Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
frjúlst, úhúð daghlail
Útgáfufólag: Frjéls fjölmifllun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóKsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Ellert B. Schram.
Aðstoflarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefónsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiflsla, áskríftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Pverholti 11. Simi 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskríftarverfl á mánuði 110 kr. Verfl í lausasölu 8 kr. Helgarblað 10 kr.
Deila hart um herfangið
Steinullarmálið sýnir í hnotskurn, hvílíkur vandi get-
ur fylgt tilraunum hins opinbera til að taka forustu í at-
vinnumálum. Það er eins og verið sé að úthluta her-
fangi, enda brjótast hagsmunaaðilarnir um fast.
Ekki hefur tekizt að sýna fram á, að steinullarverk-
smiðja sé svo mikilvæg, að skattgreiðendum beri að
greiða verulegan þátt hlutafjárins. Arðsemisútreikn-
ingarnir eru í meira lagi vafasamir, svo sem flutnings-
dæmið sýnir.
Gert er ráð fyrir, að Ríkisskip flytji steinullina á ein-
um fimmta hluta taxta, svo og að skipafélagið fái tvö
ný skip og bætta hafnaraðstöðu. Enda hefur Ríkisskip
neitað að skuldbinda sig til að standa við slíka út-
reikninga.
Mikilvægasta hættan, sem fylgir gæluverkefnum
hins opinbera, svo sem þessu, er forréttindin, sem
fylgja í kjölfarið, þegar illa gengur og stjórnmála-
mennirnir fara að reyna að bjarga mistökum sínum
fyrir horn.
Þá eru settir tollar og kvótar á innflutning til að búa
til falsaða markaðsstöðu fyrir innlenda gæludýrið. Af-
leiðingin er sú, að húsbyggjendur byggja dýrar en verið
hefði, ef skattgreiðendur hefðu verið látnir í friði.
Hinn sami, nagandi kvíði fylgir öðrum gælufyrir-
tækjum, sem ríkið ætlar að eiga hlut að á kostnað
skattgreiðenda. Verður saltveri og stálveri haldið í
rekstri með því að búa til falsaða markaðsstöðu?
Það er ekki í þágu þjóðarhags að eyða fé og orku í
að láta innlenda afurð koma í stað innfluttrar, ef hinir
innlendu notendur verða fyrir bragðið að sæta hærra
verði. Með slíku er aðeins verið að framleiða vanda-
mál. v
Við sjáum af Olíumöl hf., hvernig fer, þegar gæludýr
hins opinbera fara flatt á uppsafnaðri heimsku stjórn-
málamannanna, sem um fjalla. Slíkt leiðir einfaldlega
til síhækkandi bakreikninga til skattgreiðenda.
í steinullarmálinu má þó hrópa húrra fyrir, að ríkið
hefur séð, að áætlanir um útflutning voru draumórar,
þótt hinir forhertari stjórnmálamenn telji í lagi að veita
útflutningsuppbætur, auðvitað á kostnað skattgreið-
enda.
Deilurnar um steinullina fjalla þó hvorki um atriðin,
sem hér hafa verið nefnd, né nokkuð það annað, sem
máli skiptir. Þær eru eingöngu um, hvort Sauðárkrók-
ur átti að fá herfangið fremur en Þorlákshöfn.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur lagt
Sauðárkrók til við ríkisstjórnina. Mikill meirihluti
þingflokks framsóknarmanna hefur samþykkt að
styðja þessa tillögu, þótt sumir gangi berserksgang á
móti.
Athyglisvert og dæmigert er, að tillagan gerir ráð
fyrir, að dúsu verði stungið upp í hinn sigraða og auð-
vitað á kostnað skattgreiðenda. Þeir eiga að borga her-
kostnaðinn af steinullarundirbúningi Sunnlendinga.
Það eru svo hugsjónir af þessu tagi, sem fá Suður-
landsþingmann Alþýðubandalagsins til að taka flokks-
bróðurinn, iðnaðarráðherrann, rækilega í bakaríið,
meira að segja með duldum hótunum um að refsa hon-
um í Helguvík!
Skattgreiðendur ættu að fylgjast vel með burtreiðum
steinullarmálsins. Þær sýna vel, hvað stjórnmálamenn-
irnir hafa gert að verksviði sínu. Það eru hatrammar
deilur um skiptingu herfangsins frá skattgreiðendum.
Jónas Kristjánsson.
„TÍKARSYNIRNIR”
í RÓMÖNSKU AMERÍKU
,,Víst er Somoza tíkarsonur, en
hann er okkar tíkarsonur svo við
verðum að styðja hann.” Þessi orð
mælti einhver af fyrrverandi forsetum
Bandaríkjanna um Somoza, fyrrver-
andi einræðisherra í Nicaragua. Nú
er sá „tíkarsonur” sem Bandaríkja-
forseti ber hvað mesta umhyggju
fyrir, Jose Napoleon Duarte, forseti
El Salvador. Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti sagði nýlega í ræðu sem
hann hélt í þinginu áð stuðningur við
Duarte væri ekki einungis stuðningur
við stjórnvöld í El Salvador, heldur
þáttur í baráttunni milli austurs og
vesturs og í baráttunni við heims-
kommúnismann. Og í Morgunblað-
inu 4. þessa mánaðar eru birt svo-
hljóðandi ummæli Duarte í tilefni af
þingkosningum sem þar eiga að fara
fram 28. þ.m.: „Okkar barátta er
ekki aðeins fyrir El Salvador, heldur
fyrir lýðræðið alls staðar í latnesku
Ameriku.” Allir sem eitthvað hafa
fylgst með heimsmálum undanfarið
vita hins vegar að því fer víðs fjarri
að í El Salvador sé lýðræði, og allir
vita að fyrirhugaðar kosningar eru
hreinn skrípaleikur, settur á svið til
að löggilda stjórnunaraðferðir núver-
andi ríkisstjórnar þar. Það hvarflar
því að manni, eftir yfirlýsingar for-
setanna tveggja, að þetta sée.t.v. það
sem koma skal og það sem við
megum vænta í framtíðinni, ef við
búum á svokölluðum „lífshagsmuna-
svæðum” Bandaríkjanna, en þau eru
orðin mörg sem kunnugt er. Nú er El
Salvador langt í burtu og margt gæti
verið málum blandað þegar það berst
til okkar sem þaðan fréttist. Það væri
því ekki úr vegi að kynna sér frá-
sagnir norrænna fréttamanna, sem
dveljast þar og fylgjast með at-
burðum á óvilhallan hátt. Tveir
blaðamenn frá „Dagbladet” í Noregi
lýsa þvi á eftirfarandi hátt:
Manndrðp i morgunsárið
Klukkan 7 að morgni hins 22.
febrúar brutust tveir grímuklæddir
menn inn í íbúð Armando Artega,
sem var 46 ára gamall starfsmaður í
lyfjabúð og bjó í úthverfi San Salva-
dor. Þeir skutu hann fjórum skotum
svo hann féll dauður niður í anddyri
íbúðar sinnar. Siðan hurfu þeir á
brott og fóru út í bíl sem beið þeirra
úti.
Á síðastliðnum þremur árum hafa
31.000 óbreyttir borgarar verið
myrtir á svipaðan hátt og 15.000 hafa
horfið.
Flest morðin eru annað hvort
framin á nóttunni eða snemma morg-
uns, og morðingjarnir, sem eru úr
dauðasveitunum lengst til hægri, láta
ekki eftir sig nein spor. Þeir setja
metnað sinn í að drepa sem flesta
vinstrisinna eða þá sem eru grunaðir
um samúð með skæruliðum.
Morð og aftökur
Oftast aka dauðasveitirnar um á
nóttunni, í vörubílum sem ekki hafa
skrásetningarnúmer. Á þessum
mannaveiðum svífast drápararnir
einskis. Sum fórnarlömbin eru skotin
á götunni, og þar er oft um æði
handahófskennd morð að ræða, og
ekki hittir kúlan alltaf þann sem hún
var ætluð.
Sum fómarlömbin eru hins vegar
tekin til fanga, þeim síðan ekið á af-
vikinn stað, bundið fyrir augu þeirra
og síðan eru þau skotin.
Þriðja aðferðin er að fara heim til
fórnarlambanna og skjóta þau á
heimili sínu, þá fara oftast einn eða
tveir inn í íbúðina, en hinir bíða í bíl
fyrir utan.
Likin brennd
Stundum eru líkin skilin eftir, en
annars taka dauðasveitirnar þau með
sér. Mörgum er kastað á hauga, þar
sem þau eru síðan brennd — bæði til
að hindra að borin verði kennsl á þau
og til að forða þeim frá augum er-
lendra fréttamanna.
Mörg likanna eru limlest á hroða-
legan hátt. Oft eru höfuðin skorin af
og skilin eftir við útidyr á heimili
fórnarlambsins, en líkamanum varp-
aðá haugana.
Ekki handteknir
Enginn úr dauðasveitunum er
nokkurn tíma handtekinn, þrátt fyrir
að lögregla herforingjastjórnarinnar
sé á ferli alla nóttina. Fréttamenn
hafa því komist að þeirri óhrekjan-
legu niðurstöðu, að lögreglan leiti
aðeins vinstrisinna og skæruliða.
Flestir hér í E1 Salvador eru einnig
sammála um að hermenn séu með-
limir i dauðasveitunum, og sumir bíl-
arnir sem dauðasveitirnar nota eru í
eigu hersins.
Fjöldamorð á landsbyggðinni
Ofangreindar aðferðir eru mest
notaðar í borgum landsins. Úti á
landsbyggðinni er það herinn sem
oftast er að verki. Ef hann fær grun
um að íbúar einhvers smábæjar eða
þorps styðji skæruliða hefjast her-
mennirnir handa. Stundum bjarga
íbúarnir sér á flótta, en oftar eru þeir
allir skotnir, karlar, konur og börn.
Erlendir fréttamenn hafa margsinnis
orðið vitni að slíkum fjöldamorðum.
Oft hefur það komið fyrir að fólk
hefur verið skotið á landamærum
E1 Salvador og Honduras. Manns-
lífið skiptir ekki miklu máli í þessu
landi.
•
Þetta er frásögn norsku frétta-
mannannanna og verður ekki annað
sagt en að hún sé ógnvekjandi. Nán-
ari fréttir fáum við væntanlega fljót-
lega, en hingað kemur maður frá E1
Salvador á vegum samstöðunefndar
með baráttu alþýðunnar þar.
Fimmtudaginn 25. mars er fyrirhug-
aður fundur með þeim manni, vænt-
anlega í Háskólabíói, þar sem hann
segir frá ástandinu í El Salvador og
sýnir kvikmynd þaðan.
Allir sem eitthvað vilja vita, vita
Starfsmaðurinn
Halldórsson
Inngangur
Sunnudaginn þann 7. mars sl.
birti Morgunblaðið viðtal við starfs-
mann ALUSUISSE hérlendis, R.S.
Halldórsson. Með því hefur Mbl. enn
einu sinni veitt tryggum lesendum
blaðsins tækifæri til að fræðast um
stöðu og vandamál álfyrirtækja. Þess
ber að geta, að Halldórsson var ráð-
inn fyrir alhnörgum árum af ALU-
SUISSE til að veita dótturfyrirtæk-
inu ISAL forstöðu. Hinir svissnesku
eigendur álversins ákveða að
sjálfsögðu starfssvið hans, kjör og
fríðindi.
Meðal helstu verkefna hans fyrir
ALUSUISSE eru almannatengsl
(Public Relations), blaðaskrif og'
þátttaka í íslenskum hagsmunasam-
tökum. Hann eftirlætur hins vegar
ALUSUISSE minniháttar verkefni
s.s. að selja ál, kaupa súrál og stjórna
fjármálum álversins. Stjórnunarfé-
lagið, Verkfræðingafélagið og Versl-
unarráð hafa þegar notið góðs af
fórnfúsu starfi hans. Störf hans á
vegum þessara samtaka eru einnig í
samræmi við stefnu ALUSUISSE.
Þeirri stefnu var m.a. lýst í opin-
skárri ræðu stjórnarformanns ALU-
SUISSE á hluthafafundi 1978. Þar
sagði hann m.a.:
„ALUSUISSE er félag, sem fæst
við grundvallariðnað um- allan
heim, og getur því ekki horft fram
hjá vandamálum þverrandi hrá-
efna og orkulinda. Við verðum að
grípa tækifærin, koma á vinsam-
legum samböndum og styrkja já-
kvætt viðmót. öðru hverju verð-
um við einnig að veita takmarkað-
an fjárhagsstuðning. Aðeins með
þeim hætti tekst okkur síðar meir
að ná yfirráðum og afgerandi
stjórn á hinum fjölþjóðlegu sam-
starfsfyrirtækjum, sem við eigum
aðild að. Við verðum að skoða
starfsemi . okkar í þróunarríkjum
. . . Gíneu og Sierra Leone (báxít)
. . . Miðafríku-lýðveldinu (úr-
aníum) i Ijósi þessara hugleiðinga,
og sama gildir um samstarfssamn-
ingokkar. . .viðZaire.”
Grein undirritaðra er ætlað að
varpa nýju Ijósi á þær upplýsingar
sem fram komu í viðtali við Halldórs-
son. Einnig leyfum við okkur að leið-
rétta smávægilegan misskilning, sem
fram kemur á stöku stað.
1. „Það er leikur að tapa
II
Frá því álverið hóf reksturinn,
hefur ALUSUISSE sífellt þrýst á um
stækkun verksmiðjunnar. Árið 1970
var afkastageta verksmiðjunnar
tilvikum voru ummæli hans á þann
veg að ISAL væri arðbært fyrirtæki.
Starfsmaður ALUSUISSE hér-
lendis segir þó í viðtalinu:
„Það er ekki launungarmál að
fyrstu 10 ár í starfrækslu ISAL
komu út með nokkru tapi.”
Auðvitað hlýtur Halldórsson að
vita betur en húsbóndi hans í Zúrich.
Eftir sem áður hljóta eftirfarandi
spurningar að vakna:
— Hvernig stendur á því að ALU-
SUISSE hefur sama verksmiðju-
stjóra í meira en 10 ár, fyrst hann
getur ekki skilað betri árangri?
— Hvernig stendur á því, að ALU-
SUISSE hefur sífellt óskað eftir
stækkun á fyrirtæki sem tapar?
— Hvernig stendur á því, að stjórn-
„Fyrir utan álvinnslu og aðra stóriðju fæst Alu-
suisse einnig við fésýslu. Fyrirtækið hefur í því
sambandi sýnt Zaire og Mið-Afríkulýðveldinu mikið
örlæti. Sjö hundruð hraustir íslendingar leggja nú
nótt við dag í Straumsvík til þess að vinna að þessum
háleitu markmiðum Alusuisse. Afrakstur vinnu sinnar
umfram launin, sem þeir fá, láta starfsmenn ISAL
þvingunarlaust ganga til Sviss. Sama gildir auðvitað
um okkur raforkunotendur á íslandi. Við greiðum
möglunarlaust niður raforkuna sem ISAL fær ...”
aukin úr 30.000 í 40.000 tonn. Sam-
kvæmt ársskýrslu ISAL var afkasta-
geta verksmiðjunnar aukin árið 1972
úr 40.000 í 70.000 tonn, en fram-
leiðsla það ár var 72.000 tonn. Nú er
framleiðslugeta álversins komin í
85.000 tonn og enn hefur ALU-
SUISSE sýnt stækkun áhuga.
Á aðalfundum ALUSUISSE hefur
stjórnarformaðurinn nokkrum sinn-
um minnst á afkomu ISAL. í öllum
arformaður ALUSUISSE segir
hluthöfum sínum aðra sögu en
starfsmaður hans við íslendinga?
2. „Það er indælt afl skulda
ii
■ ■ ■
Það er hárrétt hjá Halldórsson að
fjármagnskostnaður ISAL er mjög
mikill, enda er fyrirtækið skuldum
vafið! Til dæmis voru heildarskuld
ISAL í árslok I979 79% af heildar-