Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Síða 21
29
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
Þessi lilli maður er ekki með i hraðáts-
keppni GÓiuC.™?rans "K Sunddeildar
Ármanns en hann er sýnilega
með það sem þar er á boðstólum...
Sporð-
renndi
skammt-
inumá
tveim
mínútum
Ungur maður, Ari Guðmundsson að
nafni, er líklegastur þessa stundina til
að ná sér í nýjan Suzuki bil í hraðát-
keppni Góðborgarans að Hagamel 67.
Ari hefur náð bezta tímanum i
keppninni til þessa. Hann sporðrenndi
þrem góðborgurum, einum skammti af
frönskum kartöflum og einu glasi af
Coca Cola á liðlega tveim mínútum.
Það er vel af sér vikið en þó eru
menn á því að gera megi betur. Er saj>t
að sumir hafi tekið upp séræfingar og
aðrir dundi við að finna upp ný „leik-
kerfi” sem geti sparað nokkrar sék-
úndur.
Til mikils er að vinna í þessari hrað-
átskeppni sem Sunddeild Ármanns og
Góðborgarinn standa fyrir. Ein 12
verðlaun eru i boði, þar á meðal nýr
Suzuki bill. Keppninni verður haldið
áfram í kvöld og fimmtudag á milli kl.
20 og 22 um kvöldið en henni lýkur
sunnudaginn 28. ntarz og þá verða
verðlaun afhent. -klp-
SÆNSK-ÍSLENSKA
kynnir
nýtt umboð:
hairow
SKYRTUR
harrow
SKYRTUR
til afgreiðslu
í apríl
SÆNSK-ÍSLENSKA
SUNDABORG 9 REYKJAVÍK
Símar: 83599 og 83899
■ . ■ .
—ogtakmarka
verðurverð-
bótagreiðslur
verulega
Þorsteinn Pálsson f ramkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins:
Enginn grundvöllur
fyrir kauphækkunum
„Við höfum algerlega hafnað
kröfu Alþýðusambandsins um 13%
grunnkaupshækkanir,” sagði
Þorsteinn Pálsson framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands
íslands i samtali við DV i morgun.
,,Það bendir allt til þess að þjóðar-
tekjur á mann muni minnka á þessu
ári samkvæmt okkar eigin útreikn-
ingum og við slíkar aðstæður er
enginn grundvöllur fyrir kauphækk-
unum. Þar að auki hefur ríkisstjórnin
sett sér það efnahagslega markmið að
verðbólgan verði komin niður í 30% í
lok ársins og ef það á að nást má ekki
hækka laun og auk þess verður að
takmarka verðbótagreiðslur rnjög
verulega.”
VSÍ fór fram á það á fyrsta samn-
ingafundinum i gær að Þjóðhags-
stofnun athugi m.a. hver verði þróun
þjóðartekna á mann á þessu ári og
hverjar verði horfurnar í þvi efni
fyrir árið 1983. Einnig var farið fram
á að athugað yrði hver yrðu áhrif
þess á verðlagsþróun og atvinnustig
ef allar almennar kröfur og sérkröfur
ASÍ og landssambanda þess yrðu
samþykktar.
„Ástæðan fyrir því að við óskum
eftir þessu er sú að við viljum að það
liggi fyrir upplýsingar um þetta frá
hlutlausum aðila sem samningsaðilar
geti treyst. Þessi atriði skipta mjög
miklu varðandi kjarasamningana og
mat á hvaða möguleikar eru fyrir
hendi og verða því að liggja fyrir
þegar samningarnir eru gerðir,”
sagði Þorsteinn Pálsson.
-ÖEF.
Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins.
Skákþing íslands í Norræna húsinu
Stjórn Skáksambands íslands
hefur ákveðið að Skákþing íslands
verði i Reykjavík dagana 1. til 15.
apríl næstkomandi. Teflt verður í
landsliðsflokki, áskorendaflokki og
opnum flokki en keppni í drengja- og
telpnaflokki verður í lok maí.
Keppnin i landsliðsflokki verður
háð í Norræna húsinu. Tólf skák-
menn eru i landsliðsflokki. Fyrstu
verðlaun fyrir sigur i honum nema
fimmtán þúsund krónum en peninga-
verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu
sætin. Auk þess verða veitt fimm
hundruð króna fegurðarverðlaun
fyrir beztu skák mótsins. Sigurvegari
í landsliðsflokki hlýtur sæmdarheilið
„Skákmeistari íslands 1982”.
Keppnin í áskorendaflokki og
opnum flokki verður í húsnæði Tafl-
félags Reykjavikur að Grensásvegi
46. Öllum er heimil þátttaka í opna
flokknum en þátttökugjald er 200
krónur fyrir fullorðna. f landsliðs-
flokki tefla allir við alla en níu um-
ferðir samkvæmt Monrad-kerfi
verða i öðrum flokkum. -KMU.
Fiskiðn ’82
26.—28. marz
FYRSTA SÝNING SINNAR TEGUNDAR Á
ÍSLANDI.
FISKIÐN, FAGFÉLAG FISKIÐNAÐARINS,
MUN NÆSTU HELGI STANDA FYRIR SÝN-
INGU Á TÆKJUM OG BÚNAÐI FYRIR FISK-
IÐNAÐ.
27 FYRIRTÆKI SÝNA MARGHÁTTAÐAR NÝJ-
UNGAR í RÚMGÓÐUM SALARKYNNUM SEM
ER HIN NÝJA 1000 FERMETRA FRYSTI-
GEYMSLA BÆJARÚTGERÐAR REYKJAVÍKUR
VIÐ VESTURHÖFN 41 REYKJAVÍK.
ALLT ÁHUGAFÓLK UM FISKIÐNAÐ ER VEL-
KOMIÐ Á FISKIÐN ’82.
MISSIÐ EKKI AF EINSTÆÐRI SÝNINGU.
F/SK
vnÁ/ fagfelag
FISKIÐNAÐARINS