Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Qupperneq 20
20
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
Nauðungaruppboð
annaö og siðasta á eigninni Arnartangi 54, Mosfellshreppi, þingl. eign
Haraldar Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 25. marz
1982 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
scm auglýst hefur verió í Li"!?.i.r,ineablaðinu a skreiðarhúsi og fiskverk-
unarstöð á lóð úr landi Útskála í Garði, þingiysí C.‘“” Guðbergs Ingólfs-
sonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands nmiu.C
daginn 25. mars 1982 kl. 16.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur vcrið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Skagabraut 23
í Garði, þinglýst eign Óskars Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri
að kröfu Jóns G. Briem hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. Fimmtu-
daginn 25. mars 1982 kl. 15.30.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Þverholt 2 í Keflavík, þinglýst eign Auðuns
Guðmundssonar, fer fram á cigninni sjálfri að kröfu Hafstcins Sigurðs-
sonar hrl., veðdeildar Landsbanka íslands, Landsbanka tslands og Skarp-
héðins Þórissonar hrl. fimmtudaginn 25. mars 1982 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Sólvallagata
46 C 2. hæð t.v. I Keflavik, talin eign Birgis Friðrikssonar, fer fram á eign-
inni sjálfri að kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Vilhjálms Þórhallssonar hrl.
og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 25. mars 1982 kl.
' Bæjarfógetinn i Keflavfk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaðinu á BV-Dagstjörnunni KE-3,
þinglýst eign Stjörnunnar hf., fer fram við skipið sjálft í Njarðvikurhöfn
að kröfu Tryggingastofnunar rikisins fimmtudaginn 25. mars 1982 kl.
13.30.
Bæjarfógetinn i Njarðvik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið 1 Lögbirtingablaðinu á fasteigninni llringbraut 82,
efri hæð, í Keflavik, þinglýst eign Frímanns Guðmundssonar, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu innhcimtumanns ríkissjóðs og Bæjarsjóðs Kcfla-
víkur fimmtudaginn 25. mars 1982 kl. 13.
Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Akurbraut 2 i Njarðvfk, þinglýst eign
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns E.
Briem hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. Fimmtudaginn 25. mars
1982 kl. 11.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Menning Menning Menning
Aö sýna og segja
Alþýðuleikhúsið:
DON KlKÚTI
eða Sitthveð má Sanki þols
eftir James Saunders
Þýðandi: Karl Guðmundsson
Lýsing: David Waltars
Tónlist: Eggert ÞorleHsson
Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdðnir
Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Getur það skeð, segir Don Kíkóli
undir lok leiksins, að ég hafi haft
rangt fyrir mér? Hefur þá heimurinn
ekkcrt að geyma nema ranglaeti, böl
og heimsku? í þessari senu hvílir
Arnar Jónsson í hvítum klæðum á
sviðinu, með upphöfnum þjáningar-
svip, blóðugar umbúðir um höfuðið
— likt eins og væri hann nýkominn
ofan af einhverslags krossi.
Ef ég greip rétt svninguna í
Alþýðuleikhúsinu þá er einmitt þetta
mergurinn málsins í leiknum. Ridd-
aranum syrgilega er þar lýst sem
krossbera og píslarvotti, ótrauðum
málsvara hugsjónanna, skáld-
skaparins, draumsins um fegra og
fullkomnara líf í heimi sem ella væri
ekki nema heimskan og ranglætið.
Og það merkilega við leikinn og sýn-
inguna er að þetta tekst án þess að
söguefnið sé beitt neinni nauðung,
þröngvað upp á það neinnj þeirri
merkingu sem sagan af Don Kíkóta
geymir ekki sjálf.
Leikgerð James Saunders lýsir í
senn trúnaði við söguefnið og sjálf-
stæði gagnvart því: úrval hennar úr
efnisatriðum sögunnar stefnir að
sannferðugri túlkun hennar til sjálf-
stæðra nota á leiksviðinu. Arnar
Jónsson er alveg jafn skringileg rog
skoplegur í gervi riddarans, ævintýri
hans eins spaugileg og til má ætlast.
En skringilætin eru ekki markmið
leiksins, þau eru öllu heldur miðill
hinnar skáldlegu skýringar hans á
eðli og innræti riddarans.
Arnar er auðvitað ekki einn um
þessa hitu. Á móti honum kemur
Borgar Garðarssn sem Sankó Pansa,
alveg jafnvigur Arnari í nokkrum
bestu atriðum leiksins. Sín i milli
draga þeir-upp alveg skýra og fjarska
hnyttilega lýsingu hinna sígildu
tvímenninga sem hvorugur kemst af
án hins, þarf hvor á hinum að halda
til að lífið verði bærilegt. Að vísu
þótti mér Borgar leggja tilfinninga-
semi um of í hlutverkið í lokaat-
riðinu, þar sem skjaldsveinninn situr
undir „riddaranum sínum” sjúkum.
Leiklist
ÓlafurJónsson
En Don Kíkóti þarf ekki á
meðaumkun né bliðu að halda,
aðeins hollustu hans og hún er
óbrigðul, Sankó í rauninni eins
blindur i trú sinni á herra sinn eins og
Don Kíkóti í sinni trú á hinn riddara-
lega heim þar sem hann fýsir að lifa.
Og til Sankós sækir hann um síðir
styrkinn sem til þarf. Því að hann
hafði fyrir víst ekki rangt fyrir sér.
Að hæfilegri hvíld lokinni eftir sinar
fyrstu þrekraunir, þær sem lýst er í
leiknum, halda þeir bræður á ný út á
þjóðveginn, á vit nýrra ævintýra,
ósigra og hrakfara. Endurlausnarar
okkar allra í stjórnmálum, skáldskap
og trúmálum.
Af þeim verkum hans að dæma,
sem hér hafa verið sviðsett er James
Saunders einkar margskiptinn
höfundur, leikir hans svo öldungis
ólíkir sín í milli — eins og þeir munu
brátt ftnna sem i fyrra sáu Líkaminn
annað ekki á litla sviði Þjóðleikhúss-
ins. En Don Kíkóti virðist einkar hag-
anlega samið verk og leggur mest upp
úr Ijósri og skilmerkilegri frásögn,
þar sem látleysi og einfeldni í frant-
setningu vegur á móti öfgum frá-
sagnarefnisins, afkáraskapur og
cinlægni vegast alla tíð á.
Eða svo virtist mér í Alþýðuleik-
húsinu, sviðsetning Þórhildar Þor-
leifsdóttur auðkenndist af furðu
mikilli tilbreytni fyrir augað í
greiðri og fyndinni frásögninni og
varð aldrei langdregin þótt sýningin
væri löng. Salurmn er hálfur lagður
undir leikinn sem berst af sviðinu
fram á milli áhorfenda, leikmynd,
ljós, tónlist allt hagan'.ega samið að
þörfum hins ljósa frásagnarmáta.
Þótt hugsa mætti sér margbrotnari
úrlausn einstakra leikatriða — bar-
daga við vindmyllur, vínbelgi og risa
til dæmis — er efamál að neitt hefði
unnist við það, svo náið sem leik-
mátinn var hér saminn að þörfum
cfnisins, afkáralegu skopi og innilcik
mannlýsinga.
Önnur hlutverk en þeirra svara-
bræðra eru mörg og smá og skipuð
fimm leikendum: Bjarni Ingvarsson,
Eggert Þorleifsson, Guðmundur
Ólafsson, Helga Jónsdóttir, Sif
Ragnhildardóttir skipa hversdags-
heiminn og lýsa þvi hversdagsfólki
þar sem draumsjónir riddarans eiga
sér stað. Það hygg ég að sé til marks
um farsælan skilning leikstjóra og
leikhóps á úrlausnarefni sinu hversu
jafnvíg sýningin varð, atriði fyrir at-
riði, fólk og atburðir skýrt upp
dregið, og þó aldrei við neitt dokað
umfram þarfir frásagnarinnar, að
skaffa það efni sem til þarf að saga
riddarans fái sína fullu merkingu.
Þetta er í stystu máli sagt einhver
ánægjulegasta sýning sem ég hef séð í
Alþýðuleikhúsinu, sýning sem í stíl
og stefnu semur sig að fyrirheitum
leikhússins um nýstárlega stílshætti,
lætur sér ekki nægja að hlæja, en
tekst líka að gleðja áhorfandann. Og
lætur honum eftir að nema með eigin
sjón og augum merkingu leiksins:
sýnir það sem hann hefur að segja.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Norðurvör 6 f
Grindavík, þinglýst eign Helga Friðgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri
að kröfu Jóns G. Briem hdi. miðvikudaginn 24. marz 1982 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn I Grindavfk.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Heiðarhraun 30 b 2. hæð t.v. f Grindavik,
þinglýst eign Sigurðar R. Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Ásgeirs Thoroddsen hdl., Jóns G. Briem hdl. og Brunabótafélags Íslands
miðvikudaginn 24. marz 1982 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn i Grindavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið f Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Suðurgata 27,
kjallari, í Kcflavík, þinglýst eign Grétars Sigurðssonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Jóns Ólafssonar hrl. og innheimtumanns rikissjóðs mið-
vikudaginn 24. marz 1982 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn f Keflavfk.
Harður árekstur í Mosf ellssveit
Harður árekstur varð við Brúarland
í Mosfellssveit um hádegisbilið á laug-
ardag. Fólksbifreið og jeppi óku í sömu
átt eftir Vesturlandsveginum er fólks-
bifreiðin tekur allt í einu U-beygju á
veginum með þeim afleiðingum að
jeppinn sem á eftir kom ók beint inn í
bilinn. Jeppinn fór veltu út af veginum
og mun hann ónýtur. Ökumaður hans
var fluttur á slysadeild en meiðsl hans
voru talin minni háttar.
-ELA/DV-mynd S.