Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Page 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982.
5
Sjónvarpið:
Óvinnandi víð
svo lélegar
aðstæður
— kostnaðurínn margfaldast vegna lélegra tækja
„Ástæðan fyrir þessu opna bréfi
okkar er hreinlega sú, að það er búið
að ræða þessi mál fram og til baka hér
innanhúss og á ótal fundum, án þess að
nokkur árangur náist og við þessar
lélegu aðstæður er hreinlega ekki vinn-
andi lengur,” sagði Tage Ammendrup,
dagskrárgerðarmaður hjá sjónvarpinu
í framhaldi af frétt DV í gær um hávær
mótmæli sjónvarpsmanna.
,,Við vitum vel að sjónvarpiðer fjár-
svelt stofnun, ekki sizt eftir að það var
svipt tekjum sínum af innflutnings-
gjöldum. Það þarf þá líka að nota það
fjármagn sem fæst á réttan hátt, en það
hefur alls ekki verið gert, að mínu
mati.”
Tage sagði, að það sem mest væri
kvartað yfir nú, væri vinnuaðstaða í
upptökusal sjónvarpsins. Þar væru nú
notaðar myndavélar sem keyptar voru
til bráðabirgða þegar litvæðing hófst
1977 og áttu einungis að notast í tvö ár.
Bilanatíðni þeirra væri gífurlega mikil
og oft þyrfti að bíða tímunum saman
með fjölda fólks sem ætti að fara í upp-
töku á meðan verið væri að gera við
vélarnar. Þetta kostaði óhemju mikla
peninga, „en það er alltaf dýrt að vera
fátækur.”
„Það er dýrt spaug að fara út í
kostnaðarsamar upptökur svo sem leik-
rit og annað með léleg tæki. Það má
alltaf deila um hvar þörfin sé mest
þegar lítið er til skiptanna. Við teljum
þó að upptökusalurinn sé hjarta sjón-
varpsins, grunnurinn að því sem þar er
unnið og því sé það númer eitt að hann
sé þokkalega tækjum búinn,” sagði
Tage.
Er Tage var spurður um samstarf við
yfirverkfræðing sjónvarpsins, sem sér
um tækjakaup að mestu leyti, sagði
hann: ,,Ég veit ekki hvað skal segja um
það, nema að efndir hans við starfs-
fólkið hafa ekki verið merkilegar.”
Flestir hafa sennilega veitt því at-
hygli að tafir í útsendingum sjónvarps
hafa aukizt til muna í vetur. Taldi Tage
að það mætti rekja til þess að sjón-
varpið hefði orðið fyrir mikilli blóð-
töku hvað snerti vanan og hæfan
starfskraft sumpart vegna lélegs aðbún-
aðar. Nú væri komið til starfa mikið af
nýju fólki, sem alls ekki hefði hlotið
nauðsynlega þjálfun.
Fundur var haldinn hjá tækjakaupa-
nefnd á mánudag og kvaðst Tage
sannarlega vona að í framhaldi af
honum yrði mótuð einhver ákveðin
stefna i tækjamálum. Við annað yrði
ekki unað.
-JB.
Kostnaðurinn við dagskrárgerð sjónvarpsins margfaldast vegna lélegra tækja og nú hafa dagskrárgerðarmenn misst þolin-
mæðina.
AUGLÝSING -i
20% afsláttur af hrúgunni, næstu 20 mínúturnar, og allir flýta sér i hrúguna.
Fiski land-
að á Höfn
Sauðárkrokstogarinn, Skafti,
landaði 70—80 tonnum af fiski á Höfn
Hornafirði í gær. Kom það sér vel fyrir
staðinn að fá þennan afla, því landlega
hafði verið eftir helgina.
Á Höfn er ýmislegt á döfinni.
Meðal annars er verið að opna nýtt
fyrirtæki sem hlotið hefur nafnið
Heilsuhornið. Þar gefst Hafnarbú-
um kostur á sauna, svæðanuddi og
sólarlampa. Hefur þessi nýjung mælzt
vel fyrir og upppantað langt fram í
tímann.
Júlía, Höfn.
Bruninn hjá Agli
Vilhjálmssyni:
Beðið eftir
sérfræðilegri
álitsgerð
Rannsókn á brunanum sem varð hjá
Agli Vilhjálmssyni hf. stendur enn yfir.
Að sögn Arnars Guðmundssonar,
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, var
leitað sérfræðilegs álits hjá Vinnueftir-
liti rikisins og Iðntæknistofnun við
rannsóknina. Gögn frá þessum
stofnunum hafa ekki borizt enn. Sagði
Arnar að málinu yrði vísað til ríkissak-
sóknara fljótlega eftir að þau lægju
fyrir.
-JSS.
LIF
ITUSKUNUM
á Partner verksmiðjuútsölunni
Skyrtur á 5 kr., buxur á
10 kr. Það er ekki laust
við að fólk brosi þegar
það sér verið á sumu á
Partner-verksmiðjuútsöl-
unni, sem haldin er um
þessar mundir i skúraröð-
inni á bak við gamla Lita-
vershúsið, Grensásvegi
22,
Þegar Ijósmyndarinn slæddist þar
inn einn rigningardaginn fyrir
skömmu, var svo sannarlega líf í
tuskunum. Viðskiptavinirnir skoðandi
og mátandi alls konar fatnað, af-
greiðslumenn á þönum og útsölu-
stemmningin allsráðandi.
„Hvað kostar þessi kjóll?” spyr ung
kona i einu horninu.
„150 krónur ef hann passar þér vel”
svaraði einn afgreiðslumaðurinn og
brosti og í öðru horni heyrðist annar
hrópa: „20% afsláttur af hrúgunni
næstu 20 minúturnar” og allir flýta sér
í hrúguna, sem er heilmikill fatabingur
á stóru borði, samsafn af hinum ótrú-
legasta fatnaði og hefúr þann eigin-
leika að sögn afgreiðslumannanna, að
minnka aldrei; sama hvað sclst mikið
úr honum.
„Heyrðu”, það er galli í kjólnum,
heyrist nú frá ungu konunni áður-
nefndu. „Nú, þá náttúrulega snar-
lækkar verðið,” segir afgreiðslu-
maðurinn, „hvað segirðu um 90
krónur?”
„Mér lizt nú betur á 60 krónur,”
svarar þá unga konan og að lokum er
sætzt á 70 kr.
„Mikið voðalegir sölumenn eru
þetta,” heyrist nú frá annarri.
„Nei” uss við erum allir af
sjónum,” svarar afgreiðslumaðurinn.
„Við tókum bara að okkur að halda
útsöluna á milli túra.”
„Þetta er nú bara virkilega
skemmtilegur timi hjá okkur,” sagði
annar, er honum hafði tekizt að pranga
gallabuxum inn á Ijósmyndarann.
„Fólk virðist kunna að meta það að
verzla í afslöppuðu andrúmslofti eins
og hérna ríkir og svo skcmma
prísarnir aldeilis ekki fyrir.
Hingað kemur líka mikið af fólki
sem segist hafa komið f fyrra, og telur
sig hafa gert svo góð kaup, að núna
fatar það sig upp fyrir árið.
Og nú var afgreiðslumaðurinn
rokinn til að áðstoða hóp af skóla-
stúlkum, sem voru á kafi í tízkufatnaði
í einu horninu.
Enn er tækifæri til að kynnast
Partner-verksmiðjuútsölunni af eigin
raun, þvi hún verður opin út alla þessa
viku daglega kl. 10—7.