Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1982. frjálst, óháð dagblað Útgáfufóiag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Eliert B. Schram. Aflstoðarritstjóri: Haukur Heigason. Fróttastjóri: Sœmundur Gufivinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síflumúla 8. Afgreiflsla, áskriftir, srnáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði 100 kr. Verfl f lausasölu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Nýóminnisleið Fjórtán ára krakki hefur um nokkurt skeið legið meðvitundarlaus á gjörgæzludeild Borgarspítalans eftir hjartastanz af völdum svokallaðs sniffs, sem er í vaxandi notkun hjá sumum hópum unglinga á 12 — 16 ára aldri. Ýmis rokgjörn efni eru notuð til að komast í vímu, bensín, frostlögur, lím, þynnir og mörg fleiri, en algengast er kveikjaragasið orðið. Eftir kvikmyndasýn- ingar þarf oft að hirða nokkurn fjölda tómra gasbrúsa. Læknar eru sammála um, að þetta séu hin hættuleg- ustu vímuefni. Bæði landlæknir og borgarlæknir bentu á hér í blaðinu fyrir helgina, að bráðhætt er við bæði lifrarskemmdum og heilasköddun af hinum ýmsu sniffefnum. Þetta er ekki auðvelt viðfangs. Öldum og ár- þúsundum saman hafa menn leitað skjóls frá gráum hversdagsleika inn í draumaheim og óminni fikniefna og áfengis. Krakkarnir í sniffinu eru að feta í fótspor langfeðganna. Unglingar á hinum óvissa breytingaaldri milli bernsku og fullorðinsára eru án efa veikari fyrir þörf- inni á flótta heldur en flestir aðrir hópar þjóðfélagsins, einkum í hálffirrtu stórborgarumhverfi nútímans. Krakkarnir eiga erfitt með að komast yfír áfengi og hefðbundin fíkniefni, bæði vegna takmarkana og banns á sölu, svo og vegna eigin auraleysis. Sumir þeirra eiga þá eftir versta kostinn að eyðileggja sig á ódýru sniffi. Þetta er gamla sagan. Þeir, sem minnst mega sín, fá verstu útreiðina. Þeir, sem minnst hafa peningaráðin, verða að sæta ódýrustu og verstu lausninni. Á bannár- unum var það skósverta. Nú er það lím og kveikjara- gas. Fyrirsjáanlega verður mjög erfitt að hindra beina eða óbeina sölu þessara efna til íslenzkra unglinga. Flest gegna efnin nytsömu og nánast nauðsynlegu hlut- verki á öðrum sviðum og verða því seint bönnuð alger- lega. Samt hlýtur bann að vera aðferð, sem kemur til álita. Fikniefni eru alténd bönnuð og áfengi hefur jafnvel verið bannað, þar á meðal einnig létt vín um tíma. En bann við rokgjörnum efnum í daglegri notkun er langtum erfiðara. Fræðsla er önnur aðferð, sem ekki hefur náð tilætl- uðum árangri á skyldum sviðum. Við sjáum það af tóbaksfræðslunni. í sumum gagnfræðabekkjum reykir meirihlutinn, þrátt fyrir kvikmyndasýningar á eyði- lögðum lungum. Kannski þarf að reyna að beita nýjum aðferðum, reyna til dæmis að virkja unglingana sjálfa, fá þá til að taka upp skipulega andstöðu. Sums staðar hefur tekizt að koma á því almenningsáliti, að ekki sé fínt að reykja. Þetta er hugsanlega líka hægt að gera til að verjast sniffinu, ekki eingöngu með því að fræða ofan frá, heldur með því að vinna gegn því innan frá, með eigin kröftum unglinganna, einkum þeirra, sem forustuna hafa. Erfiðasti þröskuldurinn er, að veröld margra krakka er grá og leiðinleg. Þeim leiðist heimili og skóli og hafa við lítið að vera. Þeir hafa ekki heldur þá staðfestu, er hinir eiga að hafa, sem komnir eru til fullorðinsára. Margir hinna fullorðnu eiga erfitt með að umgangast áfengi og sækja stíft í gleymskuna. Því er auðvelt að skilja, að sumir krakkar freistist til að nota efni, sem eru enn hættulegri, en mun ódýrari. Að þeim vanda verður þjóðin nú að snúa sér. Jónas Kristjánsson Leiðrétting við „Píslarsögu” Skúla á Laxalóni — Orðsending til Gríms Norðdahl í Úlfarsfelli Það var satt að segja í aðra röndina broslegt að sjá tímaskekkjugrein þína hé í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Þú vegur þar í sama knérunn og ýmsir aðrir áður með „pislasögu” Skúla Pálssonar á Laxalóni. Þar hafa verið á ferðinni ósannindi og rang- færslur um svonefnt Laxalónsmál og níð og rógsherferð Skúla gegn opin- berum aðilum. Þar sem þú, Grimur minn, virðist illa hafa fylgst með máli þessu skulu meginatriði, sem eyði- leggja goðsögnina um píslir Sk. P., rifjuð upp: Hæstiréttur sýknaði á sinum tíma opinbera aðila (land- búnaðarráðuneytið) í regnboga- silungsmáiinu sem eigandi Laxalóns höfðaði gegn ráðuneytinu. Síðar fékk þingnefnd þessi mál öll til meðferðar og rannsóknar og gerði ítarlega skoðun og úttekt á þeim. 1 niður- stöðu (ályktun) nefndarinnar sagði, að ekki væri hægt að ásaka opinbera embættismenn varðandi Laxalóns- málin. Þegar hér var komið sögu skyldi maður ætla að hinum ljóta leik Skúla Pálssonar gagnvart opinberum starfsmönnum lyki. En því var nú ekki aldeilis að heilsa. Haldið er áfram og áfram, eins og aldrei hafi neinn dómur fallið, hvorki hjá æðj sta dómstól þjóðarinnar né í sér- stakri rannsóknarnefnd alþingis. Fölsun? í grein þinni, sem þú að hluta til helgar undirrituðum lætur þú lita svo út sem að þú takir upp staðhæfingu úr grein, sem ég skrifaði að gefnu til- efni í Dagblaðið í nóvember, til þess að koma höggi á mig. Þar skrifar þú eftir mér: „Skúli Pálsson eigandi að Laxalóni hélt á sínum tíma leyndum sjúkdómum i fiski fyrir íslenskum yfirvöldum.” í grein minni stóð hinsvegar ,,En Skúli Pálsson eigandi að Laxalóni hélt á sínum tíma ieyndum sjúkdómum í fiski fyrir íslenskum yfirvöldum en þess í stað laumaðist hgnn með sjúk laxaseiði til Noregs og síðar komst allt upp. Rétt er af þessu tilefni að minna á að Skúli Pálsson fékk af almannafé tæplega 100 milljónir gamlar krónur vegna sjúkdóms í fiski í Laxalóni.” Veist þú, Grímur, hvað svona vinnubrögð eru nefnd? Fölsun. Til þess að upplýsa þig enn betur hvað varðar regnbogasilungsmálið, skulu teknar upp nokkrar glefsur Hæstaréttardómnum: „Skúli Páls- son fékk í upphafi leyfi til að flytja hingað til lands regnbogasilungs- hrogn i þeim tilgangi að rækta fiskinn til sölu erlendis, en silungs- tegund þessi var þá ekki til hér á landi. í leyfi þessu fólst ekkert vilyrði, til hans um að hann mætti vænta þess „Sú eina kvöö var lögö á Laxalónsstöð- ina að ekki mætti flytja frá Laxalóni nema með leyfí iifandi regnbogasilung. Hinsvegar hafa aldrei verið lagðar neinar hömlur af hálfu hins opinbera á ræktun og eldi regnbogasilungsins innan stöðvarinnar til slátrunar og sölu”, segir Einar Hannesson í grein sinni. STAÐA REYKJA- VÍKUR GAGNVART LANDSBYGGHNNI f desemberblaði Borgurblaðsins, sem gefið er út af Alþýðuflokks- mönnum í Reykjavík, birtist viðtal við athafnasaman atvinnurekanda og bílainnflytjanda, Kristin Breið- fjörð. í þessu viðtali kemur glöggt fram það viðhorf að byggðastefnan, sem rekin hefur verið undanfarin ár, hafi haft lamandi áhrif á atvinnulíf og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík og reyndar á öllu Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þeir eru sjálfsagt fáir íslendingar sem ekki vilja efla atvinnulíf í sveitum landsins og skapa lífvænlegri kjör fyrir þá sem búa í hinum dreifðu byggðum landsins. Byggðastefna í þeim anda hlýtur að vera í takt við timann og hafa menningarlegt og þjóðhagslegt gildi. Röng byggðastefna En þegar byggðastefna verður þannig í framkvæmd að hún beinlínis hefur niðurdrepandi áhrif á alla upp- byggingu sjálfrar höuðborgarinnar þá er verr farið en heima setið. í viðtalinu, sem hér er vitnað í að framan, segir Kristinn Breiðfjörð: „Þessi stefna hefur vissulega stuðlað að því að cfla uppbyggingu atvinnu- lífsins úti á landi og það er af hinu góða. En þessi stefna hefur einnig haft það í för með sér að veruleg stöðnun hefur átt sér stað í borginni síðasta áratuginn.” Og það er einnig af sama toga spunnið þegar fólk hættir að vilja búa í Reykjavík og flyst í önnur byggðarlög og atvinnurekendur fara með atvinnurekstur sinn út úr borg- inni. Þegar þannig er komið er eitt- hvað meira en lítið að. Kristinn Breiðfjörð segir: „Fólk flýr ekki sveitarfélag þar sem allt er í uppgangi og blóma. Það ætti einnig að vera öllum ljóst að þótt við getum útaf fyrir sig verið sammála um að nauðsynlegt sé að efla uppbygging- una úti á landsbyggðinni þá er engin ástæða til að það þurfi einmitt að koma út sem refsing á íbúa Reykja- .víkur, en það er einmitt kjarni máls- ins og sú staðreynd sem við horfumst í augu við.” Betur má ef duga skal Núverandi borgarstjórnarmeiri- hluti hefur gert ýmislegt til að breyta þessari óheillaþróun sem þessi mál hafa tekið í borginni. Sérstaklega hefur verið gert stórátak í því að efla Bæjarútgerð Reykjavikur sem nú er orðin stærsta og öflugasta útgerðar- fyrirtæki landsins og veitir hundruð- um manna atvinnu. En í þessum efnum þarf að vinna enn betur. Reykjavik á að vera eftir- sótt sveitarfélag þar sem íbúunum getur liðið vel, þar sem atvinna er næg og þar sem fjölbreytt menning- arstarfsemi fer fram. Þannig á borgin okkaraðvera. Ég er þeirrar skoðunar að það sé þjóðfélagsleg nauðsyn að við Islend- ingar byggjum upp myndarlega höf- uðborg þar sem fólk getur unað vel við sinn hag og sín störf ekki síður en annars staðar á landinu. Byggða- stefna síðustu ára hefur greinilega leitt til efnahagslegrar slagsíðu sem hefur orðið til þess að fólk sækist ekki lengur eftir því að búa hér í borginni. Ég held að hér sé um mjög alvarlegt vandamál að ræða sem nauðsynlegt sé að lagfæra sem allra fyrst. Við þurfum að stefna að því að rétta hag Reykvíkinga þannig að þetta sveitarfélag verði ekki lengur i tölu sérstakra láglauna-svæða eins og allt bendir til. Því miður höfum við Reykvíkingar mátt horfa upp á það að þingmenn kjördæmisins hafa langflestir litið á sig sem einskonar landsþingmenn, eða fulltrúa tiltek- „Byggðastefnunni hefur ekki aðeins verið beint á jákvæðan hátt til þess að efla hag þjóðarinnar með uppbyggingu í sveitum landsins heldur hefur þessari stefnu verið miskunnarlaust beitt til þess að keyra Reykjavík niður,” segir Bragi Jósepsson meðal annars í grein sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.