Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Side 16
16
Spurningin
Ertu ánægð(ur) með veðrið
það sem af er sumri?
Guftmaun Sveinsson, vélstjóri: Hef
lítiö séð af því þar sem ég er sjómaöur
og þar að auki vélstjóri. Tel þó aö viö
höfum verið frekar heppin með veðriö
þetta sumarið.
Rúnar Grétarsson, nemi: Já, já. Þaö
er ég. Finnst þetta sumar hafa veriö
frekar venjulegt. Eiginlega hvorki
slæmt né gott. En oft hafa komið mjög
góöir dagar.
Jóel Jakobsson, ökukennari: Eg var
mjög ánægöur með vorið. Það sem af
er sumri hefur einnig verið gott.
Megum ekki vera of kröfuhörð.
Hugrún Helgadóttir: Nei, ég er mjög
óánægð. Engan veginn nógu mikil sól.
Þó heldur ekki mikii rigning. Held að
veðrið hafi fyrst og fremst verið fyrir
gróðurinn en ekki okkur mannfólkið.
Sigriðnr Jakobsdóttir, hjókrunar-
frcðingur: Fannst veðrið vera mjög
gott í júní. En júlí hefur valdið mér
vonbrigðum. Vonast eftir sem mestri
sól á næstunni, enda er ég að fara í
sumarfrí nú í ágúst.
Pilina Gnnnarsdóttlr, vtnnur á rann-
sóknarstofu: Nei, þaö er ég ekki. Er í
sumarfríi þessa dagana og fæ bara
hvern rigningardaginn á fætur öðrum.
DV. FIMMTUDAGUR 29. JULI1982.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Eins og aikunna er, þá eru Þingveilir sá staður sem íslendingar eru hvað stoltastir af og kjósa yfirleitt að sýna útlendingum, er hingað koma, fyrr en
aðra staði.”
„Koma þarfí veg fyrir aö
sKk hneisa endurtaki sfe"
Margrét K. Jónsdóttir skrifar:
„Island veröur aldrei ferðamanna-
land.” Þannig voru viðbrögð fullorðins
Islendings er dvalið hefur langdvölum
erlendis er hann heyrði af reynslu
minni og samferöamanna frá Þingvöll-
um um síðustu helgi.
Eins og aikunna er, þá eru Þing-
vellir sá staður sem Islendingar eru
hvað stoltastir af og kjósa yfirleitt að
sýna útlendingum, er hingaö koma,
fyrr enaörastaði.
Fór með bandarískan
frænda minn til
Þingvalla
Þannig var því líka fariö um mig, er
ég þurfti að sýna frænda mínum einum
bandarískum eitthvað af landi okkar.
Eg ákvað að aka með hann fyrst til
Þingvalla, bjóða honum í mat í Valhöll
og sýna honum síðan nokkra aðra
sögustaði á Suðurlandi.
Á hverju sumri leggja þúsundir
Islendinga upp í svona ökuferð um
Suðurland. Oft í þeim tilgangi að sýna
útlendum gestum það markverðasta af
landinu og sjaldnast er Þingvölium
sleppt úr slíkum ferðum.
Ýmislegt girnilegt
TUefni þess aö ég set þessar
línur á blað eru þau miklu vonbrigði
sem ég varð fyrir í ValhöU og sú
skoðun mín, að þar sé hreinasta
nauösyn á að grípa til róttækra ráða tU
aö snúa við óheUlaþróun.
Við vorum þrjú saman fullorðin á-
samt tæplega þriggja ára dreng sem
settumst að borðum í Valhöll. Er við
Utum á matseðiUnn sáum við strax, aö
ýmislegt girnilegt var á boðstólum. En
verðlag sýndist okkur mjög svipað og
þaö sem gerist á dýrustu og beztu
veitingahúsum í Reykjavík.
Þegar verð er hátt á maður von á
bæði góðum mat og úrvals þjónustu.
Undan matnum var heldur ekki neitt
að kvarta. Hann var prýðUegur.
Þjónustan var líka vinsamleg, þrátt
fyrir langa bið vegna margmennis.
Stanzlaus straumur
drukkins fólks
Það sem hins vegar eyðilagöi mál-
tíðina gjörsamlega fyrir okkur og fjöl-
mörgum öðrum er þama voru, var sá
stanzlausi straumur drukkins fólks,
sem var um borðsaUnn. I sumum
tilfellum var um að ræða fólk er sat að
snæðingi eða við drykkju öllu heldur,
ellegar menn sem ráfuðu þarna inn
fyrirstöðulítið og ónáðuöu þá er sátu að
snæðingi og voru í mörgum tilfeUum
útlendingar.
Gestur okkar varð
fyrir svívirðingum
Einn þessarra drukknu manna kom
að borðinu hjá okkur og hóf að heUa
svívirðingum yfir þann útlenda gest,
er með okkur var. Eg kaUaði á þjón og
bað hann að vísa manninum úr sainum
sem hann og gerði. Ekki var maðurinn
fyrr kominn úr sahium en hann
sparkaði í hurðina af miklu afli svo
glumdi í öUum salnum. Eg sá aö
aldraöir Vestur-Islendingar er sátu viö
næsta borð urðu hálfskelkaðir á svip.
Þótt þessi maður væri nú á brott úr
salnum var háreisti þar áfram vegna
þess að skammt frá okkur sátu þrir
dauðadrukknir menn við drykkju og
hrópuöu til annarra er leið áttu um
salinn. Ekki varð ég vör viö að
þjónamir reyndu á afgerandi hátt að
skakka leikinn.
Blót og formælingar
Skammt leiö þar til sá er vísað hafði
verið úr salnum var kominn inn aftur.
Raunar ekki í gegnum sömu dyr og
honum hafði veriö vísað út um. Hann
tók þegar að ónáða matargesti, vatt
sér að borði þar sem þrír eöa fjórir
Bandaríkjamenn sátu. Þeir skildu
auðvitað ekki eitt einasta orð, sem
hann sagði, en hafa af svip hans
væntanlega getað ráðið aö þar var
fyrst og fremst um að ræða blót og for-
mælingar.
Þessari iðju hélt hann áfram um
nokkurt skeið allt þar til hótelstjórinn
kom á vettvang og tókst með lempni að
fá hann úr salnum. Stööugur straumur
fólks var áfram í gegnum salinn, bæöi
drukkiö fólk og ódrukkið. Olli þetta
miklu ónæði, ekki sízt okkur sem
sátum viödyrnar.
Vandséð var hvað þetta fólk hafði
þarna að gera því í fæstum tilvikum
virtist það vera að borða.
Miklir peningar —
lítil ánægja
Við ákváðum að ljúka máltíöinni hiö
fyrsta. Höfðum enga ánægju af að sitja
þarna inni þrátt fyrir ágætan mat. Við
báðum um reikninginn. Hann hljóðaði
upp á 828 krónur fyrir þrjár lamba-
kjötsmáltíöir, hálfan skammt af
frönskum kartöflum fyrir hinn þriggja
ára gamla ferðafélaga okkar og 4
flöskur af Pepsi.
Þegar við athuguöum reikninginn
eftir á sáum við að hann gat ekki
staðizt. Því hvemig geta þrír réttir,
sem eiga aö kosta kr. 195 kr. hver,
kostaö samtals krónur 740. Ja, ekki
nema skammturinn af frönskum
kartöflum fyrir þann þriggja ára hafi
kostað 155 kr. Tæplega fær það staöizt.
Og þá var reikningurinn illa upp
settur. Vantaöi að sundurliða hann
betur.
Okkur þótti þetta miklir peningar
fyrir máltíð sem lítil ánægja var af.
Þar sem aösókn að Valhöll virðist
mjög góö, ættu eigendur staöarins að
hafa efni á að ráða dyravörð, sem sæi
um að stöðugur straumur drukkins
fólks væri ekki um borðsalinn. Hann
kæmi í veg fyrir að slík hneisa endur-
tækisig.
Verði ekki breyting á þessu á Þing-
völlum, veröur Island aldrei feröa-
mannaland.
„EIN VERSTA GUSA
SEM ÉG HEF FENGIÐ
FRAMAN í MIG”
Númer 6253—3889 í þjóðfélaginu
skrifar:
Svo virðist sem ríki og bæjarfélög
telji ekki heppilegt að fólk verði
eldra en 70 ára. Þessa ályktun dreg
ég af vinnubrögðum Trygginga-
stofnunar ríkisins, en þeir hafa hætt
aö greiða mér smávægilega
tekjutryggingu, sem ég hef fengiö
undanfarin ár.
Eg verð nú að segja að þetta er ein
versta gusa, sem framan í mig hefur
komið á lifsleiðinni, og þaö aö á-
stæðulausu. Hafa þær þó margar
verið slæmar. Og ekki hef ég orðið
var við að tekjur mínar hafi aukizt.
Þvert á móti hafa útgjöldin aukizt
stórlega eins og allir vita og það
þýðir að nú er orðið dýrara að
framfleyta sér.
Auövitað kemur þessi ákvörðun
Tryggingastofnunarinnar illa við
mig. Sýnist mér að ég verði aö draga
seglin saman og neita mér um ljós og
hita, því tekjutryggingin hefur rétt
hrokkið til að greiða þann munað.
Finnst mér þetta kaldhæðni
örlaganna, enda hef ég einmitt á
undanförnum áratugum unnið hjá
orkustofnunum. Eða þar til heilsan
leyfði ekki meir. I þessum störfum
urðu margir úti, en þó voru sumir
svo heppnir að þeir þurftu ekki á
neinum tryggingum að halda.
En það er vist tilgangslaust fyrir
garnlan mann að nöldra yfir svona
smámunum, því Tryggingastofnun
ríkisins hefur greinilega skiliö rétt
þetta umtal umár aldraðra.