Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1982. 9 Útlönd Útlönd Reagan lofar betrítíð Reagan forseti lofaði í ræðu á þingi í gær að hann myndi koma þjóð sinni úr kreppu og leiða hana til vel- ferðar. Þá varaði hann við því að Bandarikjamenn myndu mæta yfir- gangi í Evrópu og á Karabíska hafinu með fullri hörku. Forsetinn lofaði betri tíð með blóm í haga. Hann lagði á það áherzlu, í 42 mínútna langri ræðu sinni, að hvert fylki i Bandaríkjunum ætti að taka á sig meiri ábyrgð og létta þannig af alríkisstjórninni, sem i staðinn myndi minnka skattbyrðina. Reagan varaði Pólverja og Sovét- menn við og sagðist vera reiðubúinn til að herða sölubannið og jafnvel að grípa til annarra aðgerða, ef ástandið í Póllandi versnaði. Hann hótaði' einnig hörðum en ótilgreindum að- gerðum gagnvart Kúbumönnum, ef þeir héldu áfram útþenslustefnu sinni í Suður-Ameríku og á Karabíska hafinu. „Gegn þeim sem flytja út hermdar- verkastarfsemi til Evrópu eða ann- arra svæða, og þá á ég sérstaklega við Kúbumenn og Lýbíumenn, verður gripið til harðra aðgerða,” sagði for- setinn. Suslov á # hafnarbörur Fréttin um dauða Mikhail Suslovs, eins aðalhugmyndafræðings sovézka kommúnistaflokksins, hefur vakið margar spurningar hjá fréttaskýr- endum á Vesturlöndum. Mest knýjandi er þó spurningin um eftirmann Suslovs, sem talinn var annar valdamesti maður í Sovétríkjunum. Moskvu-útvarpið skýrði svo frá i gærkvöldi að lík Suslovs myndi liggja á viðhafnarbörum í „Húsi verkalýðs- félaganna” í miðborg Moskvu á fimmtudaginn og föstudaginn. Seinni hluta föstudagsins fer svo jarðarför Suslovs fram, nálægt grafhýsi Lenins. Suslov var mikill harðlínumaður. Hann gekk í kommúnistaflokkinn árið 1921 og var í röð æðstu ráðamanna á fjórða áratug. Hann var einn aðal- hvatamaður innrásar Sovétmanna í Ungverjaland 1956 og i Tékkóslóvakíu 1968. Hann hvatti mjög til íhlutunar um málefni Pólverja á síðasta ári enda kunni hann aldrei vel við fráhvarf frá fyrirfram markaðri stefnu. Suslov var áttræður er hann lézt. Mikhail Suslov. Ronald Reagan: Á leið til velferðar. Tillögur Reagans um að fylkin yfir- tækju ýmis verkefni frá alríkisstjórn- inni hlutu misjafnar viðtökur. Sam- •kvæmt áætluninni, sem á að taka gildi vorið 1984, taka fylkin yfir um 40 félagsleg mál sem Alríkisstjómin hefur haft með höndum til þessa. Má þar meðal annars nefna skóla- og menntunarmál, svo og samgöngur. Natalie Wood: Átti mikilvægustu atriðin eftir. Uoydstryggir að lokið verði við síðustumynd Natalie Wood Haldið verður áfram við fram- leiðslu kvikmyndarinnar Brainstorm, en öll vinna við hana stöðvaðist er aðalstjarnan, Natalie Wood, drukkn- aði. Mun tryggingafyrirtækið Lloyds of London greiða skaðabætur. Talsmaður Metro-Goldwyn- Mayer, sem framleiðir kvikmyndina, vildi þó ekki segja hversu mikið þetta mundi kosta brezka tryggingafélagið en sagði að um 17—19 upptökudaga væri að ræða. Upptökur hefjast að nýju 8. febrúar og var upphaflega áætlað að myndin kostaði 12,5 millj. Banda- ríkjadali. Talsmaður Mayers segir að Lloyds hafi, eftir mikið þóf, sam- þykkt að greiða fyrir þá daga sem vantaði til að ljúka við myndina. Er Natalie Wood drukknaði við Catalínu eyjarnar, 29. nóvember, átti hún aðeins þriggja daga vinnu ólokið viðmyndina. Sagt er að hér sé um að ræða ein mikilvægustu atriði myndarinnar, en hún fjallar um vísindamann sem finnur upp tæki til að flytja tilfinn- ingar á milli fólks. VEGGSKÁPAR í eldhúsið — baðið — búrið — þvottahúsið. Eigum fyrirliggjandi veggskápa úr plasthúðuðum spónaplötum. Með eða án hurða. Foid Tounus órgerð 1982 Við bjóðum eftirfarandi gerðir: Taunus 1600 GL4 dyra varö kr. 130.000 Taunus 1600 GL 4 dyra sjátfskiptur verð kr. 140.000 Taunus 1600 GL S dyra statíon varö kr. 137.000 Taunus 2000 GL 4 dyra vökvastýri verð kr. 142.000 Taunus2000 GL S dyra statíon, vökvastýri verð kr. 152.000 Taunus 2000 Ghia 4 dyra sjálfsk. vökvast. verð kr. 173.000 Q k AKRANES: HÚSAVlK: o Bílatoruiö, Suðurgötu 62, s. 93.-1005 Bilaverkstæði Jóns Þorgrímssonar, s. 96-41515 OQ BORtiARNES: REYDARFJÖRÐUR: pfes Bilasala Vesturlands, s. 9J-7577 Bilaverkstæðið Lykill, s. 97-4199 2 ^klSAFJÖKÐUR: HÖFN.HORNÁF.: 3 WT Bílavcrkstæði ísafjaröar, s. 94-3837 Ragnar Imsland, Miðtúni 7, s. 97^2249 3 WF SAUDARKROKDR: SELFOSS: -j Bílaverkstæði K.S., s. 95-5200 Árni Sigursteinsson. Austurvegi 66—68, s. 99 1626 O ^ AKUREYRI: HAFNARFJÖRÐUR: </> Bilasalan hf., s. 96-21666 Bílaverksta:6i Gudvarðar F’líassonar, s. 91-52310 Ford Taunus, þýzkur bíH í efsta gæðafíokki. Hafið samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur bíi á góðu verði. Verð miðað við gengisskráningu 15. 1. '82. Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.