Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Page 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þjóðhátiðardagur Afghanistans var í gær, 21. marz, en hann er um leið nýjársdagur Afghana. Víða um heim var hans minnzt með mótmælum vegna innrásar Sovétmanna í landið í desember 1979. Evrópuþingið og Reagan Banda- ríkjaforseti höfðu lýst gærdaginn dag Afghanistans þar sem minnzt skyldi hersetunnar og baráttu ibúa landsins gegn hinum erlendu kúgurum. Útvarpið í Kabúl greindi hins vegar frá því að um 200 þúsund manns hefðu farið í kröfugöngu í höfuðborginni til þess að fordæma mótmælin á Vestur- löndum. Tass-fréttastofan sovézka sakaði Bandaríkin og Pakistan um að stuðla að áframhaldandi ólgu í Afghanistan með stuðningi við hryðju- verkaöfl. Var því lýst yfir að sovézkt herlið yrði áfram í landinu þar til Kabúl-stjórnin væri örugg í sessi. í útvarpsviðtaii í London sagði Carrington lávarður, utanríkisráðherra Breta, að nær allur heimurinn stæði Sósíaldemókratar guldu afhroð í Neðra-Saxlandi Sósíaldemókratar Helmuts Schmidts töpuðu miklu fylgi í fylkiskosningum Neðra-Saxlands um helgina en niður- stöður þeirra þykja gefa nokkra vís- bendingu um hvernig Bonnstjórninni mundi vegna ef til allsherjarkosninga kæmi í V-Þýzkalandi núna. Um fjórar milljónir manna gengu að kjörborðinu í Neðra-Saxlandi og veittu kristilegum demókrötum brautargengi til hreins meirihluta. Talningu er ekki endanlega lokið en svo langt komið að kristilegum demó- krötum er spáð 51% atkvæða eða 2% aukningu frá því 1978. Kristilegir demókratar hafa farið með stjórn í Neðra-Saxlandi síðan 1976. Sósíaldemókrötum er spáð 36% sem er 6% tap frá því í kosningunum 1978. Að flestra mati voru það þjóðmálin fremur en sveitarstjórnarmál sem réðu mestu um val kjósenda að þessu sinni. — ,,Það var ekki Karl Ravens (leiðtogi Hægri flokkar sigruðu í Frakklandi Síðari umferð sveitarstjórnarkosn- inganna í Frakklandi fór fram um helg- ina og er ljóst að sósíalistar, sem setið hafa aðeins níu mánuði í ríkisstjórn, hafa beðið mikinn ósigur um allt land. Kosið var um alls 2.029 fulltrúa í hinum ýmsum sveitarstjórnum og fengu mið- og hægriflokkar 1.154 full- trúa. Sósíalistar, kommúnistar og aðrir vinstri flokkar fengu alls 781 fulltrúa. Óvíst er um 94 fulltrúa, því að talningu er ekki að fullu lokið. Einn leiðtoga sósíalista sagði að hægri flokkarnir hefði skipulagt kosn- ingabaráttuna betur enda ráðnir i að hefna sín eftir ósigurinn í þing- og for- setakosningunum. Það eru ekki nema níu mánuðir síðan sósíalistar sigruðu í forsetakosn- ingunum og hlutu algjöran meirihluta í þjóðþinginu með yfirburðasigri. — Þessi úrslit núna munu engin áhrif hafa á valdahlutföll flokkanna í þjóðþing- inu. Jacques Chirac, leiðtogi hægri manna og Gaullista, sagði um úrslitin: „Þau sýna vonbrigði kjósenda með vinstri stjórnina og stjórnin hlýtur að taka mið af því.” — Flokkur hans jók fulltrúafjölda sinn úr 180 í 317. Samband ungra sjáMstcMsmanna hér á Íslandi er meðal þeirra sem minntust dags Afghanistans með útgáfu veggspjalds með áletruninni: „Afganir hafa engu að tapa nema hlekkjunum!” — en það sagði raunar Karl Marx um öreigana. DAGUR AFGHAN- ISTANS saman gegn Sovétríkjunum vegna Afghanistanmálsins. Það hefði þó komið til lítils fyrir Afghanistanbúa enda sjötti hluti þjóðarinnar flúinn úr landi. Undir þetta hafa afghanskir útlagar tekið. Þeir lýsa umheiminum sem þöglum áhorfendum og kölluðu þá þögn „banvæna”. „Dagur Afghanist- ans er aðeins einn dagur ársins, en við berjumst hvern dag ársins. Þessi eini dagur kemur því til lítils því að hann mun ekki breyta stefnu Sovétmanna,” sagði talsmaður afghanskra uppreisnar- manna. Mótmælin vegna innrásarinnar 1979 með fjarvistum bandarískra íþrótta- manna á ólympíuleikunum i Moskvu 1980 þykja þó hafa haft áhrif á Sovét- stjórnina. T.d. þykir engum vafa undirorpið að það hafi einhverju ráðið um að Sovétmenn gerðu ekki innrás í Pólland þegar verst lét þar í verkföll- um og mótmælaaðgerðum. sósialdemókrata í Neðra-Saxlandi) sem tapaði. Það var Helmut Schmidt,” sagði Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata. Frjálsir demókratar (litli bróðir í Bonnstjórninni) hlutu milli 6 og 6,2% og tryggja sér því auðveldlega fulltrúa á fylkisþinginu. í kosningunum 1978 náðu þeir ekki hinum tilskyldu 5% sem þarf til þess að eignast fulltrúa á þinginu. En nýi framboðslistinn „Græningj- arnir” eru sagðir hafa náð ámóta mörgum atkvæðum og frjálsir demó- kratar, ef ekki meir. Willy Brandt, fyrrum kanslari og leiðtogi sósíaldemókrata vildi kenna úrslitin því að umræður að undanförnu um efnahagsmál og kjarnorkuvopn hefðu spillt fyrir Bonnstjórninni. Eins vangaveltur um hvort samstarf sósíal- demókrata og frjálsra demókrata væri að slitna. HREINLÆTISTÆKI Sænsk gæðavara á góðu verði. 10 litir — scndum um land allt. Grciðsluskilmálar 20% út — cftirst. 6 mán. RT// JdByggingavörur hf. Reykjavíkurveg 64. Hafnarfirði, simi53140. MALLORKA kyiudngarferð 18.apnl nin Til að gefa fólki kost á að komast til Mallorka, munum við bjóða ferð 18. apríl þar sem börn innan 12 ára aldurs frá frítt með foreldrum sínum. Þetta er einstakt tækifæri, nánari upplýsingar á skrifstofunni. Verð frá kr. 7.700.- mOMK FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, simar: 28388 og 28580.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.