Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Qupperneq 22
MOT&fg&LA
Alternatorar
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 — Sími 37700.
Styrkir
til háskólanáms í Austurríki
Austurrískt stjórnvöld bjóða fram í löndum scm aðild eiga að Evrópuráð-
inu nokkra styrki til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í Austurríki á há-
skólaárinu 1982—83. Styrkirnir eru ætlaðir stúdentum sem lokið hafa
a.m.k. þriggja ára háskólanámi eða til framhaldsnáms eða rannsóknar-
starfa að loknu háskólaprófi.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 2. apríl nk. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýs-
ingar fást í ráðuneytinu.
Mcnntamálaráðuncytið
12. marz 1982.
PÓSTSEN DUM
Nýrveitingastaður:
Svarta pannan á horai
Tryggvagötu og Pósthússtrætis
Nýtt veitingahús, Svarta pannan, var
opnað sl. föstudag á horni Pósthús-
strætis og Tryggvagötu. Svarta pannan
er hraðréttastaður og geta gestir einnig
tekið rétti með sér og heimsendinga-
þjónusta stendur til boða. Matreiðslu-
meistari er Þórður Sigurðsson sem hef-
ur í ellefu ár verið yfirmatreiðslumeist-
ari á Aski. Staðurinn sem tekur tæp-
lega 70 manns í sæti er hannaður af
Teiknistofunni Arko, en Edda
Gunnarsdóltir annaðist lokafrágang.
Sérstök barnaaðstaða er á Svörtu
pönnunni og veitingastaðurinn er einn-
ig hannaður með þarfir fatlaðra í huga.
Sem fyrr segir er Svarta pannan
hraðréttastaður og leggur áherzlu á fáa
rétti sem bornir eru fram í körfum.
Nautasteik kostar t.d. 55 kr., kjúkling-
ur 35 kr., djúpsteiktur fiskur 12 kr. og
smáborgari 22 kr. Meðlæti eins og
kartöflur, kosta 12 kr., sósa 8 kr. Gos
kostar 9 kr. og kaffi 7 kr.
Tólf manns starfa á Svörtu pönn-
unni sem er opin kl. 11-23.30.
-gb
Breytingar á kosningaaldri:
— segirstjórnSUS
„Stjórn SUS telur að flutningur um-
ræddrar tillögu sýni svo að ekki verði
um villzt ráðleysi og sleifarlag Stjórnar-
skrárnefndar. . . og bendir á hversu
furðulegur þáttur formanns þingflokks
Alþýðuflokksins er í þessu máli, að
j fara með þessum hætti á bak við nefnd-
ina sem hann á sjálfur sæti i.”
Þetta er brot úr ályktun sem stjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna
gerði á fundi sínum fyrir skömmu um
tillögu þá er nú liggur fyrir Alþingi um
breytingar á kosningaaldri. Stjórnin
ítrekaði stuðning sinn við lækkun
kosningaaldurs í 18 ár, en telur jafn-
framt að umrædd tillaga sé ófullnægj-
andi og sýndarmennskan einber, auk
þess sem hún mismuni kjörgengi til Al-
þingis annars vegar og sveitarstjórna
hins vegar.
-JB
RYKSUGUR
Haukur og Úlafur
Atmúta 32-Sími 37700.
BENSÍNDÆLUR
FYRIR
Golf, Passat 1100—1300
Volvo 144, 244
VW 12—13,
1302—15—1600
Vauxhall Viva
M. Benz 200—280
Fiat 125—7—8—
31—32
Simca 1100-1307
Ford Cortina,
Taunus, Escort,
Fiesta
Skoda —
Citroen G.S.
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
Starfsfólkið á hinum nýja veitingastað, Svörtu pönnunni, á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þórður Magnússon yfir-
matreiðsiumaður lengst til vinstri.
(DV-mynd Einar Ólason).
TUGIR u‘?“"d“ n
1 afprjónagarm,
hundruð
litbrigða.
A|Ý sendingaf
■ Jacobsdalsgarni,
Angorina Lyx
Haprun.
NYJUNG
Barnagarn frá
Htibner Wohle, Þýzkalandi.
Aukþess höfum við
mikið úrval af
borðdúkum í öllum
stœrðum og verðflokkum.
Lítið inn - eða hringið.
Við póstkröfusendum daglega.
Sjón or sögu ríkari. Vorið volkomin
HOF
Ingóifstræti 1 (gcgnt Gamla bíói). Sími 16764.
Hlutafé Verzlunarbankans
aukið um 50% á þessu ári
— stefnt að því að opna fl jótlega í Húsi verzlunarinnar
Heildarinnlán Verzlunarbankans
jukust á siðastliðnu ári um 14 milljónir
eða um 75,5%. Þetta kom fram á aðal-
fundi bankans sem haldinn var fyrir
skömmu.
Aukning innlána er fyrst og fremst
rakin til raunhæfari vaxtastefnu og
styttingar á binditíma verðtryggðra
lána.
Útlán jukust á sama tíma um 110
milljónir eða 85,18%. Samsetning út-
lána hefur breytzt nokkuð. Þannig hef-
ur hlutur víxla og yfirdráttarlána
minnkað úr 50,9% i 35%, en skulda-
bréfalán og vísitölutryggð lán
hækkuðu úr 46,7% í 62,6%. Mest af
lánsfé bankans fer enn til atvinnuveg-
anna, verzlunar og viðskipta, en lán til
einstaklinga hækkuðu verulega og
námu í árslok 33% af heildarútlánum.
Lánveitingar stofnlánadeildar bank-
ans, Verzlunarlánasjóðs, jukust um
99,5% á árinu. Hefur lögum um sjóð-
inn nú verið breytt svo heimilt er að
lána til allt að 25 ára, í stað 12 áður.
Bundið fé í Seðlabanka jókst um
94<7o á árinu 1981 og nam í árslok 68,2
milljónum. Aukin innlánsbinding
þrengdi mjög að útlánagetu bankans og
rýrði lausafjárstöðu hans til muna.
Rekstrartekjur Verzlunarbankans
hækkuðu um 74,9% á árinu, en rekstr-
argjöld um 78,6%. Eigið fé bankans
jókst um 9,2 milljónir frá fyrra ári og
er það nú 11,4% af heildarinnlánsfé.
Nýkjörið hankaráö Verzlunarbankans, talið frá vinstri: Árni Gestsson, Por-
valdur Guðmundsson, Sverrir Norland, formaður, Guðmundur H. Garð-
arson og Leifur ísleifsson.
Er það með því hæsta sem gerist í
bankakerfinu. Á aðalfundi var ákveðið
að auka hlutafé úr 12 milljónum í 18
milljónir króna á þessu ári og jafn-
framt að greiða hluthöfum 4% arð.
Starfsemi Verzlunarbankans í Húsi
verzlunarinnar mun hefjast á þessu ári
og verður í fyrstu komið upp afgreiðslu
á fyrstu hæð hússins. Fyrst um sinn
verða höfuðstöðvarnar áfram í Banka-
strætinu.
Á aðalfundi lét Pétur O. Nikulásson
stórkaupmaður af stjómarstörfum og
formennsku í Verzlunarbankanum, en
við sæti hans tók Sverrir Norland,
verkfræðingur.
Tillagan sýnir ráðleysi