Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 29. JULl 1982.
___Neytendur_Neytendur_Neytendur_Neytendur_
„Aðlaðandi erfólkið ánægt"
Öskubuskutilfinning getur náð
tökum á öllu venjulegu fólki — mis-
jafnlega oft og sterkt. Viti einhver ekki
við hvaö er átt með þessari sögufrægu
tilfinningu þá skal þaö útskýrt nánar.
Þegar litið er í spegil blasir viö stór
bóla á nefinu, húðin grá og slöpp,
háriö úfið og rytjulegt og spegilmyndin
í heild ákaflega þreytuleg. I ævin-
týrinu um öskubusku kom álfkonan
með töfrasprotann sinn og breytti útliti
og högum Öskubusku. Svona álfkonur
fyrirfinnast ekki í dag — og þó.
I síöustu viku lá leiö mín inn að
Suðurlandsbraut 2 — Hótel Esju. Þar á
jarðhæðinni hafa að undanförnu farið
fram miklar breytingar á hluta hús-
næðisins. Þar sem áður var bílaverk-
stæði er öðru vísi um að litast, eins og
töfrasprota hafi verið veifað. Um hina
glæsilegu vistarverur svífa svo nútima
Þetta er allt starfsliðið „Hjá Dúdda og
Matta”.
álfkonur og álfar. Allar Öskubuskur
sem inn koma breytast í prinsessur.
Svo koma líka prinsessur, fallegar og
snyrtilegar, en þær fara út eins og
drottningar. Sömu erinda koma karl-
menn þarna inn og fara út meö sama
árangri. Kjörorð þeirra sem þarna
starfa er, ,aðlaðandi er fólkið ánægt”.
Þarna á jarðhæð Hótel Esju starfa
hárgreiðslumeistarar og snyrtifræð-
ingar. Innan skamms verður opnuð
rakarastofa líka á sama stað. Konur og
karlar geta fengið þarna hina beztu
þjónustu á sviði hársnyrtingar og
aimennrar snyrtingar.
Höfuðpaurar hársnyrtingar á
svæðinu eru þeir Matti og Dúddi, sem
báöir hafa rekið hárgreiðslustofur í
mörg ár, Dúddi síðustu árin að Suöur-
landsbraut 10 en Matti á stofu sinni í
Kópavogi.
Snyrtifræðingarnir Erla Gunnars-
Snyrtifræðingarnir, Ólöf Wessmann og Erla Gunnarsdóttir, í snyrti og sólbaðs-
stofunni „Sól og snyrting”.
DV-myndir: Bj.Bj.
dóttir og Olöf Wessmann hafa stofnað
snyrti- og sólbaðsstofuna „Sól og
snyrting” í þessum glæsilegu húsa-
kynnum. Valdar snyrtivörur eru á boð-
stólum og leiðbeiningar í vali tegunda
veittar viðskiptavinum — sem fara út
aölaðandi og ánægðir.
-ÞG.
Neytendur
Umsjón:
Þórunn Gestsdóttir
og
Ragnhildur
Ragnarsdóttir
Kaloríum fórnað fyrir krabbamein:
Hættulega mikið cyklamat
i sykurlausum gosdrykkjum
drykkírnir eingöngu ætlaðir sykursjúkum
Hamuóknir ó dýram þykja sýna fram á að cyklamat geti valdið krabbameini,
sé þess neytt i mjög miklum mæli. Allir sykurlausu gosdrykkirnir á tslandi
innihalda cyklamat en þessir drykkir eru eingöngu ætlaðir sykursjúkum sem
sjúkdóms síns vegna þurfa á cyklamati að balda.
Gullfallegar stúlkur, grannar og
langleggjaðar drekkandi sykurlausa
gosdrykki. Hver kannast ekki við
þessa mynd frá auglýsingum gos-
drykkjaframleiðenda? Hitt vita
sennilega alltof fáir aö ef stúlkurnar
eru ekki með sykursýki eru þær að
innbyrða hættulega mikið magn af
cyklamati. Sé cyklamats neytt í
mjög miklum mæli getur þaö
orsakað krabbamein. I öllum sykur-
lausum gosdrykk jum, sem seldir eru
á Islandi og ætlaðir sykursjúkum, er
magn cyklamats tæplega 1600 milli-
grömm í kg. Er það 1400 mg meira en
leyfilegt er að hafa í gosdrykkjum
sem ætlaðir eru þeim sem ekki hafa
þann sjúkdóm. Hins vegar eru engar
merkingar á flöskunum sem segja
almenningi hvort óhætt sé að súpa á
innihaldinu. „Ætlað sykursjúkum”
stendur aöeins á öllum gosdrykkja-
flöskunum en látið er hjá líða að vara
aðra við límonaöinu.
Samkvæmt staðlaskrá Alþjóöa
heilbrigðisstofnunarinnar, WHO og
Matvadastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, FAO, er lagt til aö dagsneyzla
á cyklamati sé á bilinu 0—4 milli-
grömm fyrir hvert kg af líkams-
þunga viðkomandi neytanda. Ef
neytandinn er t.d. 75 kg aö þyngd
skal neyzla hans vera á bilinu 0—300
milligrömm á dag. Á sama hátt er
lagt til að neyzla á sakkaríni sé á
bilinu 0—2,5 mg fyrir hvert kg
líkamans.
Hér á landi eru nú framleiddar
fimm tegundir af sykurlausum gos-
drykkjum sem ætlaðir eru sykur-
sjúkum. Eru það Tab, Fresca, Diet
Pepsi, sykursnautt Spur Cola og
sykursnautt High Spot. Allir þessir
drykkir innihalda 1600 mg af cykla-
matiáhvergkg.
Sakkarín er ekki notað í gosdrykki
ætlaöa sykursjúkum á Islandi. Aö
sögn Hrafns Friðrikssonar, forstöðu-
manns Heilbrigðiseftirlits rikisins,
hefur þó leikið grunur á því aö einn
gosdrykkjaframleiðandi bæti sakka-
ríni út í cyklamatið en ekki hefur
tekizt að sanna það. Er ástæða sú aö
mælingar eru ekki nægilega
nákvæmar til að hægt sé að greina
með vissu hvort sakkarín sé í cykla-
matinu. Blöndun af þessu tagi er
stranglega bönnuö á Islandi.
Tilraunir hafa verið gerðar á nei-
kvæðum áhrifum mikillar neyzlu
cyklamats á dýr og leiddu þær í ljós
að cyklamat er krabbameinsvald-
andi. Einkum virtist dýrunum hætt
við aö fá krabbamein í þvagblöðru.
Tekið skal skýrt fram að dýrunum
voru gefnir afar stórir skammtar af
DV-mynd: Þó.G.
cyklamati á hverjum degi. Þá skal
einnig á það bent að forsvaranlegt er
taliö að sykursjúklingar neyti gos-
drykkja er innihalda mikið af cykla-
mati, enda þurfi þeir á þessu efni að
halda. ,
I íslenzkum reglugerðum er sér-
staklega tekið fram að merkja skuli
gosdrykki, ætlaða sykursjúkum, á
áberandi hátt. Skulu stafir ekki vera
minni en 3 millimetrar að stærð. Þá
skal standa utan á flöskunum „ætlaö
sykursjúkum”. Á flestum fyrr-
nefndum fimm gosdrykkjateg-
undum var þessari reglugerð fram-
fylgt en merkingar á Fresca eru
lélegar. Ekki stendur stafkrókur
utan á flöskunum um hvaða efni séu í
vökvanum en á tappanum stendur
híns vegar að gosdrykkurinn sé
ætlaöur sykursjúkum og innihaldi
1600 mg af cyklamati á kg. Þetta eru
þó alls ófullnægjandi merkingar þar
sem stafimir á töppunum eru litlir
og töppunum er hent um leið og gos-
drykkjarins er neytt.
Neytendur eiga skýlausa kröfu á
því aö aðrir en sykursjúkir séu var-
aöir við að neyta sykurlausra gos-
drykkja. Varla er hægt að takmarka
sölu á drykkjunum í verzlunum við
þá sem hafa þann hættulega sjúk-
dóm.
-SA.