Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAI1982. GALTIERIÁ EKKINEINNA KOSTA VÖL Fyrst létu Argentínumenn sér koma mjög á óvart viöbrögö umheimsins viö innrás þeirra á Falklandseyjar. Svo áhrifaríkur haföi áróðurinn veriö um heilagan rétt Argentínu til eyjanna aö þeir gátu ekki fyrir sitt litla líf skiliö hvemig nokkur gat amazt viö frelsun eyjanna úr höndum nýlendukúgar- anna. I annað sinn urðu svo Argentínu- menn forviða þegar fréttist aö Bretar hefðu gengiö á land á Austur- Falklandseyju og aö hætt væri að láta sér nægja að skiptast á skeytum. Stríö heföi brotizt út. — I fyrsta lagi höfðu leiötogar Argentínu fullvissaö þjóö sína svo rækilega um sann- girnina í kröfum þeirra og tillögum til samninga aö engan óraöi fyrir því aö samningaumleitanir gætu fariö út um þúfur. 1 ööru lagi haföi veriö hamraö svo á því að hemaöarlegir yfirburöir Argentínu væm svo algjörir aö fáir trúöu því aö Bretar legðu í slíka Bjarmalandsför. — Haföi ekki einu skipi verið sökkt, sautján Harrier-þotur eyöilagöar og 1.000 Bretar felldir? eiginlega áöur en sló í brýnu f yrir alvöru ? Svo ákaft hefur áróðurinn veriö rekinn aö enginn getur, þegar hér er komiö, veriö þekktur fyrir annað opinberlega en krefjast fullra hefnda yfir Bretum fyrir ögrunina sem innrásin var. Þaö gerir traustiö á hemaöarmátt Argentínu. Fleira kemur þó til en traustiö eitt. Þaö er sumra hald aö Galtieri hershöföingi og forseti Argentínu, hafi um tíma veriö reiöubúinn til þess aö draga í land og semja án frekara taps en sá pólitíski þrýst- ingur sem á honum hvílir hafi aftrað því. Hann veröur aö berjast ef her Argentínu á ekki aö mást algjörlega út sem pólitískt afl í landinu. Hann ræöur ekki einn og vildi Galtieri hætta viö allt saman þyrfti hann fyrst aö yfirvinna andstöðu ýmissa foringja sinna í her, flota og flugher. Þar í hópi em ýmsir nánustu sam- starfsmenn hans úr herstjóminni sem líta á Falklandseyjar sem möguleika til frægöar og frama. Þar kveður ekki minnst aö þeim sem skipaður var landstjóri á Malvinas- eyjum eftir hernámiö, Mario Benja- min Menendez. Enginn gengur aö því gruflandi aö lítiö þýddi fyrir Galtieri forseta aö undirrita ein- hverja samninga ef Menendez væri þeim mótfallinn. Þeir sem manninn þekkja ætla aö væri honum sagt aö horfa frá eyjunum mundi hann stilla sér upp sem hetjunni frá Malvinas sem neitaöi aö gefast upp og hopaði hvergi af verðinum um málstað alþýöunnar. Sams konar andstöðu mundi gæta í flotanum, eins og greinilega mátti heyra á á Jorge Anaya aðmírál á dögunum viö eitt af þessum fáu tækifærum þar sem hann kom fram opinberlega. „. .. viö höfum gætt hugsjónir okkar nýju lífi í eigin blóði og munum berjast fyrir sannleik- anumogtilsigurs. .. ” En jafnvel þennan mikla þrýsting frá bardagaþyrstum herforingjum mætti yfirstíga ef stjómmálamenn- imir legðust allir á eitt. Sannleikur- inn er hins vegar sá að þeir sýnast hálfu baráttufúsari. Þeir hafa í ræöum sínum viö öll möguleg og ómöguleg tækifæri alið á baráttu- söngnum. Á öllum fjöldafundum er lýðurinn æstur upp til þátttöku meö einum eöa öörum hætti: kannski skrá sig í herinn, kannski leggja í striðssjóöinn eöa einhvem veginn ööruvísi hönd á stríösplóginn. Allir þessir fjöldafundir meö til- heyrandi kröfugöngum em her- foringjastjórninni áminning um aö þeir sitja galdinn fola, sem er lýö- hyllin, og ríöa honum viö einteym- ing. Og auöf undiö er aö herforingjun- um er um og ó. Sást það til dæmis á skrifum nokkurra Buenos Aires- blaða fyrir skemmstu þar sem sagt var aö nokkrir stjórnmálamenn væm í samsæri meö sendiráði Bandaríkjanna um aö grafa undan herforingjunum. Þarf ekki aö fara í grafgötur um þaö aö sá kvittur var undan rifjum herforingjanna sjálfra runninn sem eins konar varnagli, sleginn fyrirfram svo aö hugsanleg eftirkomandi gagnrýni eöa andóf verði skoðuð í „réttu” ljósi. Áöur en Falklandseyjamáliö kom í sviðsljósið var herforingjastjórninni ljóst aö mikiö lengur gæti hún ekki dregið aö efna til kosninga, víkja úr stjómarsæti og fela landstjómina borgaralegum öflum. En herforingj- unum reið á því aö ráða sjálfir hvernig þeir skildu viö. Eftirkomandi stjóm gat verið í lófa lagiö aö grafa upp í skuggalegri fortíöinni óheppilegar minningar sem em á allra vitoröi en enginn hefur hátt um, nefnilega um „los desparecidos” — hina horfnu. Herinn kom til valda 1976 til þess aö bæla niður hryöjuverkaöldina. Menn sættu sig flestir við þaö sem illa nauösyn. Þaö var skítaverk en varö að vinnast. En af því aö herinn greip til ólöglegra og óvandra meðala fór þaö allt úr böndum. Herinn vildi endurheimta virðingu sína og álit og má af skildi sínum þann blett sem féll á þegar 6000 manns hurfu í aögerðum ógnar- lögreglunnar í skítverkinu. I viöleitninni til þess aö þvo hendur sínar hét herforingjastjómin því eitt sinn aö gera grein fyrir örlögum „hinna horfnu”. Setti hún sér til þess frest til 10. maí. Hann rann út án nokkurrar greinargeröar um afdrif þessa horfna fólks. En enginn tók eftir því og enginn rekur heldur lengur á eftir lýöræöis- legum kosningum. Enda er allra at- hygli bundin v-ið Falklandseyjar. — Halda menn síöan aö hemám eyj- anna hafi af tilviljun veriö valinn tími einmitt núna? Eða aö þaö sé ein- vöröungu særöur þjóðarmetnaöur sem rekur Argentínumenn til aö taka aftur meö valdi það er þeir telja rétt- mætt yfirráðasvæöi sitt, einmitt núna eftir hátt á aöra öld ? GaHiari forsetí, herforingjar og aðmírálar, þogar þeir birtast sem Guðs- ótta-menn. Þeir hafa þó ekki staðið Honum eða öðrum skil á „hinum horfnu". Lykillinn aö lausn vandamálsins út af „los desparecidos” liggur fyiir herforingjana í Falklandseyjum. Snúi þeir þaöan sem þjóðhetjur geta þeir sett eftirkomendum sínum í landstjóm skilmála sem tryggja aö hiö liðna veröi látið gleymt. Tapi þeir eða neyðist til eftirgjafar í samning- um óttast þeir aö í framtíöinni bíöi þeirra einhvers konar stríösglæpa- réttarhöld eins og í Nuremberg. Þeir eru einfaldlega aö berjast fyrir lífi sínu. Einhverjir landar þeirra eru farnir aö vakna til umhugsunar um þetta. Þegar til dæmis fréttist aö Bretar héldu einum fanganum eftir af þeim sem gáfust upp á Suður-Georgíu vakti þaö eðlilega gremju Argentínu- 'manna. Kallkórar á götum hófu upp raust sína og kröfuspjöld: „Viö heimtum fanga nr. 189 heim.” Svo tóku aö berast ítarlegri fréttir. Fangi númer 189 var Alfredo Astiz kafteinn, betur þekktur meöal landa sinna undir uppnefnum eins„,Hrafn- inn”, „Böðullinn broshýri”, ,J5Iátrarinn frá Cordoba” og svo framvegis. Sá maður var engin þjóö- hetja, þvert á móti orðaður viö pynd- ingar og morð á mörgum „hinna horfnu”. Kallkóramir snarþögnuöu. Til eru Argentínumenn sem létu sér detta í hug að herflokkur Astiz kafteins hefði veriö settur til vama á Suöur-Georgíu aö djúphugsuðu ráði. Sveit hans haföi á sér illt orö. Ef hún stráfélli gæti hún ekki síöar meir oröiö vitni í stríðsglæparéttarhöldum gegn yfirboðurum hennar. Rannsókn á ferli hennar yröi skoöuð sem aur- kast á fallnar hetjur. — Þaö fór þó öömvísi. Nei, Galtieri á ekki annarra kosta völ en berjast við Bretann. Frekar Bretann en eigin landsmenn. Þaö veröur aö hafa sinn gang þótt yfir vofi efnahagslegt hrun og þaö sem verra er, hugsanlegur hemaðar- ósigur. Það veröur ekki aftur snúiö. ÍBÚAR NORDUR-ÁSTRALÍU DREKKA MEST ALLRA Ibúar norðurhluta Ástralíu hafa slæmt orö á sér fyrir drykkjuskap. Aö sögn Reuter-fréttastofunnar eru þeir heimsmethafar í drykkju: neyzlan er 260 1 af bjór á hvert mannsbarn á einu ári. Yfirvöld telja aö áfengisneyzla sé höfuöástæöa fyrir geysilegum f jölda líkamsárása, nauögana og moröa á þessum slóðum. Sem dæmi má nefna að morö eru fimm sinnum algengari í noröurhluta landsins en í öörum landshlutum. 1 kjölfar drykkju- skaparins sigla ýmsir kvillar. Helmingur þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús á við sjúkdóma að striöa sem á einn eöa annan hátt tengjast áfengisneyzlu. Rúmlega 2/3 afbrota- rnarrna brjóta af sér undir áhrifum áfengis. Taliö er aö á hverju ári séu 12000 manns teknir úr umferö vegna ölvunar. Áfengi er sá þáttur vestrænnar menningar sem mest hefur spillt frumbyggjum Ástralíu og menningu þeirra. Hefðbundnir lifnaöarhættir þeirra, venjur og siðir hafa átt undir högg að sækja og rótleysið sem siglt hefur í kjölfarið hefur leitt marga þeirra út í drykkju. Bjórinn er víða vinsæll. Ástæður fyrir mikilli áfengis- neyzlu Noröur-Ástrala eru vitaskuld margvíslegar en nefna má að meðal- aldur er lágur og mikill fjöldi farand- verkamanna hefur setzt þar að í von um skjóttekinn gróöa. Yfirvöld hafa nú hrundið af stokkunum herferð gegn áfengisbölinu með veggspjöld og sjónvarpsauglýsingar að vopni. Einnig er í bígerö að herða mjög eftirlit með drykkjuskap á almanna- færi. Ekki vilja þó allir viðurkenna aö öl sé böl. Ýmsir halda þvi fram aö drykkja sé hluti. af menningu svæöisins og tala meö nokkru stolti um að þeir séu orölögðustu drykkju- menn Eyjaálfu. Darwin-búar gorta af því að eiga stærstu bjórflösku heims sem rúmar hálft gallon bjórs. Bjórkrá í þeirri borg heldur keppni sem er í því fólgin að sitja sem lengst uppi á kletti nokkrum og svolgra í sig bjór. Heimsmetið eiga að sjálfsögðu nokkrir Darwin-búar. 6 manns sátu uppi á kletti í 12 daga og drukku karlmennirnir í hópnum 18 könnur af bjór á dag en konurnar 9.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.