Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Qupperneq 1
HREYFILUNN SPRAKKI ADQNS150 MEIRA HÆÐ Eftír giftusamlega lendingu á KofkivíkurflugvaUi á einum hmyfíi með mOairut annaö hjóMO niörí var farþagum þegar hjélpað út úr vólinni. Fiugstjóri í þessari ferð var Gunnar Arthursson, fíugmaöur HaHgrimur Viktorsson og fíugfreyja GuOrún Gunnorsdóttír. Fokkerintt, TF-FLM, var keyptur fri JapanáriO 1972. Reykjarstrókur stendur aftur úr Fokkernum yfir ÍsafirOi eftir aO kviknaOii hreyfíinum. Myndin er tekin frá skiOaiöndum isfiröinga, en þar stóO yfir mót og f/öidi fóiks fyigdist meO atburðunum i ioftí. ■ (L/ósm. Vestfirzka fréttablaðiðl 25 íslendingar, 22 farþegar og þriggja manna áhöfn Fokker-vélar Flugleiða, TF-FLM, mega telja sig heppna með að vera enn i tölu lifenda eftir miklar raunir á laugardag. Vinstri hreyfill flugvélarinnar splundraðist skömmu eftir flugtak frá ísafjarðarflugvelli er vélin var aðeins í um 150 metra hæð. Eldtungur stóðu aftan úr hreyflinum en flugstjóranum, Gunnari Arthurssyni, tókst að slökkva bálið með því að opna fyrir innbyggðar sprautuflöskur sem úðuðu inn í hreyfilinn. Flugstjórinn hugðist lenda aftur á ísafjarðarflugvelli en hjólin vinstra megin komu ekki niður. Þá voru tveir kostir: Að nauðlenda á ísafirði strax eða freista þess að fljúga alla leið til Keflavíkur, á þann eina flugvöll hér- lendis sem hafði nógu breið öryggis- svæði, tækjabúnað og mannskap til að taka við nauðlendingu flugvélar af þessari stærð. Síðari kosturinn var valinn, enda ekki fýsilegt að renna út af flugbrautinni á ísafirði. Framundan var langt og sjálfsagt átakamikið flug fyrir farþegana. Úr farþegarýminu blasti við maskaður hreyfill. Þeirrabeið nauðlending. Á leiðinni suður hafði flugstjórinn áhyggjur af hreyflinum. Öll olía var farin af hreyflinum en ekki hafði tekizt að beita skrúfublöðunum þannig að þau hættu snúningi. Hætta var því á ofhitun og allt slökkviefni var þrotið. En allt gekk að óskum. Flugvélin komst til Keflavíkur og þar var henni (LJósm. Ómar Ragnarsson) nauðlent snilldarlega. Ekki aðeins að tekiz hafði að bjarga fólki heldur og urðu skemmdir á flugvélinni í lág- marki. En hvað gerðist i hreyflinum? Flaug fugl í hann? Grjót af flug- brautinni? Báðar eru þessar ástæður taldar ólíklegar. Athygli manna beinist að svokallaðri forþjöppu í hreyflinum. Þar virðist upphafsins að leita. Ekkert er þó vitað með vissu. í forþjöppunni er lofti þjappað saman. Af einhverjum ástæðum virðist hún hafa brotnað, samanþjappað loftið leitað út og sprengt hlífar af hreyflinum með þeim afleiðingum að þær féllu til jarðar. Olíu- og eldsneytis- leiðslur rofnuðu og eldur kom upp. Hjólaútbúnaðurinn festist. Flug- stjórinn skrúfaði snarlega fyrir elds- neytisleiðslur og slökkti eldinn. Von er á sérfræðingum frá Rolls- Royce-verksmiðjunum, en hreyftllinn er þeirrar gerðar, til landsins i dag. Munu þeir í samvinnu við viðhaldsdeild Flug- leiða reyna að grafast fyrir um orsakir. Vitað er um að svipaður atburður hefur gerzt áður. Fokker-vél var i flug- taki í Quebec: í Kanada þegar annar hreyfillinn splundraðist. Hjól flugvél- arinnar höfðu þá ekki verið tekin upp. Hlífar sem losnuðu af hreyflinum flæktust í hjólaútbúnaðinum og mynd- uðu svo mikla loftmótstöðu að flug- vélin hrapaði nokkrum augnablikum síðan til jarðar. -KMU. Flugið frá ísafirði og lendingin á Keflavíkurvelli tókst með ágætum / — Sjá einnig baksíðu og bls. 2,4, og 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.