Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd KOMSTO TEKUR V» FORSETAEMBÆTTI í DAG — Ný ríkisstjórn í næstu viku Hinn nýkjörni forseti Finnlands, Mauno Koivisto, mun veröa settur formlega inn í embætti í dag í athöfn sem fram fer í finnska þinginu. Koivisto, sem er 58 ára gamall, var kjörinn níundi forseti Finnlands með miklum yfírburðum í gærdag. Hlaut hann 167 atkvæði af 301, en helzti keppinautur hans, Harri Holkeri úr íhaldsflokknum, hlaut 58 atkvæði og Johannes Virolainen frambjóðandi Miðflokksins hlaut 53 atkvæði kjör- mannanna. Koivisto kom fram í finnska sjón- varpinu í gærkvöldi og lýsti því yfir að líklega myndi ríkisstjórnin verða endurskipulögð í næstu viku. Koivisto er enn formlega forsætisráðherra, en hann hefur undanfarna mánuði gegnt embætti forseta í forföllum Kekkon- ens. Talið er líklegt að embætti for- sætisráðherra komi í hlut eins af leiðtogum Miðflokksins. Hafa verið nefndir í því sambandi Athi Pekkala núverandi fjármálaráðherra og Paavo Vaeyrynen utanríkisráðherra. Koivisto hefur lýst því yfir að hann muni segja skilið við flokk sinn og skila inn flokksskírteininu eftir að hann tekur við forsetaembættinu. Er talið að það muni styrkja stöðu núverandi sam- steypustjórnar Sósíaldemókrataflokks- ins og Miðflokksins og er talið líklegt að hún muni sitja fram að kosningum sem fara eiga fram á næsta ári. Stjórnmálaskýrendur telja að kosning Koivistos muni breyta á marg- an hátt stjórnmálalífinu í landinu. Kekkonen fyrrum forseti var löngum sakaður um mikla stjórnsemi og áhrif langt út fyrir valdsvið sitt og fyrir að hygla flokksmönnum sínum en litlar likur eru til að Koivisto muni fylgja fordæmi fyrirrennara síns í þvi. Réttad i máli Atianta- morðingjans Mauno Koivisto, hinn nýkjörni forseti Finnlands. Nú standa yfir réttarhöld í Atlanta í Bandaríkjunum í máli morðingjans Wayne Williams og var það fyrst í gær er mikilvægar sannanir komu fram sem tengja hann við morð á fleiri börnum og ungmennum en þeim tveimur sem hann er ákærður fyrir. Frú Ruth Warren sagði réttinum að hún hefði séð Williams á tali við hinn 13 ára gamla Lubie daginn sem hann hvarf. Rétturinn hyggst fá fram vitni sem tengja Williams við 10 af þeim 12 morðum sem framin voru í Atlanta á þeldökkum börnum og ungmennum. Williams, sem er 23 ára, var hand- tekinn í júlí sl. vegna morðsins á Jirrmy Ray Payne, 21 árs, og Nathaniel Carter, 27 ára. FundurHaigs ogGromykos Pólland var á dagskrá umræðu- fundar Haigs utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Gromykos utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna í Genf í gær, þrátt fyrir að Gromyko hefði lýst því yfir að slíkar umræður væru afskipti af innanríkismálum Póllands. Þótti fundur ráðherranna bera mgð sér að þeir mætu mikils gagnsemi slíkra viðræðufunda, þrátt fyrir stóryrðin sem opinber- lega ganga milli ríkjanna. Fundur- inn stóð i sjö og hálfa klukku- stund. í Sovétrikjunum var því lýst yfireftir fundinn að hann hefði ver- ið bæði gagnlegur og nauðsynlegur. Tveggja saknað eftir fíugstys í Boston Tilkynnt hefur verið um hvarf tveggja manna sem taldir eru hafa verið um borð í DC-10 þotunni frá World Airways sem fór í höfnina í Boston sl. laugardag. Þar til í gær var álitið aö öllum farþegunum hefði ver- ið bjargað. Edward Ringo, varaforseti flugfé- lagsins, sagði á blaðamannafundi að nöfn þessara tveggja manna væru ekki meö á listanum yfir þá 208 sem bjargaðvar. Ringo sagði að kafarar leituðu nú í höfninni að líkum mannanna tveggja, en þeir voru Walter Matcalf, 70 ára, og sonur hans, Leo, 40 ára, báðir frá Dedham, Massachusetts. Fjölskylda þeirra tilkynnti um hvarf þeirra og tölvur sýna að farang- ur þeirra var um borð í vélinni. Taldar eru likur á því að mennirnir hafi drukknaö í ísköldu vatninu en þeir sátu miðsvæðis í vclinni er hún féll i höfnina. /Wayne Williams. Sprengja íParís Sprengja sprakk í miðborg Parísar í gærkveldi. Að sögn lögreglunnar særðist enginn en skemmdir urðu á byggingum. Hópur Armeníumanna, Orly, hefur lýst sig ábyrgan fyrir sprengju- tilræðinu. í síðustu viku segist Orly hafa komið sprengju fyrir hjá flugfélaginu AIR France í vesturhluta Parísar sem olli töluverðum skemmdum. Hópurinn segist með þessu móti berjast fyrir armenska hryðjuverka- menn sem biða dóms vegna árásar á tyrkneska sendiráðið í París í september. Vilja þeir að litið verði á þá sem pólitíska fanga. Pepsi-Cola verksmiðjaíKína Kínverjar reyna nú að freista vest- rænna kapítalista með fríverzlunar- svæðum í suöurhluta landsins. Eitt af fyrstu fyrirtækjum til að bíta á agnið 'er ameríska Pepsi Cola verksmiðjan á** & .í Wtm w c V J*-3rW** Coca-Coia auglýsing f Kina. PepsiCo lnc. sem stofnað hefur útibú á fríverzlunarsvæðinu Shenzhen í ná- munda við landamæri Hong Kong. Fyrirtækið má þó ekki selja fram- leiðslu sína í Kína þar sem Coca-Cola menn tryggðu sér einkarétt á sölu slikra drykkja fyrir þremur árum. Pepsi verður því aðeins framleitt til útflutnings og er sérstaklega miðað viö markað í Hong Kong en þar verð- ur það lika selt í harðri samkeppni við Coca-Cola. Nixon og Cartermis- heppnaðir Abraham Lincoln og George Washington eru beztu forsetar sem Bandaríkjamenn hafa nokkurn tímann haft, en Richard Nixon og Jimmy Carter með þeim verstu. Þetta eru niðurstöður könnunar sem fór fram á vegum blaðsins Chicago Herald Tribune í Chicago. Sendi blaðið út spurningalista til 49 þekktra bandariskra sagnfræðinga og félagsfræðinga. Voru þeir beðnir um að benda á 10 beztu forsetana og 10 verstu forsetana í sögu Banda- ríkjanna. __ Núverandi forseti, Ronald Reagan, sem er sá 40. i forsetaröðinni, var ekki hafður með þar sem hann hefur aðeins setið i embætti í eitt ár. • Forboðnar ástir Maður nokkur 1 Karlstad í Svíþjóð hefur snúið sér til lögreglunnar þar í borg með óvenjulega kæru. Hann biður hana um aðstoð gegn köttum sem stunda ástarleiki á bílnum hans. Álítur hann að kettirnir velji hans bil vegna hitakerfis þess sem heldur bílnum heitum í frosthörku vetrarins. Það sem veldur manninum gremju er að kettirnir rispa lakkið á bílnum og eiga það til að pissa á framrúðuna. Lögreglunni hefur þó enn ekki tekizt að hafa hendur í hári hinna seku. Kettir: Mega ekki elskast á bilum. Mikilfólks fjölgun íFæreyjum íbúar Færeyja eru nú 44.070 og hefur þeim fjölgað mjög mikið á sl. 20 árum en þá voru íbúar aðeins tæp- lega 25.000. Fjölgunin er sérlega mikil í Þórs- höfn. Þar bjuggu 3.000 manns um síðustu aldamót en nú 12.000. • Þýzkumbanka- stjóraboðið tílPóllands Þeir sem hafa það mikla verk með höndum að sjá um skuldir Póllands hafa boðið bankastjóra Dresden- bankans, Hans Friedrichs til lands- ins. Er hann þar með fyrsti vestræni bankastjórinn sem boðið er til við- ræðna eftir að herlögum var komið á 1 landinu. Vilja yfirmenn pólska ríkisbank- ans, Bank Handlovy, taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið í viðræð- um um gjaldfrest Pólverja á milljaröa skuldasúpu sinni á Vestur- löndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 21. tölublað (27.01.1982)
https://timarit.is/issue/188771

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. tölublað (27.01.1982)

Aðgerðir: