Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. 13 Kjallarinn Einar Hannesson að fá heimild til þess að selja innan- lands lifandi fisk eða hrogn. Síðari aðgerðir eða staðfest afstaða ráðu- neytis gáfu eigi heldur gagnáfrýjanda réttmætt traust til þess að telja að svo yrði. Vegna reynslu fyrri ára og með tilliti til fræðilegra viðhorfa var eðli- legt að ráðuneytið teldi að gjalda bæri varhug við flutningi og dreif- ingu erlendra dýrategunda innan- lands, ekki síst vegna smitunarhættu en hér er um stjórnarathöfn að ræða, sem hlítir mati ráðuneytis. Eigi er sannað að ákvörðun ráðuneytis sé reist á ómálefnalegum grundvelli né slíkir annmarkar séu á undirbúningi og úrlausn ráðuneytis að baki ríkis- sjóði bótaskyldu.” Sem sagt þarna kemur það svart á hvítu: Sú eina kvöð var lögð á Laxa- lónsstöðina að ekki mætti flytja frá Laxalóni nema með leyfi lifandi regn- bogasilung. Hinsvegar hafa aldrei verið lagðar neinar hömlur af hálfu hins opinbera á ræktun og eldi regn- bogasilungsins innan stöðvarinnar til slátrunar og sölu; en það var að sögn eiganda tilgangur hans með innflutn- ing og eldi regnbogasilungs: Einar Hannesson 0 Kjallarinn i Bragi Jósepsson inna stjómmálaflokka, en ekki sem fulltrúa Reykjavíkur. Áróðurinn gesn Reykjavík hefur því miður borið árangur. Byggðastefnunni hefur ekki aðeins verið beint á jákvæðan hátt til þess að efla hag þjóðarinnar með uppbyggingu í sveitum landsins held- ur hefur þessari stefnu verið miskun- arlaust beitt til þess að keyra Reykja- vík niður og það án þess að forystu- menn okkar, margir hverjir, hafi gert minnstu tilraun til að spyrna við fæti. Krafa Reykvíkinga Ýmis konar þjónustustarfsemi, sem rekin er í Reykjavík og kostuð af Reykvíkingum að verulegu leyti, hef- ur árum saman þjónað nærliggjandi sveitarfélögum og jafnvel öllu land- inu. Hér má nefna ýmsa skóla á framhaldsskólastigi, ýmiss konar fé- lagslega þjónustu og heilbrigðisþjón- ustu, brunalið, hafnaraðstöðu o.m.fl. Það hlýtur að vera réttlát krafa Reykvíkinga að fulltrúar þeirra á al- þingi og í borgarstjórn standi vörð um allan eðlilegan rétt ibúanna og sjái til þess að hagsmunir Reykvíkinga verði ekki fyrir borð bornir vegna þess að menn leggja ekki réttan skiln- ing í merkingu orðsins byggðastefna. Hér þarf stefnubreyting að verða. Það er ekki hægt að réttlæta auknar álögur á íbúa Reykjavikur í þeim til- gangi að viðhalda byggðastefnu. Slík byggðastefna á engan rétt á sér enda byggð á röngum og ranglátum for- sendum. Bragi Jósepsson ■éémmémímééhMí Á fengisatkvæda- greiðsla í Reykjavík Gera menn sér ljóst að Reykvíking- ar hafa aldrei fengið að taka afstöðu til þess hvort opnar séu vínbúðir í borginni? Vinur minn einn sem er mikill áhugamaður um áfengismál benti mér um daginn á 10. grein áfengislag- anna (nr. 82/1969) en þar segir: „Áður en útsala (á áfengi) er sett á stofn skal fara fram atkvæðagreiðsla kosningabærra manna i því bæjarfé- lagi sem í hlut á og þarf meiri hluta greiddra atkvæða til þess að útsala sé leyfð.” Og vinur minn spurði: Hvenær var opnun vinbúðar í Reykjavík lögð undir dóm kjósenda? Afstaða nágranna- bæjanna Nokkur undanfarin ár hafa farið fram kosningar i nágrannasveitum vitnaði til, fullyrðir að þar hafi einnig farið fram atkvæðagreiðsla og hafi Kópavogsbúar fellt að opna útsölu. Þannig er það fullreynt að íbúar í nágrannasveitum Reykjavíkur eru á móti því að hafa opna áfengissölu í heimabyggð sinni. Og hvað þá með Reykvíkinga? Mér vitanlega hafa síðdegisblöðin aldrei haft um það neina skoðana- könnun hvort hafa eigi opna eða lok- aða áfengisútsölu i Reykjavík. Hins vegar má leiða að þvi sterk rök að skoðanir Reykvíkinga séu mjög svip- aðar á þessum málum og í næsta ná- grenni borgarinnar þannig að fari slik kosning fram verði áfengisútsölunum lokað. Það breytir hins vegar ekki þvi, að ekki lengur verður unað við þelta óréttlæti, bætti hann við. Kjallarinn £ „Er ekki kominn tími til aö láta kjósa um það í Reykjavík hvort viö viljum hafa áfengisútsölur opnar í borginni?” spyr Haraldur Blöndal í grein sinni. Reykjavikur um það hvort opna eigi áfengisútsölur. Þessarkosningar hafa ævinlega farið fram samhliða al- mennum kosningum. Undantekningarlaust hefur meiri- hluti kosningabærra manna fellt að opna áfengisútsölu. Það var fellt á Seltjarnarnesi í síðustu sveitarstjórn- arkosningum. Þaðvar fellt fyrirca 12 árum í Hafnarfirði og að því er ég best veit í Gárðabæ þar í milli. Ég hef ekki fengið nákvæmar upplýsingar um Kópavog en þessi áhugamaður um áfengismál, vinur minn sem ég Ég spurði vin minn, hvort það gæti ekki verið, að hlutföllin væru öðru vísi, — fólk hefði til að mynda flutt frá Reykjavík til þess að þurfa ekki að búa í sveitarfélagi með ekki aðeins eina heldur þrjár áfengisútsölur. Vin- ur minn sagðist ekki leggja á það trúnað. Vitanlega gæti svona atriði ráðið miklu um það, hvort fólk flytt- ist utan af landi til Reykjavíkur eða til nágrannabæjanna. Hins vegar vissi hann engin dæmi þess að fólk hefði hrakizt úr Reykjavík af þessum sökum. Haraldur Blöndal Hvað á að gera? spurði ég, og hann svaraði: í nefndri 10. grein segir: Áfengisútsala skal lögð niður ef það er samþykkt með meiri hluta greiddra atkvæða i kaupstaðnum. Og heldur þú, segi ég, að Ragnar Arnalds fari að leggja þetta undir dóm okkar Reykvikinga eins og hann sárvantar peninga? Hann er tilneyddur, svaraði vinur minn. Næsta málsgrein iaganna er svona: Atkvæðagreiðslur, sem um getur í a. og 3. málsgrein skulu fara fram, er 1/3 hluti kjósenda eða meiri hluti bæjarstjórnar í viðkomandi bæjarfélagi krefst þess.” Það eina sem þarf að gera, er að senda bréf til borgarstjórnarinnar og óska eftir atkvæðagreiðslu, og ég trúi ekki öðru en þá verði útsölurnar bornar undir atkvæði. Og ef þeir svíkja, — þá er bara að hefja undir- skriftasöfnun, — og við munum sigra. Hver er afstaða áfengisvarnarráðs? Vinur minn heldur því fram að það sé reginhneyksli, að nefnd atkvæða- greiðsla skuli ekki hafa farið fram fyrir löngu. Um allar helgar sé örtröð af bif- reiðum fyrir utan vínbúðir, rnjög margar og jafnvel meirihlutinn með QogiY númer, jafnvel M og X. Þessir bílar valdi umferðarhættu og geti menn sannfærst um þetta með því að aka Laugarásveginn eða Snorrabrautina á föstudögum. Þá séu menn úr sömu nágrannabyggðum á vínveitingahúsum um hverja helgi, og keyri jafnvel heim og sjái|allir hví- tíka hættu þetta hafi i för með sér fyrir Reykvíkinga, — en vitanlega verði veitingahúsunum lokað ef vín- búðunum verði lokað. Ég spurði þá, hvort dæmið snerist þá ekki við, hvort Reykvíkingar væru þá ekki á einlægum þönum til Kefla- víkur, Akureyrar eða jafnvel Vest- mannaeyja? Nei, svaraði hann: Það er algjör- lega ósannað, að Reykvikingar drekki svo mikið vín. Ég held, að það séu hinir. Og alla vega trúi ég ekki öðru en ég fái stuðning Áfengisvarn- arráðs í þessu máli. Er þetta hægt? Vinur minn er maður hlédrægur, svo að ég lofaði að koma hugmynd- um hans á framfæri. Það er auðvitað alveg rétl, að við vorum aldrei spurðir, Reykvíkingar, um það hvort við viljum hafa áfeng- isútsölur og vinveitingahús hjá okk- ur. Hví ekki að kjósa nú um það og láta reyna á það hvort 10. grein áfengislaganna gildir, eða hvort þessi ákvæði séu aðeins til þess að viðhalda hræsni og yfirdrepsskap hjá öðrum. Þingmaður einn sem nú er dottinn af þingi og var utan af landi, sagði einu sinni við mig: Ég greiði atkvæði á móti bjórnum. Ég get hvort sem er alltaffengið nógafhonum. Haraldur Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.