Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. 15 fremst blokk verkalýðsfélaganna en ekki borgarinnar og „hneisan” að vera á bænum yrði úr sögunni. Þessi hug- mynd, þó ómótuð sé, er svo merkileg að full ástæða er að gefa henni gaum. Þörfin sem um er að ræða er allavega svo mikil að m.a. samþykkti síðasti aðalfundur Sjómannafélags Reykja- víkur að taka til sérstakrar athugunar þörf félagsmanna á leiguhúsnæði. Nýtt átak um byggingu verkamanna- bústaða og ný hugmynd um byggingu leiguhúsnæðis verkalýðsfélaganna er hvort tveggja svo mikilsvert kjara- atriði, að til þess er vert að hugsa í væntanlegri kjarabaráttu. Það er rétt athugað að krónutalan í umslaginu skiptir máli, en öllum verka- lýðsrekendum, svo sem okkur laun- þegum sjálfum er rétt að huga að því að hagsmunum okkar er oft jafn vel og gjarnan betur borgið með félagslegum umbótum sem skipta stundum miklu meira máli en krónur sem að litlu gagni verða er til lengdar lætur. Krístjáns þáttur Benediktssonar í Tímanum þann 4. nóv. sl. segir Kristján Bendiktsson borgarfulltrú Framsóknarflokksins að fullyrðingar varðandi mikla húsnæðiseklu séu „Fjarstæða og rakin lygi.” Flvers vegna segir maðurinn þetta ? Jú, vegna þess að í skammtíma könnun sem Reykjavíkurborg efndi til og sam- kvæmt upplýsingum Félagsmálastofn- unar borgarinnar eru aðeins 130 fjöl- skyldur og einstaklingar í verulegum húsnæðiserfiðleikum. Nýlega eða sl. sumar var gerð sú könnun sem leiddi i ljós vanda 600 til 1500 einstaklinga. Ég dreg í efa niðurstöður beggja kannananna og með þeim rökstuðningi sem kemur fram í grein þessari. Til viðbótar vil ég geta þess að þótt t.d. ég og fjölskylda mín sé ,,á göt- unni”, þá erum við í hvorugri könn- unniskráð. Ástæðan er sú að við höfum hvorki látið skrá okkur hjá félagsmálastofnun né leigjendasamtökum og nýjasta könnunin sem Kristján er svo blindur og ánægður með, fór framhjá mér, enda ég til sjós. Þá má og geta þess, að þrátt fyrir að við séum ,,á götunni” þá bindum við vonir við tiltekna lausn sem gerir það að verkum að við teljum ekki þýðingarmikið að skrá okkur inn í kerfi sem við bindum engar vonir við. Þetta á örugglega við um marga og ég tel rétt að ráðleggja þessum fram- sóknarmanni sem virðist blindur á báðum að tala við annan framsóknar- mann sem heitir Páll R. Magnússon og er fulltrúi í stjórn eða úthlutunarnefnd verkamannabússtaða. Sá maður gæti væntanlega svipt blindunni af augum Kristjáns. Að lokum vil ég geta þess að ég er ekki líkt og Kristján að velta fyrir mér hvorir séu verri eða betri vinstri eða hægri menn varðandi húsnæðismál höfuðborgarinnar. Ég er aðeins að velta fyrir mér vandamáli sem Kristján kemur ekki auga á en brennur samt illa á íbúum borgarinnar. Lausn þess vanda fæst ekki með því að þvarga um hvort það sé fyrrverandi meirihluta í borgarstjórn að kenna eða núverandi meirihluta. Lausnin fæst með því að stórauka byggingar íbúða á félagslegum grunni, bæði til sölu og leigu en gefa jafnframt einstaklingum sem vilja byggja á eigin vegum tækifæri sem gilti til jafns við hina. Kristinn Snæland (Greinin hefur beðið birtingar lengi vegna mikils framboðs á greinum). AÐSTOÐARMAÐUR GJALDKERA Starfskraftur óskast til aðstoðar gjaldkera hjá fyrirtæki í Reykjavík, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast send- ar DV, Þverholti 11, merkt „Aðstoðarmaður gjaldkera”. Járniðnaðarmaður Vantar lagtækan mann á járnsmíðaverkstæði, helzt vanan suðu. Upplýsingar á Púströraverkstæðinu, Grensásvegi 5, hjá Ragnari, ekki í síma. Styricið og fegriö fíkamann a Dömur og herrar! Ný 4ra vikna námskeið hefjast 3. febrúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — NÝJUNG: SOLARIUM Höfum fengið solarium lampa Júdódei/d Ármanns Ármúia 32 ,r,nr'tun °Q upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í sima 83295. pikvnning TIL AUGLÝSENDA Vegna aukins álags á auglýsingadeild og í prentsmiðju, eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar og skila handritum og filmum fyrr en áður var, a.m.k. fyrst um sinn: VEGNA MANUDAGS skil á föstudegi fyrir kl. 12.00 skil á föstudegi fyrír kl. 17.00 skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 ski/ á þriðjudegi fyrir kl. 17.00. skil á miðvikudegi fyrir kl. 17.00. skil á fimmtudegi fyrír kl. 17.00 skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 ATH. Aukalitir geta verið í öllum blöðum nema á mánudegi. VEGNA ÞRIÐJUDAGS VEGNA MIÐVIKUDAGS VEGNA FIMMTUDAGS VEGNA FÖSTUDAGS VEGNA HELGARBLAÐS I VEGNA HELGARBLAÐS II i Fyrst um sinn verflur einungis hægt að prenta fjórlitaauglýsingar í Helgarblaði II (skil í síðasta lagi mánudaga kl. 17.00). ^jTekið er á móti öllum stærri auglýsingum í Síðumúla 8, og sím- inn þar er 27022. Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9—17.30. 9 SMÁ-auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis er í Þverholti 11 og síminn er 27022. Opið: mánudaga — föstudaga kl. 9—22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 14-22 0 SMÁ-auglýsingaþjónustan er opin mánudaga — föstudaga kl. 12—22. Laugardaga kl. 9 — 14. W SMÁ-auglýsingamyndir eru teknar í Þverholti 11 kl. 11-15 mánudaga til föstudaga. „ Z=7 m\ m m Ð 1Ð & _ mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.