Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Qupperneq 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. JUU1982. 15 Menning Menning Menning Nalvistaverk eftir tsleif Konráðsson. ALÞYÐULIST Ura þessar mundir stendur yfir sýning að Kjarvalsstöðum sem haldin er aö tilhlutan öldunarráðs Islands og ber yfirskriftina Islensk alþýðuiist. Sýningin er opin fram til 8. ágúst. Alþýðulist Þrátt fyrir nútímatæknivæðingu og ávallt beislaöra samfélag, má finna einstaklinga, listamenn, sem halda sér utan við öll kerfi og byggja, teikna og mála af hispursleysi og eðlilegri dirfsku. Þessi flokkur lista- manna er yfirleitt „ómenntaður” í listinni og er nefndur „alþýðulista- menn”. Það hefur gjaman verið sagt að þessir sérstöku listamenn skapi ein- göngu samkvæmt innri þörf og „óháð öllum venjum”. En ef vel er aö gáð er afar hæpið aö slíta þessa listamenn úr öllum tengslum, því greinilegt er að alþýðulistin er sam- ofin hinni almennu menningarsögu, og að öllu jöfnu mun tengdari raun- veruleika listamannsins en hugar- flugi hans. Og ennfremur þegar litið er yfir „þróunarferil” alþýðulistar, verðum við vör við mikla íhaldssemi og sterka hefð sem i stórum dráttum hefur lítið breyst allt frá miðöldum (nema auðvitað inntakslega). A sama tima hefur hin „opinbera menningarlega list” reglulega sett spumingarmerki við hefðina og leit- að eftir enn frumlegri sköpun. Naiv alþýðulist Og alþýðulistin er alltaf til staöar, sem eins konar „æðri handmennt” 'eða þá sem málverk sem nefnt er naivismi meö mikilli virðingu eftir að Le Douanier Rousseau kom fram i listasögunni, en málverk hans hefur æ síðan virkað sem hvati á alþýðu- fólk að set jast við málverkið! Hinir raunverulegu naivistar tjá sig ekki á ólikan hátt og böm, sem af Útskortnn skápur eftir Bólu-Hjálmar. hrífningu skrá raunveruleikann á lér- eftið. Yfirleitt er um að ræða frá- sagnir af hversdagslegum atburðum eða náttúrulýsingu, sem dregin er upp af skýrleik og raunsæi, þó svo að tækni og aðferð komi á ská við alla akademiska listaskóla. Og þó mynd- verkin sýni urmul af smáatriöum, er aldrei um neina sjónblekkingu að ræða. Fyrir hinn hefðþunda teikni- kennara eru þessi listaverk full af „villum”, þar sem hvorki er að finna fjarvídd né anatómíu-stúdíur. En þessir naivistar hafa þó orðið sínar „reglur” (ómeðvitað sem meö- vitað), sem stýra þeirra inspiration og beisla hugarflug þeirra. Og við getum tekið eftir þvi að á sinn hátt er Myndlist Gunnar B. Kvaran Hin f ræga hestamynd eftir Stórval. teikningin nákvæm og lokuð, mynd- byggingin rökrétt og hugsuð og lit- irnir í innbyrðis samræmi. En því miður verður vart tekið eftir í lista- sögunni nema einu naivistanafni: Le Douanier Rousseau. Alþýðu-kokkteill Hér á sýningunni að K jar.vaisstöð- um ægir saman ólíkustu hlutum: blómaskrauti eftir Sölva Helgason; útskurði eftir Bólu-Hjálmar; naturalísku verki eftir Gísla Jóns- son; blómámyndum eftir Grímu, naivistaverkum eftir Isleif Konráðs- son og svo framvegis, sem yrði of 'langt mál að telja upp. Allur þessi kokkteill ber siðan nafnið „tslensk alþýðulist”. Fyrirbærið íslensk alþýðulist hefur lítt verið rannsakað og því erfitt að tala um stöðu hennar hér á landi. Þó er greinilegt að hér á landi er mun minni munur á „alþýðulistamanni” og menntuöum listamanni” heldur en erlendis. Það er sem skorti í íslenska listsköpun og listumræöu meiri fræðilega dýpt og hinn marg- umtalaða vitsmunalega ásetning, sem við þekkjum úr listasögunni og getum fylgt eftir frá ómunatíð. Það helsta sem virðist aðgreina mennt- aða listamanninn frá alþýðunni er handbragðið og tæknin — sem virðist þó hverfandi þegar við skoðum „nýja málverkið” á Islandi — , og mun meiri s jónræn reynsla. Mikið um að vera Jú, það er líf og fjör að Kjarvals- stöðum, alls þrjár sýningar, mynd- bandasýning, sýningarfréttir og fýrirlestrar og umræður, en eflaust verða margir i erfiðleikum með að finna „þráðinn” í sýningunni, því hvar koma þeir Ásmundur og Sigur- jóninnímyndina? G.B.K. Nauðungarupphoð annað og síðasta á eigninni Alfaskeið 96, 4. h.t.v. Hafnarfirði, þingl. eign Arnar Olafssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 30. júlí 1982, kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Ásbúð 28, Garðakaupstað, þingl. eign Árna Hróbjartssonar, fer fram á eigninni sjálfri f östudaginn 30. júlí 1982, kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 41. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Breiðvangur 12, 3. h.t.h. Hafnarfirði, þingl. eign Jóhanns Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Sveins H. Valdimarssonar, hrl. og Guðjóns Ármanns Jónssonar, hdl. á eigninni sjálfri f östudaginn 30. júli 1982 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 36., 39. og 43 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á pjgninni Hraunstíg 1, Hafnarfirði, þingl. eign Guðna Einarssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarf jarðarbæjar og Guðjóns Steingrímssonar, hrl. á eigninui sjálfri f östudaginn 30. júlí 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Trönuhraun 7, Hafnarfirði, þingl. eign Smjörlíkisgerðar Akur- eyrar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs, Iðniánasjóðs og Hafn- arfjarðarbæjar, á eigninni sjálfri f östudaginn 30. júli 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. ATVINNA Fólk vantar í saltfisk- og skreiðarvinnu á Bakka- fjörð strax. Næg vinna, húsnæði og fæði á staðnum. Uppl. hjá verkstjóra í síma 97-3367 frá kl. 8—22 og í síma 97-3366 frá kl. 8-17. Útver hf. Bakkafirði GLUGGAÚTSTILLIIMGAR, SKILTAGERÐ — dekorat^r — Kaupmenn, verzlunarstjórar. Er nýkomin frá^, námi erlendis í gluggaútstillingum og skiltagerð^j ijfo Get bætt viö mig verkefnum. X S Guðbjörg, sími 66886 e. kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. Veitingarekstur Hús verzlunarinnar óskar eftir aðila til að taka á leigu og reka veitingastofu á 1. hæð í Húsi verzlunarinnar á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Vörumótttaka og vinnsluherbergi verða á jarðhæð. Samtals er hér um að ræða allt að 575 fm. Húsnæðið verður til sýnis kl. 9—12 og 14—17 miðvikudaginn 4. ágúst og verður fulltrúi húseig- enda þá til viðtals á skrifstofu Verzlunarráðs Is- lands. Skrifleg leigutilboð skulu hafa borizt eigi síðar en 4. ágúst. Þeir sem nú þegar hafa sent inn tilboð þurfa ekki að endurnýja þau. Hús verzlunarinnar c/o Verzlunarráð íslands PósthólfSU Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.