Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. Lesendur Lesendur Ragnar er hvorki hrifinn af Purrki Pillnikk né pönkurum yfirleitt og hefur silthvað um þá anduö sína aö segja. DV-mynd: K.Ö.E. Svar til formanns Frama: Ulf ur í sauðargæru? — hvernig verður ástandið þegar leigubílum hefurfækkað um 150? Hjörtur Aöalsteinsson skrifar: Mig langar til þess að svara Úlfi Markússyni, formanni Frama, því að það fer fyrir honum eins og stjórn- málamönnum okkar. Hann byrjar á að vitna í gamlar og úr sér gengnar reglugerðir sem samdar voru við allt aðrar aðstæöur en nú ríkja. Um það má nefna nokkur dæmi svo sem auknar fjarlægðir innan borgarmarkanna og aukin samskipti' við nágrannabæjarfélög: meiri að- sókn að skemmtistöðum og fjölgun þeirra svo að um munar. Að vísu kann að vera rétt hjá Úlfi að ég sé ekki nægilega kunnugur málum er snúa að leigubflstjórum, en ég er ekki ókunnugur um það sem að neytandanum snýr. Ég held að ÚÍfur verði að beygja sig undir þaö álit margra notenda leigubíla að það sé eitthvað bogið við skipulagið á þeim málum. Slíkt vill nú oft verða þegar menn starfa lengi að sama verkefni. Hæfileikinn til þess að meta eigin verk(í raunsæju ljósi vill þá glatast. Siöan skilst mér ég fara rétt með það að til þess að hljóta náð út- hlutunarnefndar þurft maður að hafa ekið leigubíl hjá öðrum í 2—3 ár. Þetta er vitanlega eftirsóknarverð tekjutrygging þeirra sem gamlir eru í starfinu, en er þetta sanngjarnt? Er ekki miðaldahugsunarhátturinn þarna annars vegar. Ætli flestum sé ekki kunnugt um þann barning sem það er að fá leigu- bíl eftir lokun skemmtistaða? Hvernig ætli ástandið verði þegar leigubílum hefur fækkað um 150? Úlfur okkar Markússon skyldi þó 'aldrei vera í sauðargæru? Þessar pönkhljómsveitir eru viðrini, sem gætu ekki einu sinni lært að syngja, þótt meðlimirnir gengju í söng- skóla í 50 ár. Textarnir eru síðan ekki skárri; eitthveít óskiljanlegt bull sem mætti halda að væri samið á staðnum og síðan heyrist varla neitt fyrir glamri, ólátum og barsmíðum. Þegar einni „hljómsveitinni” datt síðan í hug að fórna einhverjum sak- lausum hænsnum og svíni og ata allt út í blóði þá keyrði nú um þverbak — og þetta allt til þess eins að vekja athygli. Þeir gera sér aldeilis grein fyrir hversu óathyglisverðir þeir eru fyrst gripa þarf til slikra bragða. Laddi og þeir sem gerðu áramóta- skaupið í þetta skiptið eiga þakkir skilið fyrir þátt sinn um pönkið. Það var raunveruleg. lýsing á hvernig þessir bjálfar eru og haga sér. Oftast eru þetta ræflar eða börn ríks fólks sem nenna hvorki að hanga í skóla né vinna og hafa enga hæfileika fram yfir að haga sér eins og fífl. ERU PÖNKARAR RÆFLAR 0G VIÐRINI? —svo segir eiim andstæðinga pönksins og allra þess fylgrfiska „Ætli flestum sé ekki kunnugt um þann barning sem þaö er að fá leigubll eft- ir lokun skemmlistaöa? Hvernig ætli ástandiö veröi þegar leigubílum hefur fækkað um 150?” — spyr Hjörtur Aöalsteinsson. Ragnarskrifar: Ég er einn af mörgum sem algjörlega eru á móti pönkinu sem tröllríður nú landinu. T.d. er beinlínis hneykslanlegt að sjá hvernig sumir unglingar klæða sig í þeim tilgangi einum að vekja athygli, fyrst allt annað virðist bregðast þeim. Að fáránlega glingrinu ógleymdu og gömlu druslunum þá eru þeir allir útkrotaðir í setningum á borð við: „Kill Jesus Christ”. Síðan er hlægilegt að sjá þessa litlu patta, varla eldri en 10—13 ára, klippta með hanakamb eða litaðan skalla. Svo hangir þessi lýður niðri á Hlemmi dag- inn út og inn og með alls kyns merkileg- heit við fullorðna og þykist verða meiri af. Um helgar, þegar búið er að loka á Hlemmi, er næsti áfangastaður „Halló” og þar drekka þeir sig síðan blindfulla. Ég vorkenni þeim for- eldrum sem þurfa að hafa svona börn á heimili sínu. Ekki eru þessar pönkhljómsveitir skárri sem spretta upp eins og gor- kúlur, en eru hver annarri lélegri og varlahægt að kalla sumt hljómsveitir. Tökum sem dæmi Purrk Pillnikk. Ég hef aldrei á ævinni heyrt þvílíkt og annað eins fruss og að kalla þetta söng. 17 ER ALLT ÓFÆRT A NÝJU ÁRI? Hringdu þá í síma 1 86 10 □ □ □ Bókhald Launamiðar Skattframtöl □ Tollskýrslur □ Verðútreikningar □ Launaútreikningar H. GESTSS0N viðskiptaþjónusta — Hafnarstræti 15, 101 Rvík. Sími 1 86 10. n 7siststsutLstsutsiszstsiststsisuutsmstststsiststsiststJtst.s7rstsiststststststns p MÁLVERKA- 0G MYNDAINNRÖMMUN Mikið úrval af speglum í römmum. INNRÚMMUN SIGURJÓNS flRMULA 22 - SÍMI31788 MYNDA 0G MÁLVERKASALA FYRIRTÆKJA- 0G STOFNANAKEPPNI BSl Fyrirtækja- og stofnanakeppni BSÍ verður haldin sunnu- daginn 31. janúar nk. í TBR-húsinu og hefst mótið kl. 13:30. Keppt verður í tvíliða og tvenndarleik í tveim flokkum, þannig að þeir sem tapa i fyrsta leik falla í B-flokk og halda áfram þar. Þátttökugjöld er kr. 500,- sem greiðast á mótsstað. Virðingarfyllst, Badmintonsamband íslands. ÆwHREmsm SÍMAR 45461-40795 Húsfélög — (búðasamtök Tökum að okkur hreinsanir á sorpgeymslum-sorprennum og sorp- tunnum. Hreinsum af öll óhreinindi — eyðum ólykt með kvoðu- hreinsiefni. Hreingerningar: í fyrirtækjum, stofnunum og heima- húsum — einnig stigaganga. Teppahreingerningar með háþrýstidjúp- hreinsitækjum og sogafli. Einnig handhreinsun ef óskað er. Hús- gagnahreinsanir. Gluggahreinsanir: Tökum að okkur að hreinsa glugga að utan og innan. Náum 4 hæðum án tilstands, sama gjald. Einnig viljum við minna fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og ibúóarsam- tök á að við tökum að okkur dagleg þrif og ræstingar. Félagasamtök athugið ef ykkurvantar þrif eftir veizluhald eða þess háttar um helgar, þá er bara að hafa samband. Náum vatni úr teppum og gólfi eftir flóð Froðuhreinsum — sótthreinsun — hreinsistöð á hjólum —hvert á land sem er. Fiskiskip — fiskvinnslustöðvar — sláturhús — bakari — ölgerðir — mjólkurbú. Tilsölu Af sérstökum ástæðum er til sölu Bronco órg. 74 (endursmíðaður VI). Véi upptekin ekin 7 þús. km. 4ra hótfa blönd- ungur, heitur ás, fíækjur, BMW sæti, Hurst skipting, fíber bretti og hliðar, ný kúpiing, hemry duty demparar, sórstaklega styrktur. Ný sprautaður, ný klæddur. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Braut Símar: 33761 og 81510.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.