, sagði ástandið þar vera slikt að „það springur allt í loft upp ein- hvern næsta daginn”. John McCarthy, fangelsisstjóri Wormwood Scrubs-far.gelsisins i London, — þar sem fangar efndu til mótmælaaðgerða 1980 vegna þrengslanna — hefur kvartað við landsyfirvöld: „Ég gekk ekki í þessa þjónustu til þess að taka að mér stjórn á stappfullri nautgriparétt.” — Lét hann eftir sér hafa að hann þyldi ekki öllu lengur hina ómann- eskjulegu meðferð fanganna. Norman Brown er fangelsisstjóri í Strangeways-fangelsinu, sem byggl var til þess að hýsa 1.509 fanga, en þar eru vistaðir 1.759. Hann spyr: „Hve lengi þurfum við að loka karla og konur inni 23 stundir sólarhrings- ins? Því hundsa yfirvöld aðvaranir fangavörzlunnar? ” Utiar úrbætur William Whitelaw innanríkis- málaráðherra hefur fyrirskipað smíði tveggja nýrra fangelsa og lagt til að dómurum veitist umboð til þess að fresta afplánun dóma svo að létt verði af mesta álaginu. — Ýmsar til- lögur hafa komið fram um nýjar bet- runarvinnubúðir, styttingu afplánun- ar og nýbreytingar á eldri fangelsum. Það er talið mundu kosta einn milljarð sterlingspunda að færa gömlu fangelsin til nútimalegri hátta og eins og efnahagsástandið hefur verið í Bretlandi þarf ekki að fjölyröa um möguleikana á slikri fjárveitingu. i ;(1 ! tl i (i< M .ilijél \/ [ i I |I flllrBl 1.1 1i ÖS I ifi ) d II: 't lí ll t I' sdrtii C3 IV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.