Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Qupperneq 7
7 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. Neytendur Neytendur Eggin eru á anzi misjofnu verfli enda á þeim frjáls álagning. Töluverður verð- munur á eggjum Hingað hringdi maður til að vekja athygli okkar á misjöfnu verði á eggjum. Fannst hcnum verðmunurinn nánast að segja furðuiegur. Dýrust hafði hann rekizt á egg í Breiðholts- kjöri á 58 krónur. Á sama tíma kostar kílóið í Kjötmiðstöðinni 46,50. Maður- inn sagðist hafa hringt í Verðlagsstofn- un og sagt frá þessu en þá var honum sagt að verðlag á eggjum væri frjálst og því ekkert hægt að gera. Jafnframt var honum sagt að heildsöluverð á eggjum væri algengt 44 krónur, þannig að verðið í Breiðholtskjöri væri ekki óeðli- legt. Við höfðum samband við bæði Kjöt- miðstöðina og Breiðholtskjör og komumst að því að þetta var rétt verð hjá manninum. Kjötmiðstöðin gaf það upp sem skýringu á sínu lága verði að ntjög hagstæðar pantanir væru gerðar við Vallá þaðan sem eggin eru. Sagðist viðmælandi okkar telja að þetta væri lægsta eggjaverð í bænum. Eggin í Breiðholtskjöri koma frá Sætúni sem er eins og Vallá á Kjalar- nesinu. Afgreiðslumaðurinn sagði þau alltaf nýorpin. Því má svo bæta við að eins og manninum var sagt, er hann hringdi í Verðlagsstofnun, er verð á eggjum algjörlega frjálst. Samkeppni ræður þvi verðinu. Það getur hækkað og lækkað mjög skyndilega eins og við höfum orðið vör við. Því er full ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér verð jafnt á eggjum sem öðrum hlutum. DS Blússa lngibjargar hljóp líka: Kvartaði ekki vegna slæmrar reynslu Við sögðum frá reynslu Ásthildar Magnúsdóttur i blaðinu á þriðju- daginn. Hún hafði keypt sér blússu í Buxnaklaufinni. Á blússunni stóð að Itana mætti þvo úr köldu vatni. Þetta sagðist Ásthildur hafa gert en eigi að síður hljóp blússan. Eigandi Buxna- klaufarinnar sagðist ekki hafa tekið mark á kvörtun Ásthildar vegna þess að mikið af svona blússum hefði verið selt og engar kvartanir borizt. Ingibjörg Georgsdóttir hafði samband við okkur á þriðjudaginn og sagði frá nákvæmlega sömu reynslu. Hún hafði þvegið eins blússu úr köldu vatni í tvígang og hafði hún hlaupið í bæði skiptin. Ingibjörg sagðist hins vegar ekki hafa lagt í að kvarta vegna þess að eitt sinn hefði hún orðið fyrir svipaðri reynslu með flík úr annarri verzlun. Þá hefði hún kvartað og á móti sér hefði verið tekið eins og glæpamanni. Þvi sagðist hún aldrei myndu leggja í slikt framar. Hún vildi eigi að síður að koma jtessu hér á framfæri. Við sjáum afleiðingarnar glögglega. Á meðan viðskiptavinir ekki kvarta halda verzlunareigendur eðlilega að allt sé í himnalagi. Margir þeirra hafa líka vanið sig á að taka öllum kvörtunum með slíkri tortryggni að fólk treystir sér helzt ekki til að kvarta aftur í bráð. En auðvitað ætti það að vera verzlunar- eigandanum i hag að vita af því að hann er að selja gallaða vöru. Þvi þegar illa er tekið á móti fólki sern kvartar gerir það kannski slíkt ekki aftur i bráð. En óánægja þess með verzlunina verður langlíf. DS 93 þúsund í annað Margrét skrifar: Ég sendi hér inn upplýsingaseðil í fyrsta sinn og Finnst að þurfi að útskýra hann aðeins. Liðurinn annað er alveg hrika- legur (93.185,10 kr.) en eðlilegur samt. Við vorum að kaupa okkur stærri íbúð og borguðum 80.000 í henni. Svo koma fasteignagjöld, afmælisgjöf, víxill, ein ballferð og svo framvegis. A seðlinn skrifaði ég fjölda heimils- fólks — 4. En maðurinn minn er sjó- maður og því sjaldan heima, svo 3 er kannski réttara. Svar: Við þökkum M argréti fyrir bréfið sem við styttum reyndar ögn. Við bjóðurn hana velkomna i hóp þeirra sem halda bókhald með okkur. Ekki veitir víst af að halda bókhald og fylgjast með hverri krónu þegar verið er að kaupa íbúð. Þetta með sjómennina vefst fyrir fleirum en þér. En einhvern tima hljóta þeir blessaðir að vera í landi og mér að minnsta kosti finnst rétt að telja þá nteð. DS p ósl .eo' NÝSENDING Teg. 10021 Uturgrátt Nr. 36-41 Verð 329,60 Teg.2110 Litur: vinrautt Stærðir: 36-41 Verö 248,75 Teg. 11031 Utír svart oða marinublátt Nr. 36-41 Verð272,95 Teg. 86010 Utur: hvrtt/gyOt Nr. 36-41 Verð275,75 Teg. 99019 Utír: blétt, brúnt oöa fíöskugrænt leöur Nr. 36-41 Verð297J9 Teg. 21856 UturgyBt Nr. 36-41 Verð 217,70 Teg. 86002 Lrtur: hvrtt/gylft leöur Nr. 36-41 Verð275,75 Teg. 86000 L/tur: marinu btótt /hvitt leöur Verð275,75 Teg. 715 Lrtur: kakipeari leður Nr. 36-41 Verð 318,60 Teg. 7513 Litur: brons leður/kopar Nr. 36-41 Verð278,80 Teg. 2016 Teg. 2006 Teg 2007 L/tur: svart Utunbrúnt L/tur: dökkbtótt Nr. 36—40 Nr. 36—41 Nr 35—41 Verð248,75 Verð248,75 Verð 248,75 Teg. 10036 Litur: hvrtt Nr. 36-41 Verð 329,60 Teg. 10023 L'ttír: hvrtt eða svart Nr. 36-41 Verð 329,60 Teg. 10029 Litur: h vrtt/gyHt Nr. 36-41 Verð296,60 Teg. 11030 Lrtur.rautt Nr. 36-41 Verð272,95 Tag. 12023 Litír: svart eða btótt Nr. 36-41 Verð292,15 Teg. 86001 Utur: rautt/hvrtt Nr. 36-41 Verð275,75 Teg. 86013 Utur. gu/t/hvrtt leður Nr. 36-41 Verð275,75 Teg. 330 Litur: fíöskugrænt leður Nr. 36-41 Verð278,75 Teg. 21935 Lrtur: brúnt/gyUt Nr. 36-41 Verð 197,70 Teg. 216 Litur: brons leður Nr. 36-41 Verð217,70 Teg. 21898 Lrtur: h vrtt/gyNt svart/gyHt Nr. 36-41 Verð 217,70 < Skóverzlun Þórðar Péturssonar Laugavegi 95. — Simi 13570.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.