Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Side 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
15
Menning Menning Menning Menning Menning
tektir, mesta aðsókn í Þjóðleikhúsinu
á seinni árum, og vann sigur sinn á
sýningunni á meðal annars í krafti
haganlegrar sviðsfræslu, hinnar
tæknilegu útfærslu á sviðinu.
Jafnframt er það ljóst að yrkisefnið í
leiknum er af natúralísku tagi,
leikurinn ætlar sér og á að birta
raunhæfa eftirmynd eða ummyndun
okkar daglega lífs, fleyta fram gagn-
rýninni lýsingu hversdagsfólks og
hversdagslífs í landinu. Lífshættir
fólksins er yrkisefni leiksins, málið
sem það talar og hugarheimurinn sem
mál þess birtir. f leiknum reynist
þessi heimur tómur og lífshættirnir
banvænir. Nema endurfundur
mæðgnanna, barnsgráturinn í leiks-
lok tákni þar einhverskonar lífsvon.
Stundarfriður er án efa mark-
verðasta skáldrit Guðmundar
Steinssonar, þesslegt að því endist
aldur lengur en nemur frægð hinnar
fyrstu sýningar. En af sýningu
leikflokksins frá Hvammstanga að
dæma er líf leiksins, skáldskapur
hans alveg kominn upp á atvinnu-
leikhúsið, list og tækni þess í
meðferð lerksins á sviði. Leikfélagið
virðist að vísu vera mjög dæmigert
áhuga-leikhús, ekki að sjá í
leikhópnum einstaka leikendur sem
Leiklist
r
Olafur Jónsson
báru af, megnugir að halda flokk og
sýningu uppi meira eða minna á eigin
spýtur. Og leikrit eins og Stundar-
friður þar sem í rauninni er aðeins til
að dreifa drögum leiksögu, persónur
eru manngerðir, dæmi frekar en ein-
staklings-lýsingar, yrkisefnið falið í
tungutaki fólksins frekar en sögunni
af því — það var af þessari sýningu
að dæma einkar óhentugt leikhefð
áhugaleikhússins. Þegar leiktæknin,
stílfærslan brást gekk leikurinn allur
úr greipum, varð ekki eftir nema hin
natúralíska uppistaða efnisins.
Þetta er ekki sagt til að áfellast
leikflokkinn á Hvammstanga, fyrir
sýninguna, sem ég hygg að hafi
verið samviskusamlega unnið verk
eftir mætti og getu flokksins. Hitt er
að visu umhugsunarvert hvort bil eða
haf er komið á milli atvinnu- og
áhugaleikhúss, hinnar formlegu og
viðurkenndu leiklistar og leik-skáld-
skapar, og þess áhugastarfs i leikhúsi
sem frá öndverðu hefur borið uppi
leikmenningu í landinu. Úr því sker
að vísu engin ein sýning.
Bókmenntir
Sigurður Helgason
finnst þetta líkast til algjör della, en
hún á ekki síður rétt á sér en kaldur
og oft á tíðum ömurlegur raunveru-
leikinn sem verið hefur í tísku á
síðustu árum í barnasögum.
Bækur Ole Lund Kirkegaard höfða
sterkt til krakka, líklega af því að
þeim finnst þau þurfa á einhverju
skemmtilegu að halda í bland við allt
hitt. Og oft á tíðum gerir Kirkegaard
mikið grín að fullorðnum, orðuni
þeirra og gjörðum.
Ég verð að segja fyrir mig, að þrátt
fyrir að mér þyki á stundum hratt
farið þegar ímyndunaraflinu er
gefinn laus taumurinn, þá verður að
segja, að miðað við það að engin
bönd eru sett, að vel sé farið með.
Höfundinum fatast hvergi flugið og
allt endar þetta vel, eins og háttur er
hjá góðum ævintýra- og furðusagna-
höfundum.
Valdis Óskarsdóttir hefur íslensk-
að þessa sögu og gerir hún það vel
eftir því sem hægt er að meta slikt án
þess að þekkja frumtextann. En hún
sér til þess að sá kraftur sem býr í frá-
sögninni minnki aldrei.
Höfundurinn myndskreytir söguna
og myndirnar eru bráðskemmtilegar
og í fullu samræmi við söguna.
Sigurður Helgason
Að uppfylla allar kröfur
Hóskólatónleikar í Norrœna húsinu 12. mars.
Flytjendur: Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir,
Hafsteinn Guflmundsson og Einar Jóhannes-
son.
Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Trfó f B-dúr
op. 11 og Heitor Villa-Lobos: Fantasfa
Concertante.
Þessa vikuna stóðu Háskólatón-
leikar við dagskrá sína, en það olli
vonbrigðum að ekki skyldi verða af
leik Guðnýjar Guðmundsdóttur og
Marks Reedman vikuna áður.
Aðstandendur fyrirtækisins hafa þó
lofað að Guðný og Mark leiki bráð-
lega og vonandi er þar ekki lofað upp
í ermi. Og fleiru luma þeir vist á,
enda tónleikahald þeirra vel kynnt
vegna góðra hádegistónleika.
Mikið sjálfstæði
En í þetta sinn voru það tveir, sem
iðnir hafa verið við tónleikahald í
vetur, Hafsteinn Guðmundsson og
Einar Jóhannesson sem léku ásamt
Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur, píanó-
leikara. Til flutnings völdu þau tvö
klarínettutrió eftir Beethoven og
Villa Lobos. Og þótt Lúðvík og
Hektor hafi skrifað djúpröddina
fyrir celló lék Hafsteinn þær á fagott
sitt eins og þær hefðu verið skrifaðar
fyrir það, eða jafnvel hann sjálfan.
Hið sama mátti segja um leik Einars.
Klarínettan leikur svo listilega í
höndum og munni þessa snillings að
líkast er að hver tónn sé settur á blað
handa honum einum. Leikur hans er
svo sjálfstætt mótaður að honum
verður ekki líkt við aðra snillinga
klarínettunnar, nema með því að
Tónlist
Eyjólfur Melsted
„Sveinbjörg Nefur gersl se djarfari í
leik sínum eflir þvi sem i hefur liðið.
setja hann við hliö þeirra. Sveinbjörg
hefur gerst æ djarfari í leik sinum,
eftir því sem á hefur liðið. Hún er
fyrsta flokks meðleikari, en lengi
þótti mér of mikil hógværð í leik
hennar — hógværð, sem hefur
breyst í þroskaða tilfinningu fyrir
vægi meðleikarans.
Sniðugur snúningur
Trió Beethovens ber ótvíræðan
svip jöfurs tónlistarinnar eins og við
þekkjum hann af sínum dáðustu
verkum og snúningurinn fyrir fagott
skemmir ekki. Annars hefði verið
gaman að heyra útgáfurnar tvær
saman á tónleikunum, fagottút-
gáfuna og hina upprunalegu með
cellói. Aðrir snúningar hafa verið
reyndir, með flautu til dæmis i stað
klarínettu, en allir held ég, mistekist
nema þessi með fagottinu.
Hjá Villa-Lobos fá spilarar sannar-
lega að vinna fyrir kaupinu sínu.
Hvert atriði Fantasíu Concertante
byrjar sakleysislega, rétt eins og smá
etýða, en er von bráðar orðin að ólg-
andi tónahringiðu þar sem hverju
hinna þriggja hljóðfæra er ætlað
virtúósahlutverk. Ekki stóð á
flytjendunum að uppfylla allar
kröfur höfundarins. -EM.
MITSUBISHI
MOTORS
Framhjóladrif
Þurrka og sprauta a afturrúóu Hlióarspeglar
Tölvuklukka
Traustur og fallegur bíll
á hagstæðu verði
IhIHEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
SPARIBAUKURINN FRÁ MITSUBISHI