Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. Kallaði til þeirra á sama augnabliki —segir f lugumf erðarst jórinn á ísafirdi „Ég var að fylgjast með vélinni í flugtaki og sá þá að kviknað var í og kallaði það til þeirra á sama augna- bliki,” sagði Grimur Jónsson flug- umferðarstjóri á ísafirði, í samtali við DV. „Flugstjórinn virðist hafa skotið á slökkvitækjunum um leið því eldurinn slokknaði mjög fljótt. Síðan flaug hann einn hring hér í firðinum með annað hjólið niðri og kom greinilega ekki hinu hjólinu niður. Hann fór síðan hér út fyrir fjörðinn og athugaði áframhaldandi aðgerðir. Hann ákvað skömmu síðar að halda áfram til Kefla- víkur á öðrum mótornum. Við létum Flugöryggisþjónustuna vita um leið og þetta gerðist. Við kölluðum einnig út slökkvilið, sjúkra- bíl og lækna og allt það lið var komið hingað innan 15 mínútna sem verður að teljast mjög gott. Það þurfti að vísu ekki á því að halda en það var auðvitað ekki vitað fyrirfram,” sagði Grímur Jónsson. -ÓEF. Laugardagurinn var óhappadagur íflugheiminum: 27 fórust í lllinois, 26 í Indónesíu en 25 björg- uðust á íslandi Þrjú stór flugóhöpp voru i heiminum á laugardag, í Illinois i Bandaríkjunum, á Indónesíu og á íslandi. í aðeins einu þessara slysa sluppu allir lífs af. Það var á íslandi. I hinum tveimur fórust allir nema tveir. 27 manns fórust þegar Beoing 707 þota frá bandaríska hernum hrapaði nálægt Woodstock í Illinois. Enginn komst lífs af úr þvi slysi. 26 manns fórust þegar þota af gerðinni Fokker Fellowship, F—28, brotlenti nálægt Branti-flugvelli í Jakarta í Indónesiu. Tveir komust lífs af. 25 manns björguðust hins vegar þegar Fokker-véí Flugleiða nauðlenti á Keflavíkurflugvelli. Það er einkennileg tilviljun að öll gerast þessi flugslys í ríkjum með upphafsbókstafnum I, tölurnar eru nær því þær sömu. 27 fórust í Illinois, 26 i Indónesiu en 25 björguðust á íslandi, og síðast en ekki sízt gerast slysin öll á sama degi. þrekhjól fyrir þá sem er annt um heilsuna Kjörið til líkamsræktar heimavið. Stöðugt og sterkt - mjúkt og breitt sæti, öryggishlífar á keðju og hjóli - stillanlegt stýri og sæti - stillanlegur fótstigsþungi - hraðamælir og snúnings- teljari - tekur lítið pláss. Varahlutaþjónusta. Verðkr. 1.794.- Sérverslun i meira en hálfa öld 20 mínutur á dag... KALKHOFF þrekhjól er ódýr og góð lausn fyrir þá sem annt er um heilsuna. K)óaooJ^w PEYSUSETT Verðkr. 590.- Litir; rósa-hvítt. Verðkr.530,- Litir: gult-rautt-blátt. KJÓLL OGKÁPA KJÓLLOG JAKKI Verðkr. 960,- Verð kr. 1.190.- Litir; drapp-rautt-blátt uur: KJÓLL OG VESTI Verðkr. 990.- Litir: drapp-hvftt. hvftt-rautt-blátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.