Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Blaðsíða 29
29 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1982. Andlát J6n Sigmundsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Akranesi, andaðist að sjúkrahúsi Akraness 24. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 13.30 síðdegis. Jón Tómasson frá Hrútatungu, Álfa- skeiði 64 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudginn 28. janúar kl. 13.30. Kjartan S. Norðdahl, frá Úlfarsfelli, lézt í Borgarspítalanum 24. janúar. Páll Stefánsson, Borgarnesi, er látinn. Sigmundur Sigfússon, flugumferðar- stjóri, Ljósheimum 6, lézt á Borgar- spitalanum þriðjudaginn 26. janúar. Steingrímur Steingrimsson, Lindargötu 24 Reykjavik, andaðist mánudaginn 25. janúar á Landspítalanum. Sveinbjörn Jónsson byggingameistari, er látinn. Agnar Norðfjörð, Kjartansgötu 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. janúar kl. 10.30. Ágústa Margrét Jónsdóttir andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 24. janúar1982. Daði Steinn Kristjánsson, stýrimaður, Akurholti 11 Mosfellssveit, lézt i sjúkrahúsi í London 25. janúar. Jódís Pálsdóttir, sem lézt 20. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28. janúar kl. 13.30. Jóhanna Emilía Björnsdóttir, frá Félagsgarði, Fáskrúðsfirði, Unufelli 25 Reykjavík, lézt laugardaginn 23. janúar í Landspítalanum. Jón Vattnes Kristjánsson lézt í Borgar- spítalanum aðfaranótt 26. janúar. Jón Magnússon frá Gerði, Vestmanna- eyjum, Nestúni 17 Hellu, sem lézt i sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. janúar sl., verður jarðsunginn frá Landa- kirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14.00. Fundir Kvenstúdentarl Fyrsti hádegisfundur okkar á þessu ári verður hald- inn laugardaginn 30. janúar að Hlíðarenda við Nóatún. Þar mun Steinunn Sigurðardóttir rit- höfundur tala um einn frumleRasta or skemmtiIeR- asta rithöfund íslands, Málfríöi Einarsdóttur, og lesa úr bók hennar: Bréf til Steinunnar. Fjölmenn- um. Stjórnin. Fundaskrá AA-samtakanna á íslandi Miðvikudagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsiB. Hádcgisfunduropinn kl. 12.00 Tjamargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 18.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 21.00 Grensás, Safnaðarheimili kl. 21.00 Hallgrimskirkja kl. 21.00 LANDIÐ Akranes, (93-2540) Suðurgata 102 kl. 21.00 Borgarnes, Skúlagata 13 kl. 21.00 Fáskrúösfjörður, Félagsheimiliö Skrúður kl. 20.30 Höfn Hornafirði, Miðtún 21 kl. 20.00 Keflavik, (92-1800) Klapparstig 7. Enska kl. 21.00 Kvenfélag Árbœjarsóknar heldur aðalfund sinn í safnaðarheimilinu mánudaginn I. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf og boöiö verður upp á pottrétt. Stjórnin. Aðalfundur Handknatt- leiksdeildar Vals Handknattleiksdeild Vals heldur aðalfund sinn aö Hlíöarenda fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Manneldisfólagsins Árið 1981 var starfið fjölþætt hjá Manneldis- félaginu. í vor var haldinn mjög fjölmennur félags- fundur um flúor, áhrif hansá tennur ogálíkamann í heild, en eins og kunnugt er eru ekki allir á eitt sáttir um tannverndandi áhrif flúors né skaöleysi. í maí voru á félagsfundi kynntar niðurstöður neyzlu- könnunur Manneldisráðs, sem gerð var 1979-80. í haust hélt félagið fund um alkóhól og áhrlf þess á Hkamann og kom þar fram mikill fróðleikur um áhrif áfengis á efnaskiptin, áhrif áfengis á ófædd börn og um áfengisneyzlu íslendinga og neyzluvenjur. Bókin Neyzluvenjur og heilsufar var gefin fjölmörgum bókasöfnum landsins en hana gaf félagiö út sem árangur ráðstefnu er haldin var með því heiti fyrir nokkrum árum og er þar að finna flest það sem vitað er um neyzluvenjur íslendinga, heilsufar og matvælaframleiöslu fram á okkar daga. Félagið gaf út á árinu bækling með heitinu Matarvenjur og næringarþörf ungra bama og er það safn erinda af félagsfundi um efnið sem dreift var til félagsmanna og er falt öðrum á kr. 30.00 og skal þá kaupa ritið hjá félaginu, pósthólf 289, 121 Reykjavík. Fimmtudaginn 28. jan. heldur félagiö aðalfund sinn í húsi Hússtjórnarkennaraskóla ÍsJands, Háuhlíð 9. Fundurinn hefst með kaffiveitingum og kynningu osta frá Osta- og smjörsölunni. Auk venjulegra aöalfundastarfa verða kynntar hug- myndir um félagsstarfið i vor en allar hugmyndir félagsmanna eru vel þegnar. Félagsmenn eru hvattir til að koma í ostaveizluna og á aðalfundinn. Nýliðar eru velkomnir. Migrenesantökin halda fræðslufund að Hótel Heklu í kvöld, 28. janúar, kl. 20.30. Fyrir- lesari verður Helgi Valdimarsson læknir. Kvenfálag Laugarnessóknar Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 1. febrúar i fundarsal kirkjunnar kl. 20. Formannskuör. Stjórnin. Átthagasamtök Héraðs- manna og Fólag Eskfirðinga og Reyðfirðinga halda árshátíð i Ártúni laugardaginn 30. janúar. Húsið opnarö kl. 19.00. Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, fimmtudag og föstudag frá kl. 16—18. Æskan Nýkomið er út janúarblaðið af Æskunni, 83. árgangur, 58 síður að stærð. Meðal efnis er: Þegar kviknaði á perunni hjá Edison; Nýi billinn; Ásgrímssafn; Ævintýri; Rauði kross íslands; Gosi í Þjóðleikhúsinu, Fjölskylduþáttur i umsjá Kirkju- málanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík; Siðustu nemendur skólameistarans; Ég er endurfæddur kristinn maður — segir poppsöngvarinn Bob Dylan; Skiðaiþróttin; Dýrin okkar; Skólabörn svara; Beztu islenzku barnahljómplöturnar; Úrslit vinsældavals Æskunnar; Bobbi vann stórkostlegan sigur; Utan- garðsmcnn; íslenzk frímerki 1981; Hvað viltu verða?; Prentlistin; Heilabrot; Gæludýr; Frumstæðir vöruflutningar; Úrslit spurningakeppni Umferðaskólans og Æskunnar; Myndasögur; Gátur; Skrýtlur; Krossgáta o. m. fl. Ritstjóri er Grímur Engilberts. Tilkynningar Sýning Sigurðar K. Árnasonar listmálara að Kjarvalsstöðum stendur til sunnudags 31. janúar. Hefur þegar selzt nærri helmingur þeirra málverka á sýningunni, sem ekki voru þegar fyrir I einkaeign. Þetta er sjöunda einkasýning Sigurðar, en nærri sex ár eru liðin frá hinni siöustu. Söngflokkurinn Hrfm — Hótel Borg Söngflokkurinn Hrím mun halda sína fyrstu tónleika á Hótel Borg fimmtudaginn 28. janúar. Aðrir tónleikar verða síðan I Norræna húsinu, sunnudaginn 31. janúar kl. 17. ; Hrím er nú rúmlega þriggja mánaða og hefur komiö nokkrum sinnum opinberlega fram en þá alltaf meö öörum.Tónlistin sem boðið er upp á er af ýmsum geröum en mest ber á svokallaöri visna- tónlist frumsamdri. írskir og skozkir rælar skipa einnig öndvegissess áprógram mi sveitarinnar. I gærkvöldi I gærkvöldi MYNTBREYTING EÐA MYNDBREYTING Margir hafa vafalaust fagnað þvi að fá að sjá framan í Sigrúnu Stefánsdóttur á skjánum í gærkvöld — gleraugun farin og komin með linsur. Gaman er að sjá ný andlit á skjánum og þá ekki verra að þau séu gömlu andlitin með nýju formi. Með þeim gömlu vita menn hvað þeir hreppa og helzt fannst mér að þarna væri á ferð sú sama Sigrún og fyrr. Svo geta menn skipt sér í fylkingar um hvort Sigrún er betri með gler- augu eða linsur. Þarna gæti orðið hiti í kolunum og framboð við sveitar- sjórnarkosningar komið til greina. Sigrún fjallaði um myntbreyting- una og vaxtarrækt. Mér heyrðist sem menn segðu yfirleitt frekar „mynd- breytingin” en „myntbreytingin” og eru það orð að sönnu. Réttnefni væri að þessi atburður kæmist i íslands- söguna sem „myndbreytingin 1981”, það er seðlar komu ú' með nýjum myndum en lítið sem ekkert annað augu fylgdi þessari breytingu. Ef marka má dr. Jóhannes Nordal má búast við að slíkar breytingar þurfi á 11 —12 ára fresti miðað við 40—50 prósent verðbólgu á ári. Enn hugsa mjög margir í gömlum krón- um, einkum ef stórar upphæðir eru á á ferðinni, svo sem verð á íbúð. Eftir 10 ár munu þeir enn finnast sem hugsa i verðmætunum fyrir 1981. Þetta mun renna stoðum undir tilurð nýrrar stéttar sérfræðinga. Yf- irleitt eru menn hættir að geta gert skattskýrslur — nema sérfræðingar. Að því kemur að menn verða svo ruglaðir eftir myntbreytingar að þeir geta almennt ekki gert sér grein fyrir hvað nokkur hlutur kostar — og sjást þess þegar merki. Þá munu vafalaust verða til sérfræðingar, á góðu kaupi, sem geta reynt að segja fólki hvað hlutirnir kosti, til dæmis bíll eða íbúð. Þetta munu verða bjartir tímar — fyrir sérfræðingana. Haukur Helgason. Orösending til umsjónar- manna skemmti- og sýningarstaða Það hefur verið venja DV í föstudagsblaöi aö birta upplýsingar frá listasöfnum, skemmtistöðum, Ijós- mynda- og málverkasýningum. Oft hefur reynzt erfitt að ná í rétta aöila á þessum stöðum. Biður þvl umsjónarmaður dagbókar þá sem hafa með þetta aö gera að senda upplýsingar til DV Síöumúla 12—14 eða að hríngja í síma 86611 eða 27022 þegar nýjar sýningar hefjast. Einnig ef skemmtiatriði eru á skemmtistöðum eða aðrar breytingar frá síöustu helgi. Þá þurfa þær upplýsingar að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á fimmtudögum. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið Laugardaginn 3. okt. ’81 voru gefin saman í hjónaband Sigurborg M. Guð- mundsdóttir og Jón Kristinn Jensson. Þau voru gefin saman af séra Sigurði Guðmundssyni í Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði. Heimili ungu hjónanna er að Skólabraut 1, Hafnarfirði. Ljósmynd MATS — Laugavegi 178. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Andrea Magnúsdóttir og Ólafur Val- garó Ingimundarson. Þau voru gefin saman af séra Árna Pálssyni í Kópa- vogskirkju. Heimili ungu hjónanna er að GrevegárdsvSgen 74, Götaborg — Sviþjóð. Ljósmynd MATS — Laugavegi 178. Brúðhjónum skal bent á að sendi þau brúðarmynd til birtingar í Dagblaðið og Vísi, fá þau í brúðargjöf frá DV áskrift á blaðinu i einn mánuð. Fræðslu og leiðbeiningastöð SÁÁ. í Siðumúla 3—5, Reykjavik. Viðtalstímar leiðbeinenda alla virka daga frá kl. 9—17. Sími 82399. Fræðslu- og leiðbeiningastöð Síðumúla 3—5, Reykjavík. Upplýsingar veittar i síma 82399. Kvöldsimaþjónusta SÁÁ alla daga ársins frá kl. 17—23 í sima 81515. Athugið nýtt heimilisfang, SÍÐUMÚLl 3—5, Reykjavík. Getum við orðið þér að liöi? Er ofdrykkja í fjölskyldunni, í vinahópnum eða ‘ meðal vinnufélaga? Ef svo er — mundu aö það er hlutverk okkar að hjálpa þér til að hjálpa öðrum. Hringdu í fræðslu- og leiðbeiningastöðina og leitaðu álits eða pantaðu viðtalstima. Haföu það hugfast að alkóhólistinn sjálfur er sá sem minnst veit um raunverulcgt ástand sitt. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið. Barnaspítalasjóður Hringsins í desember sl. færöi Barnaspitalasjóður Hringsins Umsjónarfélagi einhverfra barna kr. 250.000 að gjöf. Hannes Ástþórsson arfieiddi Barnaspitalasjóð- inn að öllum sinum eignum og er þetta beint framlg þaöan. Fjárhæðinni skal varið til kaupa á húsbúnaði og tækjum til notkunar i hinu nýja meðferðarheimili einhverfra (geðveikra) barna aö Trönuhólum 1, Reykjavík. Kvenfélagiö Hringurinn, sem stjórnar Barna- spitaiasjóðnum, er löngu þjóðkunnt fyrir starf i þágu sjúkra barna og hafa geðveik börn áður notið þess eins og vel kom fram við uppbyggingu Geð- deildar Barnaspitala Hringsins. Starfshappdrœtti Frjálsfþróttadeildar ÍR. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. Sólarlandaferð til Benidorm með Ferðamiðstöð- inni, kr. 12.000.- Nr. 5468 2. Bosch borvél frá Gunnari Ásgeirssyni, kr. 3.500,- Nr. 1476. 3. TRS 80 forritanleg vasatölva frá Tandy Radishack, kr. 3.000.- Nr. 625 4. SANYO ferðaútvarp og segulband frá Gunnari Ásgeirssyni, kr. 2.500.- Nr. 559. 5. Vöruúttekt í BIKARNUM, kr. 2.000.- Nr. 3001. 6. Vöruúttekt í BIKARNUM, kr. 2.000.- Nr. 5887. 7. Vöruúttekt í BIKARNUM, kr. 2.000.- Nr. 602. Vinningshafar snúi sér til gjaldkera deildarinnar, Guðmundar Ólafssonar, sími 85281 (h) / 84000 (v). Frá íslenzku óperunni íslenzka óperan hefur nú fcngið nýjan hljómsveit- arstjóra að Sígaunabaróninum, Robin Stapdton frá London. Kemur hann í stað Alexanders Maschat sem hverfur nú til annarra verka í Austurriki. Steple- ton er íslenzku óperunni og styrktarfélögum henn- ar að góðu kunnur því aö hann stjórnaði í febrúar í fyrra hátiðartónleikum óperunnar til minningar um hjónin Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánsson- ar. Eins og vænta má mun sýningin taka þó nokkr- um breytingum við hljómsveitarstjóraskiptin. Stapleton stjómar sýningu í fyrsta sinn föstudags- kvöldið 22. janúar. Hann hefur starfað við Royal Opera House í Covent Garden frá 1968. Þar hefur hann stjórnað óperum eftir Puccini, Verdi og Weber. Einnig hefur AKUREYRI VERZLUNARHÚSNÆÐI Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á jarðhæð, u.þ.b. 50 ferm., óskast til leigu á góðum stað í miðbæ Akureyrar. Samband óskast haft við auglýsingaþjónustu DV í síma 91-27022. H—700 Skólavörðustig 19, KVIKMYNDAMARKAÐURINN VIDEO • TÆKI • FILMUR_ sími15480 interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14-S 21715. 2351b Reykjavík: Skeifan 9 S 31615, 86915 Mesta úrvalið, becúi þjónustan Við útvegum yðut afslátt á bilaleigubilum erlendis Árnað heilla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.