Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Side 2
2 Er sérkenni legt og sér- stakt atvik —segir Gunnar Arthursson flugstjóri á Fokkernum sem nauðlenti á Kef lavíkurf lugvelli „Eg vil nú ekki gera meira úr þessu en ástæða er til, því nauðlendingin tókst eins og bezt verður á kosið og ekki sá skrámu á nokkrum manni,” sagði Gunnar Arthursson flugstjóri á Fokker-vélinni sem nauðlent var á Keflavíkurflugvelli sl. laugardag. ,,Við heyrðum sprengingu rétt eftir flugtak þegar við vorum komnir í um 4—5 hundruð feta hæð. Við fundum strax að vélin sveiflaðist til eins og ger- ist þegar hún missir afl á öðrum hreyfl- inum og í sömu andrá kallaði flugturn- inn á ísafirði í okkur og sagði að kvikn- að væri í vélinni. Ég sá strax að það var vinstri hreyf- illinn sem var bilaður og leit út og sá að þar var eldur. Það eru tveir slökkvikút- ar í hreyflinum og eftir að við skutum úr þeim fyrri dró mjög niður í eldinum og hann slokknaði alveg við þann seinni. Við ætluðum að snúa við og lenda aftur á ísafirði en þá kom í Ijós að við gátum ekki komið vinstra hjólinu nið- ur. Við töldum þá að það væri svo óráðlegt að reyna lendingu á ísafirði að við ákváðum að fara til Keflavikur.” Gunnar sagðist enga skýringu hafa á því hvað hefði valdið því að sprenging varð í hreyflinum. ,,Ég get ekki einu sinni látið mér detta neitt í hug, þetta er það sérkennilegt og sérstakt,” sagði Gunnar Arthursson að lokum. ÓEF » Gunnar Arthursson flugstjóri skoðar teikningu af hreyflinum og bendir á forþjöppuna en grunur leikur á afl orsakanna sé að leita þar. (DV-mynd: Bjarnleifur) DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982 ALLT í HERBERd SPEKINGSINS Góðar gjafir gefa skal. GRÁFELDUR Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 26540 og 26626 Akranes: Verslunin Amor. Akureyri: Verslunin Kompan. Blönduós: Verslunin Kistan. ísafjörður: Húsgagnaverslun Ísaíjarðar. Keflavík: Verslunin Swing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.